Súrefnisskortur í atvinnulífinu Þorsteinn Víglundsson skrifar 30. janúar 2020 10:30 Rúmlega átta þúsund manns voru atvinnulaus í desember. Fjöldi fólks án atvinnu hefur tvöfaldast á rétt rúmu ári og hafa ekki verið fleiri síðan 2013. Merki kólnunar í hagkerfinu sjást víða og hætt er við því að samdrátturinn verði heldur meiri og langvinnari en spáð hefur verið, verði ekkert að gert. Þótt engin ástæða sé til örvæntingar enn er rétti tíminn nú til að hið opinbera grípi til afgerandi aðgerða til að örva hagkerfið. Það vantar ekki hugmyndir eða verkefni. Það þarf ekki að stofna nýjan starfshóp eða nefnd og það vantar ekki fleiri skýrslur. Fjöldi mögulegra aðgerða liggja á teikniborðinu sem myndu hafa jákvæð áhrif. En það þarf að hafa hugrekki til að taka ákvarðanir og hrinda þeim í framkvæmd. Það er óvarlegt af ríkisstjórninni að gera ráð fyrir hröðum viðsnúningi, líkt og núverandi hagspá Hagstofunnar gengur út frá. Ekki er gert ráð fyrir neinni fjölgun ferðamanna á þessu ári og horfur virðast fremur hafa versnað samhliða útbreiðslu kórónaveirunnar. Horfur fyrir loðnuvertíð eru slæmar og samdráttur í byggingariðnaði mun einnig hafa talsverð áhrif enda um mjög stóra atvinnugrein að ræða. Þá er nýleg grein Gylfa Zoega, hagfræðings, í Vísbendingu allrar athygli verð. Þar bendir Gylfi á að mikil hækkun launa samhliða styrkingu krónunnar á undanförnum árum hafi grafið undan samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Ekki sé sjálfgefið að krónan muni veikjast á nýjan leik og því kunni það að óbreyttu að þýða langt tímabil hagræðingar, lítillar fjárfestingar og lítils hagvaxtar á Íslandi. Hér eru fjórar tillögur sem hægt væri að hrinda í framkvæmd hratt og örugglega til að örva hagkerfið á nýjan leik:1. Stórauknar fjárfestingar ríkissjóðs: Fjárfesting hins opinbera hefur verið of lítil undanfarinn áratug. Ætla má að uppsöfnuð þörf í innviðafjárfestingu sé í það minnsta 200-300 milljarðar króna. Ríkið gæti hæglega aukið fjárfestingar sínar um 100 milljarða króna, umfram núverandi áætlanir, á næstu þremur árum. Meðal verkefna sem hægt væri að hraða eru uppbygging Borgarlínu, tvöföldun Reykjanesbrautar og Suðurlandsvegar og aðrar brýnar vegaframkvæmdir víða um land. Að auki er brýn þörf á fjölgun hjúkrunarrýma sem ekki verður mætt á næstu misserum án stórátaks.2. Byggjum upp dreifikerfi raforku: Fjárfestingu í raforkukerfinu er verulega ábótavant eins og við höfum áþreifanlega verið minnt á í vetur. Stjórnvöld verða að ráðast í átak í uppbyggingu dreifikerfisins á landsbyggðinni og bæta tengingar á milli Þjórsársvæðisins og raforkuframleiðslu á Norðausturlandi. Síðast en ekki síst verður hún að rjúfa einangrun Vestfjarða í raforkumálum. Núverandi lagaumhverfi tryggir fjármögnun slíkra framkvæmda og við vitum hvaða framkvæmdir þarf að ráðast í. Það eina sem vantar er að tekin sé ákvörðun. Ríkið er beint og óbeint eigandi lang stærsta hluta dreifikerfis raforku. Það er tímabært að eigandinn beiti sér fyrir þessum nauðsynlegu umbótum.3. Minnkum skattlagningu á laun: Laun eru há á Íslandi í alþjóðlegum samanburði. Þannig viljum við auðvitað hafa það, enda viljum við að lífskjör séu hér í fremstu röð. Það er hins vegar ljóst að samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja hefur versnað á undanförnum árum. Skattlagning og aðrar álögur á laun eru háar hér á landi. Tryggingagjald að viðbættu lífeyrisiðgjaldi er sennilega óvíða hærra. Á sama tíma er viðbúið að störfum muni halda áfram að fækka verulega vegna tækniþróunar. Of miklar opinberar álögur á laun munu aðeins hraða þeirri þróun. Það er tímabært að taka þessa skattlagningu til endurskoðunar. Í því samhengi væri skynsamlegt að byrja á því að lækka