Kona sem segir Trump hafa nauðgað sér vill erfðaefni hans Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2020 22:50 Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar. AP/Craig Ruttle Lögmenn E. Jean Carroll, sem sakað hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hafa nauðgað sér í lok ársins 1995 eða upphafi 1996 hafa farið fram á að fá sýni af erfðaefni forsetans. Það sýni á að bera saman við sýni á kjól sem hún var í þegar hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað. Carroll sagðist hafa hitt Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle. Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar. Hún hefur höfðað mál gegn Trump fyrir meiðyrði eftir að hann neitaði ásökunum hennar og sagðist aldrei hafa hitt hana. Það er þó til mynd af þeim frá árinu 1987 þar sem Trump og Carroll eru saman með mökum sínum. Sjá einnig: Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun AP fréttaveitan segir að sérfræðingar hafi fundið erfðaefni úr minnst fjórum einstaklingum á áðurnefndum kjól og að þar af sé einn óþekktur karlmaður. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir skýrslu sérfræðinganna sem framkvæmdu rannsóknina. Í yfirlýsingu frá Carroll segir að með því að bera það erfðaefni við Trump væri hægt að sanna að hann hafi hitt hana, hann hafi brotið á henni og svo logið því að hafa ekki hitt hana. Roberta Kaplan, einn lögmanna Carroll, sagði AP fréttaveitunni að það eina sem þau þyrftu væri munnvatn úr forsetanum og hann ætti í raun ekki að geta neitað því. Hingað til hafa lögmenn Trump reynt að fá málinu vísað frá dómstólum en dómari hafnaði því í fyrra. Kærur fyrir meiðyrði í tengslum við kynferðisbrot eru tíðar í Bandaríkjunum. Ásakanir um kynferðisbrot eru oft orð gegn orði. Ásakanir um meiðyrði eru oftast af öðru sniði og þannig reynir fólk að koma kynferðisbrotum fyrir dóm með því að kæra meinta gerendur fyrir meiðyrði, þegar þeir neita fyrri ásökununum. Til að sannreyna hvort að um meiðyrði sé að ræða, þarf fyrst að reyna að sanna hvort að fyrra brotið hafi átt sér stað eða ekki. Hvorki Hvíta húsið né einkalögmaður Trump vildu tjá sig við AP vegna fréttarinnar. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Lögmenn E. Jean Carroll, sem sakað hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hafa nauðgað sér í lok ársins 1995 eða upphafi 1996 hafa farið fram á að fá sýni af erfðaefni forsetans. Það sýni á að bera saman við sýni á kjól sem hún var í þegar hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað. Carroll sagðist hafa hitt Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle. Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar. Hún hefur höfðað mál gegn Trump fyrir meiðyrði eftir að hann neitaði ásökunum hennar og sagðist aldrei hafa hitt hana. Það er þó til mynd af þeim frá árinu 1987 þar sem Trump og Carroll eru saman með mökum sínum. Sjá einnig: Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun AP fréttaveitan segir að sérfræðingar hafi fundið erfðaefni úr minnst fjórum einstaklingum á áðurnefndum kjól og að þar af sé einn óþekktur karlmaður. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir skýrslu sérfræðinganna sem framkvæmdu rannsóknina. Í yfirlýsingu frá Carroll segir að með því að bera það erfðaefni við Trump væri hægt að sanna að hann hafi hitt hana, hann hafi brotið á henni og svo logið því að hafa ekki hitt hana. Roberta Kaplan, einn lögmanna Carroll, sagði AP fréttaveitunni að það eina sem þau þyrftu væri munnvatn úr forsetanum og hann ætti í raun ekki að geta neitað því. Hingað til hafa lögmenn Trump reynt að fá málinu vísað frá dómstólum en dómari hafnaði því í fyrra. Kærur fyrir meiðyrði í tengslum við kynferðisbrot eru tíðar í Bandaríkjunum. Ásakanir um kynferðisbrot eru oft orð gegn orði. Ásakanir um meiðyrði eru oftast af öðru sniði og þannig reynir fólk að koma kynferðisbrotum fyrir dóm með því að kæra meinta gerendur fyrir meiðyrði, þegar þeir neita fyrri ásökununum. Til að sannreyna hvort að um meiðyrði sé að ræða, þarf fyrst að reyna að sanna hvort að fyrra brotið hafi átt sér stað eða ekki. Hvorki Hvíta húsið né einkalögmaður Trump vildu tjá sig við AP vegna fréttarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira