Erindi Atla um meint lögregluofbeldi sent til héraðssaksóknara Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2020 07:00 Atli Jasonarson segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti hans við lögreglu síðastliðið sumar. Vísir/Vilhelm Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefur sent erindi Atla Jasonarsonar til héraðssaksóknara, sem þarf nú að taka afstöðu til hvort að framferði lögreglumanns gagnvart Atla þegar hann var handtekinn síðastliðið sumar, gefi tilefni til rannsóknar embættisins. Atli, starfsmaður á Vistheimili barna og háskólanemi, lýsti því í viðtali við Vísi fyrr á árinu hvernig lögreglumaður hafi gefið honum tvö þéttingsföst olnbogaskot í baksæti lögreglubíls eftir að hann var handtekinn, að því er virðist án mikils tilefnis. Atli var handtekinn eftir að hafa hringt á aðstoð fyrir eldri konu sem lá meðvitundarlaus í Austurstræti í miðborg Reykjavíkur þann 4. júlí á síðasta ári.Sjá einnig: Sakar lögreglumann um ofbeldi eftir að hafa hringt á aðstoð fyrir meðvitundarlausa konuFljótlega eftir viðskipti Atla við lögreglumanninn tilkynnti Atli framferði hans til nefndar um eftirlit með lögreglu, sem tekur til athugunar mál sem varða ætluð refsiverð brot starfsmanna lögreglu, ámælisverða háttsemi eða framkomu starfsmanna lögreglu. Tæplega hálft ár leið frá því að Atli tilkynnti málið til nefndarinnar þangað til hann fékk svör um afgreiðslu þess, í síðustu viku. Héraðssaksóknari þarf nú að skoða hvort erindi Atla gefi tilefni til rannsóknar.vísir/vilhelm Nefndin tekur ekki afstöðu en ber lagaleg skylda til að senda málið áfram vegna vafa Í bréfi sem barst Atla í síðustu viku frá nefndinni kemur fram að það falli ekki undir verksvið nefndarinnar að taka afstöðu til þess hvort tiltekin háttsemi sé refsiverð, hvort hún gefi tilefni til ákæru eða tilefni til rannsóknar. Í bréfinu segir hins vegar að í erindi Atla til nefndarinnar sé lýsing á háttsemi starfsmanns lögreglu sem mögulega kunni að falla undir refsiákvæði laga. Leiki vafi á hvort um refsivert athæfi sé að ræða beri nefndinni lagaleg skylda til þess að senda erindið til héraðssaksóknara eða ríkissaksóknara sem leggi mat á það hvort efni séu til að hefja rannsókn. Í bréfi nefndarinnar til Atla kemur eftirfarandi fram: „Á grundvelli þessara sjónarmiða telur nefnd um eftirlit með lögreglu rétt að senda erindið til meðferðar héraðssaksóknara, m.a. svo embættið geti tekið afstöðu til þess hvort málið og gögn um atvik þess gefi tilefni til rannsóknar“ Segir lítið myndbandsefni til Í samtali við Vísi segist Atli vera ánægður með að hreyfing sé komin á málið hjá nefndinni eftir tæplega hálft ár, en samkvæmt reglugerð um nefndina á hún að hraða málum eins og hægt er og að jafnaði ljúka meðferð þess innan mánaðar frá því að tilkynning er móttekin.Í yfirlýsingu frá lögreglunni vegna málsins sem gefin var út eftir að fjölmiðlar fjölluðu um handtökuna fyrr í mánuðinum sagði lögreglan að öllum gögnum málsins, meðal annars upptökum úr myndavélum, hafi verið safnað saman og þau send nefnd um eftirlit með störfum lögreglu í lok ágúst 2019.Atli segist í fyrradag hafa farið á fund hjá lögreglu þar sem hann óskaði eftir að sjá hin tilteknu myndbandsgögn, í von um að hið meinta framferði lögreglumannsins hafi náðst á myndband. Svo virðist ekki hafa verið.„Það var nánast ekkert myndbandsefni. Það sást þarna pínulítið úr öðrum bílnum á meðan ég stóð þarna í járnum. Ég sást standandi þarna í nokkrar mínútur,“ segir Atli. Atli var handtekinn síðastliðið sumar.Vísir/Vilhelm Segist hafa fengið þær upplýsingar að stundum gleymist að kveikja á myndavélum Segist hann hafa fengið þær upplýsingar að annað hvort hafi lögreglumaðurinn umræddi ekki verið með búkmyndavél eða ekki hafi verið kveikt á henni. Rétt er að taka fram að tíu búkmyndavélar voru teknar í notkun hjá lögreglunni í tilraunaskyni árið 2016. Lögreglan festi kaup á 40 búkmyndavélum sumarið 2019 en þær voru teknar í notkun undir lok ágústmánaðar á síðasta ári, tæpum tveimur mánuðum eftir handtöku Atla. Um borð í lögreglubílum eru eftirlitsmyndavélar sem eiga að vísa að aftursæti bílsins. Hafði Atli gert sér vonir um að framferði lögreglumannsins hafði náðst á slíka myndavél. Svo reyndist ekki vera. „Starfsmaður lögreglunnar sagði við mig að stundum væri ekki kveikt á þeim. Það væri í verkahring lögreglumannanna sjálfra að kveikja á þeim og það væri stundum þannig að þeir bara gerðu það ekki. Það var orðað þannig að þeir bara gleymdu því stundum sem mér finnst dálítið heppilegt,“ segir Atli. Í flestum tilfellum þarf að kveikja handvirkt á upptöku Í svari lögreglunnar á höfuðborgarsvæðunu við fyrirspurn Vísis um fyrirkomulag myndavélabúnaðar í lögreglubílum kemur fram að af um 40 eftirlitsbifreiðum sé myndavélabúnaður í öllum nema tveimur sem eru á leið úr þjónustu embættisins.Þær vísi á þann stað þar sem handteknir einstaklingar séu almennt staðsettir við flutning. Í flestumtilfellum þarf að kveikja handvirkt á upptöku en í nokkrum lögreglubílum ræsist upptaka ef ljós er kveikt í flutningsrýminu.Ekki eru til sérstök skrásett viðmið um notkun eftirlitsmyndavéla sem staðsettar eru í lögregubílum. Hins vegar vinnur lögreglan eftir viðmiðum og reglum sem finna megi í lögum um persónuvernd og lögum um vinnslu persónupplýsinga í löggæslutilgangi, sem og sakamálalaga. Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Sakar lögreglumann um ofbeldi eftir að hafa hringt á aðstoð fyrir meðvitundarlausa konu Atli Jasonarson, starfsmaður á Vistheimili barna og háskólanemi, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við lögregluna síðastliðið sumar. 9. janúar 2020 10:30 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira
Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefur sent erindi Atla Jasonarsonar til héraðssaksóknara, sem þarf nú að taka afstöðu til hvort að framferði lögreglumanns gagnvart Atla þegar hann var handtekinn síðastliðið sumar, gefi tilefni til rannsóknar embættisins. Atli, starfsmaður á Vistheimili barna og háskólanemi, lýsti því í viðtali við Vísi fyrr á árinu hvernig lögreglumaður hafi gefið honum tvö þéttingsföst olnbogaskot í baksæti lögreglubíls eftir að hann var handtekinn, að því er virðist án mikils tilefnis. Atli var handtekinn eftir að hafa hringt á aðstoð fyrir eldri konu sem lá meðvitundarlaus í Austurstræti í miðborg Reykjavíkur þann 4. júlí á síðasta ári.Sjá einnig: Sakar lögreglumann um ofbeldi eftir að hafa hringt á aðstoð fyrir meðvitundarlausa konuFljótlega eftir viðskipti Atla við lögreglumanninn tilkynnti Atli framferði hans til nefndar um eftirlit með lögreglu, sem tekur til athugunar mál sem varða ætluð refsiverð brot starfsmanna lögreglu, ámælisverða háttsemi eða framkomu starfsmanna lögreglu. Tæplega hálft ár leið frá því að Atli tilkynnti málið til nefndarinnar þangað til hann fékk svör um afgreiðslu þess, í síðustu viku. Héraðssaksóknari þarf nú að skoða hvort erindi Atla gefi tilefni til rannsóknar.vísir/vilhelm Nefndin tekur ekki afstöðu en ber lagaleg skylda til að senda málið áfram vegna vafa Í bréfi sem barst Atla í síðustu viku frá nefndinni kemur fram að það falli ekki undir verksvið nefndarinnar að taka afstöðu til þess hvort tiltekin háttsemi sé refsiverð, hvort hún gefi tilefni til ákæru eða tilefni til rannsóknar. Í bréfinu segir hins vegar að í erindi Atla til nefndarinnar sé lýsing á háttsemi starfsmanns lögreglu sem mögulega kunni að falla undir refsiákvæði laga. Leiki vafi á hvort um refsivert athæfi sé að ræða beri nefndinni lagaleg skylda til þess að senda erindið til héraðssaksóknara eða ríkissaksóknara sem leggi mat á það hvort efni séu til að hefja rannsókn. Í bréfi nefndarinnar til Atla kemur eftirfarandi fram: „Á grundvelli þessara sjónarmiða telur nefnd um eftirlit með lögreglu rétt að senda erindið til meðferðar héraðssaksóknara, m.a. svo embættið geti tekið afstöðu til þess hvort málið og gögn um atvik þess gefi tilefni til rannsóknar“ Segir lítið myndbandsefni til Í samtali við Vísi segist Atli vera ánægður með að hreyfing sé komin á málið hjá nefndinni eftir tæplega hálft ár, en samkvæmt reglugerð um nefndina á hún að hraða málum eins og hægt er og að jafnaði ljúka meðferð þess innan mánaðar frá því að tilkynning er móttekin.Í yfirlýsingu frá lögreglunni vegna málsins sem gefin var út eftir að fjölmiðlar fjölluðu um handtökuna fyrr í mánuðinum sagði lögreglan að öllum gögnum málsins, meðal annars upptökum úr myndavélum, hafi verið safnað saman og þau send nefnd um eftirlit með störfum lögreglu í lok ágúst 2019.Atli segist í fyrradag hafa farið á fund hjá lögreglu þar sem hann óskaði eftir að sjá hin tilteknu myndbandsgögn, í von um að hið meinta framferði lögreglumannsins hafi náðst á myndband. Svo virðist ekki hafa verið.„Það var nánast ekkert myndbandsefni. Það sást þarna pínulítið úr öðrum bílnum á meðan ég stóð þarna í járnum. Ég sást standandi þarna í nokkrar mínútur,“ segir Atli. Atli var handtekinn síðastliðið sumar.Vísir/Vilhelm Segist hafa fengið þær upplýsingar að stundum gleymist að kveikja á myndavélum Segist hann hafa fengið þær upplýsingar að annað hvort hafi lögreglumaðurinn umræddi ekki verið með búkmyndavél eða ekki hafi verið kveikt á henni. Rétt er að taka fram að tíu búkmyndavélar voru teknar í notkun hjá lögreglunni í tilraunaskyni árið 2016. Lögreglan festi kaup á 40 búkmyndavélum sumarið 2019 en þær voru teknar í notkun undir lok ágústmánaðar á síðasta ári, tæpum tveimur mánuðum eftir handtöku Atla. Um borð í lögreglubílum eru eftirlitsmyndavélar sem eiga að vísa að aftursæti bílsins. Hafði Atli gert sér vonir um að framferði lögreglumannsins hafði náðst á slíka myndavél. Svo reyndist ekki vera. „Starfsmaður lögreglunnar sagði við mig að stundum væri ekki kveikt á þeim. Það væri í verkahring lögreglumannanna sjálfra að kveikja á þeim og það væri stundum þannig að þeir bara gerðu það ekki. Það var orðað þannig að þeir bara gleymdu því stundum sem mér finnst dálítið heppilegt,“ segir Atli. Í flestum tilfellum þarf að kveikja handvirkt á upptöku Í svari lögreglunnar á höfuðborgarsvæðunu við fyrirspurn Vísis um fyrirkomulag myndavélabúnaðar í lögreglubílum kemur fram að af um 40 eftirlitsbifreiðum sé myndavélabúnaður í öllum nema tveimur sem eru á leið úr þjónustu embættisins.Þær vísi á þann stað þar sem handteknir einstaklingar séu almennt staðsettir við flutning. Í flestumtilfellum þarf að kveikja handvirkt á upptöku en í nokkrum lögreglubílum ræsist upptaka ef ljós er kveikt í flutningsrýminu.Ekki eru til sérstök skrásett viðmið um notkun eftirlitsmyndavéla sem staðsettar eru í lögregubílum. Hins vegar vinnur lögreglan eftir viðmiðum og reglum sem finna megi í lögum um persónuvernd og lögum um vinnslu persónupplýsinga í löggæslutilgangi, sem og sakamálalaga.
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Sakar lögreglumann um ofbeldi eftir að hafa hringt á aðstoð fyrir meðvitundarlausa konu Atli Jasonarson, starfsmaður á Vistheimili barna og háskólanemi, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við lögregluna síðastliðið sumar. 9. janúar 2020 10:30 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fleiri fréttir Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Sjá meira
Sakar lögreglumann um ofbeldi eftir að hafa hringt á aðstoð fyrir meðvitundarlausa konu Atli Jasonarson, starfsmaður á Vistheimili barna og háskólanemi, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við lögregluna síðastliðið sumar. 9. janúar 2020 10:30