tryggingagjald verulega. Þannig má betur viðhalda hér háu launastigi án þess að grafa undan samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.4. Lækkum vaxtastig og kostnað í bankakerfinu: Þegar kólnar í hagkerfinu geta vaxtalækkanir örvað almenna fjárfestingu og þannig örvað hagvöxt á nýjan leik. Þó svo Seðlabankinn hafi lækkað vexti verulega á undanförnum mánuðum eru vextir enn háir í alþjóðlegu samhengi. Að auki hafa vaxtalækkanir bankans ekki skilað sér að fullu til heimila og fyrirtækja. Ein megin ástæða þess eru séríslenskar álögur á fjármálakerfið. Í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við eru hvergi eru gerðar meiri kröfur hvað varðar eiginfjárhlutföll banka og hvergi eru sértækir skattar hærri. Þrátt fyrir þetta er enn ráðgert að auka við kröfur um eiginfjárhlutfall og stjórnvöld hafa frestað áformum um lækkun bankaskatts. Því til viðbótar virðist sem reglur um lausafjárhlutföll og gjaldeyrisinngrip Seðlabankans á undanförnum mánuðum hafi valdið lausafjárskorti í bankakerfinu. Vaxtamunur íslensku bankanna er nærri 3% á sama tíma og vaxtamunur stærri norrænna banka er um 1%. Að auki eru stýrivextir hér á landi um 2-3% hærri en í nágrannalöndum okkar, þrátt fyrir lækkanir undanfarinna mánaða. Þetta leiðir til 5-6% hærri fjármagnskostnaðar fyrir íslensk heimili og atvinnulíf. Það er aukinn kostnaður upp á rúmar 60 þúsund krónur á mánuði fyrir meðalheimili. Íslenska krónan skýrir auðvitað stærstan hluta þessa vaxtamunar og löngu tímabært að taka á þeim vanda. En það eru líka ráðstafanir sem við getum gripið til, til skemmri tíma. Slíkar tillögur til úrbóta má til dæmis finna í hvítbók um fjármálakerfið sem unnin var fyrir ríkisstjórnina fyrir rúmu ári. Vandamálið er að síðan þá hefur ekkert verið gert. Okkur skortir ekki lausnir, okkur skortir að þeim sé hrint strax í framkvæmd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Rúmlega átta þúsund manns voru atvinnulaus í desember. Fjöldi fólks án atvinnu hefur tvöfaldast á rétt rúmu ári og hafa ekki verið fleiri síðan 2013. Merki kólnunar í hagkerfinu sjást víða og hætt er við því að samdrátturinn verði heldur meiri og langvinnari en spáð hefur verið, verði ekkert að gert. Þótt engin ástæða sé til örvæntingar enn er rétti tíminn nú til að hið opinbera grípi til afgerandi aðgerða til að örva hagkerfið. Það vantar ekki hugmyndir eða verkefni. Það þarf ekki að stofna nýjan starfshóp eða nefnd og það vantar ekki fleiri skýrslur. Fjöldi mögulegra aðgerða liggja á teikniborðinu sem myndu hafa jákvæð áhrif. En það þarf að hafa hugrekki til að taka ákvarðanir og hrinda þeim í framkvæmd. Það er óvarlegt af ríkisstjórninni að gera ráð fyrir hröðum viðsnúningi, líkt og núverandi hagspá Hagstofunnar gengur út frá. Ekki er gert ráð fyrir neinni fjölgun ferðamanna á þessu ári og horfur virðast fremur hafa versnað samhliða útbreiðslu kórónaveirunnar. Horfur fyrir loðnuvertíð eru slæmar og samdráttur í byggingariðnaði mun einnig hafa talsverð áhrif enda um mjög stóra atvinnugrein að ræða. Þá er nýleg grein Gylfa Zoega, hagfræðings, í Vísbendingu allrar athygli verð. Þar bendir Gylfi á að mikil hækkun launa samhliða styrkingu krónunnar á undanförnum árum hafi grafið undan samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Ekki sé sjálfgefið að krónan muni veikjast á nýjan leik og því kunni það að óbreyttu að þýða langt tímabil hagræðingar, lítillar fjárfestingar og lítils hagvaxtar á Íslandi. Hér eru fjórar tillögur sem hægt væri að hrinda í framkvæmd hratt og örugglega til að örva hagkerfið á nýjan leik:1. Stórauknar fjárfestingar ríkissjóðs: Fjárfesting hins opinbera hefur verið of lítil undanfarinn áratug. Ætla má að uppsöfnuð þörf í innviðafjárfestingu sé í það minnsta 200-300 milljarðar króna. Ríkið gæti hæglega aukið fjárfestingar sínar um 100 milljarða króna, umfram núverandi áætlanir, á næstu þremur árum. Meðal verkefna sem hægt væri að hraða eru uppbygging Borgarlínu, tvöföldun Reykjanesbrautar og Suðurlandsvegar og aðrar brýnar vegaframkvæmdir víða um land. Að auki er brýn þörf á fjölgun hjúkrunarrýma sem ekki verður mætt á næstu misserum án stórátaks.2. Byggjum upp dreifikerfi raforku: Fjárfestingu í raforkukerfinu er verulega ábótavant eins og við höfum áþreifanlega verið minnt á í vetur. Stjórnvöld verða að ráðast í átak í uppbyggingu dreifikerfisins á landsbyggðinni og bæta tengingar á milli Þjórsársvæðisins og raforkuframleiðslu á Norðausturlandi. Síðast en ekki síst verður hún að rjúfa einangrun Vestfjarða í raforkumálum. Núverandi lagaumhverfi tryggir fjármögnun slíkra framkvæmda og við vitum hvaða framkvæmdir þarf að ráðast í. Það eina sem vantar er að tekin sé ákvörðun. Ríkið er beint og óbeint eigandi lang stærsta hluta dreifikerfis raforku. Það er tímabært að eigandinn beiti sér fyrir þessum nauðsynlegu umbótum.3. Minnkum skattlagningu á laun: Laun eru há á Íslandi í alþjóðlegum samanburði. Þannig viljum við auðvitað hafa það, enda viljum við að lífskjör séu hér í fremstu röð. Það er hins vegar ljóst að samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja hefur versnað á undanförnum árum. Skattlagning og aðrar álögur á laun eru háar hér á landi. Tryggingagjald að viðbættu lífeyrisiðgjaldi er sennilega óvíða hærra. Á sama tíma er viðbúið að störfum muni halda áfram að fækka verulega vegna tækniþróunar. Of miklar opinberar álögur á laun munu aðeins hraða þeirri þróun. Það er tímabært að taka þessa skattlagningu til endurskoðunar. Í því samhengi væri skynsamlegt að byrja á því að lækka tryggingagjald verulega. Þannig má betur viðhalda hér háu launastigi án þess að grafa undan samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.4. Lækkum vaxtastig og kostnað í bankakerfinu: Þegar kólnar í hagkerfinu geta vaxtalækkanir örvað almenna fjárfestingu og þannig örvað hagvöxt á nýjan leik. Þó svo Seðlabankinn hafi lækkað vexti verulega á undanförnum mánuðum eru vextir enn háir í alþjóðlegu samhengi. Að auki hafa vaxtalækkanir bankans ekki skilað sér að fullu til heimila og fyrirtækja. Ein megin ástæða þess eru séríslenskar álögur á fjármálakerfið. Í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við eru hvergi eru gerðar meiri kröfur hvað varðar eiginfjárhlutföll banka og hvergi eru sértækir skattar hærri. Þrátt fyrir þetta er enn ráðgert að auka við kröfur um eiginfjárhlutfall og stjórnvöld hafa frestað áformum um lækkun bankaskatts. Því til viðbótar virðist sem reglur um lausafjárhlutföll og gjaldeyrisinngrip Seðlabankans á undanförnum mánuðum hafi valdið lausafjárskorti í bankakerfinu. Vaxtamunur íslensku bankanna er nærri 3% á sama tíma og vaxtamunur stærri norrænna banka er um 1%. Að auki eru stýrivextir hér á landi um 2-3% hærri en í nágrannalöndum okkar, þrátt fyrir lækkanir undanfarinna mánaða. Þetta leiðir til 5-6% hærri fjármagnskostnaðar fyrir íslensk heimili og atvinnulíf. Það er aukinn kostnaður upp á rúmar 60 þúsund krónur á mánuði fyrir meðalheimili. Íslenska krónan skýrir auðvitað stærstan hluta þessa vaxtamunar og löngu tímabært að taka á þeim vanda. En það eru líka ráðstafanir sem við getum gripið til, til skemmri tíma. Slíkar tillögur til úrbóta má til dæmis finna í hvítbók um fjármálakerfið sem unnin var fyrir ríkisstjórnina fyrir rúmu ári. Vandamálið er að síðan þá hefur ekkert verið gert. Okkur skortir ekki lausnir, okkur skortir að þeim sé hrint strax í framkvæmd.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun