Miklar líkur á nærri þriggja daga verkfalli Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. febrúar 2020 18:14 Miklar líkur eru á að tæplega þriggja daga verkfall Eflingar hefjist á þriðjudag. Ekkert hefur miðað í kjaraviðræðum Eflingar og borgarinnar. Borgarstjóri segist ekki hafa eins miklar áhyggjur af neinum kjarasamningum og samningnum við Eflingu, enda erfitt að verða við ýtrustu kröfum félagsins. Hátt í tvö þúsund starfsmenn Eflingar hjá borginni lögðu niður störf í tvígang í síðustu viku til að krefjast betri kjara. Aukinn þungi mun færast í verkfallsaðgerðirnar eftir helgina þegar starfsfólkið leggur aftur niður störf í tvo og hálfan sólarhring frá og með hádegi á þriðjudaginn. „Auðvitað fer þetta að bíta meira og meira það gefur náttúrulega bara augaleið,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Þeir sem leggja niður störf starfa meðal annars í leikskólum borgarinnar, í skólunum, við sorphirðu, götuhreinsun og umönnun aldraðra. „Ég held að bara sjaldan í bara íslenskri verkalýðsbaráttu hafi verið um að ræða jafn samstíga og samrýmdan hóp og nú fer fram með sínar kröfur,“ segir Sólveig. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur þungar áhyggjur af stöðunni.Vísir/Egill Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að ekki sé hægt að verða við öllum kröfum Eflingar. „Það að okkar mati myndi í raun kveikja elda í viðræðum við alla aðra viðsemjendur,“ segir Dagur. Sólveig Anna segir mikið bera á milli deiluaðila en telur stjórnendur borgarinnar fullfæra um að mæta kröfum Eflingar. „Það ber mikið á milli einfaldlega vegna þess að borgin sér fyrir sér að halda áfram að geta ofurarðrænt risastóran hóp kvenna sem að sinna mikilvægustu störfum í þessu samfélagi. Við aftur á móti erum ekki lengur tilbúnar að sætta okkur við það. Borgin hún getur mætt kröfum okkar,“ segir Sólveig Anna. „Kröfur Eflingar eru ekki bara um þessar umtalsverðu hækkanir á lægstu launin heldur í raun að fá meiri hækkanir ofan á það og upp stigann þannig að það verður nánast enginn munur á launum þeirra sem eru ófaglærðir og eru með þriggja til fimm ára háskólamenntun. Við einfaldlega teljum og vitum að leikskólakennarar og aðrir munu ekki sætta sig við það,“ segir Dagur. Hann segir borgina hafa lagt til grundvallar samningum við Eflingu og aðra sem verið er að semja við lífskjarasamningana. Með þeim hækki laun þeirra sem eru með lægstu launin mest. Dagur segir að einnig sé lögð áhersla á styttingu vinnuvikunnar við kjarasamningagerð. „Ég vonast sem sagt til þess að á næstu dögum og vikum þá náist að klára sem flesta samninga og leyni því ekkert að ég hef mestar áhyggjur af því hvernig hægt verður að ná landi við Eflingu,“ segir Dagur. Þá segist hann ekki eiga von á því að það takist að afstýra verkfalli á þriðjudaginn miðað við stöðuna nú. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Miklar líkur eru á að tæplega þriggja daga verkfall Eflingar hefjist á þriðjudag. Ekkert hefur miðað í kjaraviðræðum Eflingar og borgarinnar. Borgarstjóri segist ekki hafa eins miklar áhyggjur af neinum kjarasamningum og samningnum við Eflingu, enda erfitt að verða við ýtrustu kröfum félagsins. Hátt í tvö þúsund starfsmenn Eflingar hjá borginni lögðu niður störf í tvígang í síðustu viku til að krefjast betri kjara. Aukinn þungi mun færast í verkfallsaðgerðirnar eftir helgina þegar starfsfólkið leggur aftur niður störf í tvo og hálfan sólarhring frá og með hádegi á þriðjudaginn. „Auðvitað fer þetta að bíta meira og meira það gefur náttúrulega bara augaleið,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Þeir sem leggja niður störf starfa meðal annars í leikskólum borgarinnar, í skólunum, við sorphirðu, götuhreinsun og umönnun aldraðra. „Ég held að bara sjaldan í bara íslenskri verkalýðsbaráttu hafi verið um að ræða jafn samstíga og samrýmdan hóp og nú fer fram með sínar kröfur,“ segir Sólveig. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur þungar áhyggjur af stöðunni.Vísir/Egill Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að ekki sé hægt að verða við öllum kröfum Eflingar. „Það að okkar mati myndi í raun kveikja elda í viðræðum við alla aðra viðsemjendur,“ segir Dagur. Sólveig Anna segir mikið bera á milli deiluaðila en telur stjórnendur borgarinnar fullfæra um að mæta kröfum Eflingar. „Það ber mikið á milli einfaldlega vegna þess að borgin sér fyrir sér að halda áfram að geta ofurarðrænt risastóran hóp kvenna sem að sinna mikilvægustu störfum í þessu samfélagi. Við aftur á móti erum ekki lengur tilbúnar að sætta okkur við það. Borgin hún getur mætt kröfum okkar,“ segir Sólveig Anna. „Kröfur Eflingar eru ekki bara um þessar umtalsverðu hækkanir á lægstu launin heldur í raun að fá meiri hækkanir ofan á það og upp stigann þannig að það verður nánast enginn munur á launum þeirra sem eru ófaglærðir og eru með þriggja til fimm ára háskólamenntun. Við einfaldlega teljum og vitum að leikskólakennarar og aðrir munu ekki sætta sig við það,“ segir Dagur. Hann segir borgina hafa lagt til grundvallar samningum við Eflingu og aðra sem verið er að semja við lífskjarasamningana. Með þeim hækki laun þeirra sem eru með lægstu launin mest. Dagur segir að einnig sé lögð áhersla á styttingu vinnuvikunnar við kjarasamningagerð. „Ég vonast sem sagt til þess að á næstu dögum og vikum þá náist að klára sem flesta samninga og leyni því ekkert að ég hef mestar áhyggjur af því hvernig hægt verður að ná landi við Eflingu,“ segir Dagur. Þá segist hann ekki eiga von á því að það takist að afstýra verkfalli á þriðjudaginn miðað við stöðuna nú.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira