Armand Duplantis setti nýtt heimsmet í stangarstökki karla í Torun Póllandi í dag.
Duplantis, sem er tvítugur Svíi, stökk yfir 6,17 metra í annarri tilraun. Hann bætti þar með sex ára gamalt heimsmet Frakkans Renaud Lavillenie um 0,01 metra.
WORLD RECORD!!!! #borntoflypic.twitter.com/j0JSyBwldX
— Mondo Duplantis (@mondohoss600) February 8, 2020
„Þetta er ótrúleg tilfinning. Ég hef þráð þetta síðan ég var þriggja ára,“ sagði Duplantis í samtali við SVT Sport eftir að hafa sett heimsmetið.
Þótt mótið í Póllandi hafi farið fram innanhúss telst heimsmetið líka sem met utanhúss.
Duplantis vann til silfurverðlauna í stangarstökki á HM í frjálsum íþróttum í Doha í fyrra og gull á EM fyrir tveimur árum.