Óskar Hrafn vill ekki fjölga liðum í efstu deild: Myndi þynna deildina út Anton Ingi Leifsson skrifar 30. janúar 2020 19:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem tók við liði Breiðabliks í haust, er ekki sammála tillögu Skagamanna að fjölga liðum í efstu deild karla. Hugmyndir hafa verið um að lengja Íslandsmótið og ÍA hefur lagt fram tillögu á ársþingi KSÍ sem fer fram í næsta mánuði. Þar setja þar fram tillögu um að fjölga liðum í efstu deild karla í áföngum; fyrst í fjórtán lið og svo síðar meir í sextán lið. Óskar Hrafn ræddi þetta við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. „Ef eitthvað væri þá hefði ég viljað fá færri lið. Tíu lið og fjölga leikjum á einhvern annan hátt en að fjölga liðunum,“ sagði Óskar. „Reynslan hefur sýnt undanfarin ár að í tólf liða deild hafa verið lið sem hafa átt í miklu basli og hafa átt erfitt tímabil. Þar af leiðandi fallið með fá stig.“ „Ef við myndum fjölga þeim enn frekar er hætta að þetta myndi þynnast út. Ef við skoðum í kringum okkur, Danir vilja fara í tólf lið og flestar deildir eru þetta á bilinu 8-12 lið. Fæstar deildir fara yfir það.“ „Þó að það sé gaman fyrir alla að spila í efstu deild þá held ég að hugmyndin að fara í fjórtán lið myndi þynna deildina út.“ Hann segir þó að fjölga þyrfi leikjum svo leikmennirnir geta orðið betri en hvernig það eigi að gera það er hann ekki viss um. „Það væri ákjósanlegt. Ég held að allir séu sammála því að þeir vilja fleiri leiki. Ég er ekki viss hver sé nákvæmlega besta leiðin; hvort að það sé í þrefalda umferð eða tvöfalda umferð og útsláttarkeppni.“ „Svo eru aðrir sem vilja fjölga og fara upp í sextán lið á tíma. Ef maður horfir til sögunnar þá hefði ég áhyggjur að því að gæðin yrði ekki nógu góð.“ „Það þarf hins vegar að fjölga leikjum og lengja tímabilið og búa til leiki sem skipta máli.“ Hann segir að ákjósanlegt væri að tímabilið yrði lengra, einnig leikmannanna vegna. „Ef tímabilið myndi byrja í byrjun mars og klárast í lok október þá yrði einbeiting leikmanna betri þegar keppnistímabilið er í gangi. Alvaran er meiri,“ sagði Óskar. Allt innslagið má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem tók við liði Breiðabliks í haust, er ekki sammála tillögu Skagamanna að fjölga liðum í efstu deild karla. Hugmyndir hafa verið um að lengja Íslandsmótið og ÍA hefur lagt fram tillögu á ársþingi KSÍ sem fer fram í næsta mánuði. Þar setja þar fram tillögu um að fjölga liðum í efstu deild karla í áföngum; fyrst í fjórtán lið og svo síðar meir í sextán lið. Óskar Hrafn ræddi þetta við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. „Ef eitthvað væri þá hefði ég viljað fá færri lið. Tíu lið og fjölga leikjum á einhvern annan hátt en að fjölga liðunum,“ sagði Óskar. „Reynslan hefur sýnt undanfarin ár að í tólf liða deild hafa verið lið sem hafa átt í miklu basli og hafa átt erfitt tímabil. Þar af leiðandi fallið með fá stig.“ „Ef við myndum fjölga þeim enn frekar er hætta að þetta myndi þynnast út. Ef við skoðum í kringum okkur, Danir vilja fara í tólf lið og flestar deildir eru þetta á bilinu 8-12 lið. Fæstar deildir fara yfir það.“ „Þó að það sé gaman fyrir alla að spila í efstu deild þá held ég að hugmyndin að fara í fjórtán lið myndi þynna deildina út.“ Hann segir þó að fjölga þyrfi leikjum svo leikmennirnir geta orðið betri en hvernig það eigi að gera það er hann ekki viss um. „Það væri ákjósanlegt. Ég held að allir séu sammála því að þeir vilja fleiri leiki. Ég er ekki viss hver sé nákvæmlega besta leiðin; hvort að það sé í þrefalda umferð eða tvöfalda umferð og útsláttarkeppni.“ „Svo eru aðrir sem vilja fjölga og fara upp í sextán lið á tíma. Ef maður horfir til sögunnar þá hefði ég áhyggjur að því að gæðin yrði ekki nógu góð.“ „Það þarf hins vegar að fjölga leikjum og lengja tímabilið og búa til leiki sem skipta máli.“ Hann segir að ákjósanlegt væri að tímabilið yrði lengra, einnig leikmannanna vegna. „Ef tímabilið myndi byrja í byrjun mars og klárast í lok október þá yrði einbeiting leikmanna betri þegar keppnistímabilið er í gangi. Alvaran er meiri,“ sagði Óskar. Allt innslagið má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn