Vill enn fá milljarða til að reisa múr Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2020 22:30 Sem forsetaframbjóðandi hét Trump því að útrýma fjárlagahalla Bandaríkjanna á tveimur kjörtímabilum sínum og borga allar skuldir Bandaríkjanna. AP/Patrick Semansky Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun fara fram á að þingið veiti honum milljarða dala til byggingar múrs á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó. Fjárlagahalli Bandaríkjanna hefur aukist til muna á undanförnum árum og þykir líklegt að sú þróun haldi áfram. Þetta kemur fram í fjárlagatillögum Hvíta hússins sem verða líklegast birtar á morgun. Fjárlagatillögur Hvíta hússins eru að miklu leyti táknrænar og þingið er að engu leyti bundið af þeim. Þær þykja þó til marks um áherslur Trump varðandi annað kjörtímabil hans, nái hann kjöri í nóvember. Fyrir ári síðan fór Trump fram á meira en fimm milljarða dala til að reisa múrinn og leiddu deilur vegna þessa til þess að rekstur alríkisins var stöðvaður í fimm vikur. Síðan þá hefur Trump notast við fé sem þingið veitti til uppbyggingu hernaðarmannvirkja í að skipta út gömlum tálmum á landamærunum fyrir nýjan múr. Árið 2018 fór Trump fram á 18 milljarða dala. Þá er vert að taka fram að enn sem komið er hefur Mexíkó ekki tekið þátt í kostnaði við byggingu múrsins, eins og Trump lofaði ítrekað. Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðingu Athygli vekur að miðað við fyrstu upplýsingarnar um fjárlagatillögurnar ætlar ríkisstjórn Trump ekki að gera tilraun til að ná tökum á fjárlagahalla Bandaríkjanna, þrátt fyrir tiltölulega góða efnahagsstöðu, fyrr en árið 2035, löngu eftir að Trump fer úr Hvíta húsinu þó hann fái annað kjörtímabil. Í fyrstu fjárlagatillögu Trump stóð að fjárlagahallinn yrði um 456 milljarðar árið 2021. Spár gera nú ráð fyrir að hallinn verði rúmlega tvöfalt meiri en það. Sem forsetaframbjóðandi hét Trump því að útrýma fjárlagahalla Bandaríkjanna á tveimur kjörtímabilum sínum og borga allar skuldir Bandaríkjanna. Samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar innihalda tillögur Trump margar hæpnar forsendur um hagvöxt og niðurskurði. Til marks um það segir að margar af tillögunum muni „borga sig sjálfar“. Það sagði ríkisstjórn Trump einnig um umdeilda skattalækkun hans árið 2017. Hún átti að borga fyrir sig sjálf en sérfræðingar segja hana eiga stóran þátt í auknum halla á rekstri ríkisins. Staðan virðist sú að lítill pólitískur vilji sé til staðar í Washington DC til að takast á við þennan halla. Hvorki meðal Repúblikana, sem lögðu mikla áherslu á að draga úr honum á meðan Barack Obama var forseti, né Demókrata. Helstu forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins styðja margir hverjir mjög kostnaðarsamar aðgerðir varðandi heilbrigðiskerfi ríkisins og loftslagsbreytingar af mannavöldum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun fara fram á að þingið veiti honum milljarða dala til byggingar múrs á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó. Fjárlagahalli Bandaríkjanna hefur aukist til muna á undanförnum árum og þykir líklegt að sú þróun haldi áfram. Þetta kemur fram í fjárlagatillögum Hvíta hússins sem verða líklegast birtar á morgun. Fjárlagatillögur Hvíta hússins eru að miklu leyti táknrænar og þingið er að engu leyti bundið af þeim. Þær þykja þó til marks um áherslur Trump varðandi annað kjörtímabil hans, nái hann kjöri í nóvember. Fyrir ári síðan fór Trump fram á meira en fimm milljarða dala til að reisa múrinn og leiddu deilur vegna þessa til þess að rekstur alríkisins var stöðvaður í fimm vikur. Síðan þá hefur Trump notast við fé sem þingið veitti til uppbyggingu hernaðarmannvirkja í að skipta út gömlum tálmum á landamærunum fyrir nýjan múr. Árið 2018 fór Trump fram á 18 milljarða dala. Þá er vert að taka fram að enn sem komið er hefur Mexíkó ekki tekið þátt í kostnaði við byggingu múrsins, eins og Trump lofaði ítrekað. Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðingu Athygli vekur að miðað við fyrstu upplýsingarnar um fjárlagatillögurnar ætlar ríkisstjórn Trump ekki að gera tilraun til að ná tökum á fjárlagahalla Bandaríkjanna, þrátt fyrir tiltölulega góða efnahagsstöðu, fyrr en árið 2035, löngu eftir að Trump fer úr Hvíta húsinu þó hann fái annað kjörtímabil. Í fyrstu fjárlagatillögu Trump stóð að fjárlagahallinn yrði um 456 milljarðar árið 2021. Spár gera nú ráð fyrir að hallinn verði rúmlega tvöfalt meiri en það. Sem forsetaframbjóðandi hét Trump því að útrýma fjárlagahalla Bandaríkjanna á tveimur kjörtímabilum sínum og borga allar skuldir Bandaríkjanna. Samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar innihalda tillögur Trump margar hæpnar forsendur um hagvöxt og niðurskurði. Til marks um það segir að margar af tillögunum muni „borga sig sjálfar“. Það sagði ríkisstjórn Trump einnig um umdeilda skattalækkun hans árið 2017. Hún átti að borga fyrir sig sjálf en sérfræðingar segja hana eiga stóran þátt í auknum halla á rekstri ríkisins. Staðan virðist sú að lítill pólitískur vilji sé til staðar í Washington DC til að takast á við þennan halla. Hvorki meðal Repúblikana, sem lögðu mikla áherslu á að draga úr honum á meðan Barack Obama var forseti, né Demókrata. Helstu forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins styðja margir hverjir mjög kostnaðarsamar aðgerðir varðandi heilbrigðiskerfi ríkisins og loftslagsbreytingar af mannavöldum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira