Andri Már boðar nýja nálgun á íslenskan ferðamarkað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. janúar 2020 09:00 Andri Már Ingólfsson, stofnandi Aventura. Vísir/Aðsend Aventura Holidays, ný ferðaskrifstofa á vegum Andra Más Ingólfssonar, fyrrum eiganda Primera Travel, mun hefja sölu á ferðum í næsta mánuði. Þetta kemur fram á vefsíðu ferðaskrifstofunnar.Ferðamálavefurinn Túristi greindi fyrst frá þessu. Í atvinnuauglýsingu frá Aventura sem birtist í desember kom fram að ferðaskrifstofan myndi hefja rekstur í janúar. Því virðist nú hafa verið frestað, en á vef skrifstofunnar kemur ekki fram hvenær í febrúar sala komi til með að hefjast. Á vefnum kemur fram að skrifstofan ætli sér að bjóða upp á ferðir með 600 flugfélögum, tvær milljónir hótelherbergja og „vinsælustu áfangastaðina.“ Í samtali við Vísi segir Andri Már að ekki liggi nákvæmlega fyrir hvenær í febrúar rekstur muni hefjast. „Það er að mörgu að hyggja og við viljum ekki fara af stað fyrr en allt er tilbúið,“ segir Andri Már í samtali við Vísi. Andri Már segir þá ekki tímabært að gefa upp til hvaða áfangastaða tilvonandi viðskiptavinum Aventura muni bjóðast að ferðast. Hann boðar þó „löngu tímabæra“ nýja nálgun á íslenskan ferðamarkað og nýja möguleika fyrir íslenskra ferðalanga. Aventura Holidays auglýsti eins og áður sagði eftir starfsfólki í lok síðasta árs. Andri Már segir að búið sé að ráða í vel flestar stöður, en verið sé að meta hvort fylla þurfi nokkrar í viðbót. Ákvörðun um það verði tekin þegar rekstur verði hafinn. Mikið af umsóknum hafi borist í kjölfar atvinnuauglýsingarinnar. „Það var sérstaklega gleðilegt að sjá, við fengum mörg hundruð umsóknir. Við áttum ekki von á því. Viðbrögðin voru frábær,“ segir Andri. Hann segir jafnframt að ferðaskrifstofuleyfi félagsins verði gefið út í næstu viku. Þá verði fyrirtækinu ekkert að vanbúnaði. „Síðan förum við bara að ýta úr vör,“ segir Andri Már að lokum. Ferðalög Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stofnandi Primera Air kemur á fót nýrri ferðaskrifstofu Andri Már Ingólfsson, stofnandi flugfélagsins Primera Air, er búinn að stofna ferðaskrifstofu undir nafninu Aventura Holidays. 29. desember 2019 20:03 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Aventura Holidays, ný ferðaskrifstofa á vegum Andra Más Ingólfssonar, fyrrum eiganda Primera Travel, mun hefja sölu á ferðum í næsta mánuði. Þetta kemur fram á vefsíðu ferðaskrifstofunnar.Ferðamálavefurinn Túristi greindi fyrst frá þessu. Í atvinnuauglýsingu frá Aventura sem birtist í desember kom fram að ferðaskrifstofan myndi hefja rekstur í janúar. Því virðist nú hafa verið frestað, en á vef skrifstofunnar kemur ekki fram hvenær í febrúar sala komi til með að hefjast. Á vefnum kemur fram að skrifstofan ætli sér að bjóða upp á ferðir með 600 flugfélögum, tvær milljónir hótelherbergja og „vinsælustu áfangastaðina.“ Í samtali við Vísi segir Andri Már að ekki liggi nákvæmlega fyrir hvenær í febrúar rekstur muni hefjast. „Það er að mörgu að hyggja og við viljum ekki fara af stað fyrr en allt er tilbúið,“ segir Andri Már í samtali við Vísi. Andri Már segir þá ekki tímabært að gefa upp til hvaða áfangastaða tilvonandi viðskiptavinum Aventura muni bjóðast að ferðast. Hann boðar þó „löngu tímabæra“ nýja nálgun á íslenskan ferðamarkað og nýja möguleika fyrir íslenskra ferðalanga. Aventura Holidays auglýsti eins og áður sagði eftir starfsfólki í lok síðasta árs. Andri Már segir að búið sé að ráða í vel flestar stöður, en verið sé að meta hvort fylla þurfi nokkrar í viðbót. Ákvörðun um það verði tekin þegar rekstur verði hafinn. Mikið af umsóknum hafi borist í kjölfar atvinnuauglýsingarinnar. „Það var sérstaklega gleðilegt að sjá, við fengum mörg hundruð umsóknir. Við áttum ekki von á því. Viðbrögðin voru frábær,“ segir Andri. Hann segir jafnframt að ferðaskrifstofuleyfi félagsins verði gefið út í næstu viku. Þá verði fyrirtækinu ekkert að vanbúnaði. „Síðan förum við bara að ýta úr vör,“ segir Andri Már að lokum.
Ferðalög Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stofnandi Primera Air kemur á fót nýrri ferðaskrifstofu Andri Már Ingólfsson, stofnandi flugfélagsins Primera Air, er búinn að stofna ferðaskrifstofu undir nafninu Aventura Holidays. 29. desember 2019 20:03 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Stofnandi Primera Air kemur á fót nýrri ferðaskrifstofu Andri Már Ingólfsson, stofnandi flugfélagsins Primera Air, er búinn að stofna ferðaskrifstofu undir nafninu Aventura Holidays. 29. desember 2019 20:03