Fjarðabyggð – Öflugt fjölskyldusamfélag Karl Óttar Pétursson skrifar 31. janúar 2020 09:00 Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu og það fjölmennasta á Austurlandi, með rúmlega 5.000 íbúa. Sveitarfélagið er víðfeðmt og byggðakjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Syðst er Breiðdalsvík, þá Stöðvarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Norðfjörður og nyrst er síðan Brekkuþorp í Mjóafirði. Allir hafa byggðakjarnarnir sín sérkenni, stórbrotna náttúru og tignarleg fjöll. En í Fjarðabyggð eru stórbrotin náttúra og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Fjarðabyggð ætlar sér að vera í fremstu röð sem góður staður fyrir fjölskyldur og þess vegna hefur verið lagður ríkur metnaður í stuðningi við þær. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur undirstrikað þessar áherslur með ákvörðunum sínum að undanförnu sem byggja undir öflugt og gott samfélag þar sem málefni fjölskyldna eru í forgrunni. Þannig hefur fjármunum verið forgangsraðað í þágu fjölskyldna og rík áhersla lögð á stefnumótun í málaflokkum sem snúa að þeim. Öflugt og metnaðarfullt skólastarf Öflugir grunnskólar, leikskólar og tónlistarskólar eru starfræktir í byggðarkjörnum Fjarðabyggðar og er sveitarfélagið afar stolt af því góða starfi sem þar er unnið. Í ný samþykktri fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar felast metnaðarfull markmið sem snerta málefni fjölskyldunnar á víðtækum grunni. Meginmarkmið stefnunnar er að íbúar, ungir sem aldnir, þroski hæfileika sína sér og öðrum til góðs í samfélagi sem einkennist af virðingu fyrir mannlífi og náttúru. Stefnunni fylgja áherslur til næstu þriggja ára en í þeim felast tækifæri til að bæta umhverfi og aðstæður samfélagsins sem við búum í. Skólastarf í Fjarðabyggð hefur blómstrað undanfarinn ár, og er það ekki síst að þakka því öfluga starfsfólki sem þar vinnur. Í skólastofnunum Fjarðabyggðar starfar afar góður hópur starfsfólks sem veitir nemendum sínum, og íbúum sveitarfélagsins, framúrskarandi þjónustu. Þá hefur einnig mikill metnaður verið lagður í uppbyggingu skólamannvirkja og endurbætur þeirra undanfarin ár. Nú síðast hefur verið unnið að stækkun Leikskólans Lyngholts á Reyðarfirði auk þess sem umtalsverðar umbætur hafa verið gerðar á húsnæði Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla á Breiðdalsvík. Framundan er svo hönnun stækkunar við leikskólann Dalborg á Eskifirði og gert er ráð fyrir að framkvæmdir við hana hefjist á árinu 2021. Gjaldskrár sem standast allan samanburð Áhersla hefur verið lögð á það að gjöld sem leggjast á fjölskyldufólk sé haldið eins lágum og unnt er. Þannig standast gjaldskrár grunn- og leikskóla allan samanburð á landsvísu. Samkvæmt athugun Verðlagseftirlits ASÍ í janúar 2020 er verð fyrir skólamáltíðir lægst í Fjarðabyggð og einnig eru heildargjöld fyrir skóladagvist og skólamáltíðir lægst í Fjarðabyggð þegar horft er á 15 af stærstu sveitarfélögum landsins. Þá sýnir athugunin líka að gjöld fyrir leikskólavist eru með þeim lægstu í Fjarðabyggð í þessum sama hóp. Af þessum frábæra árangri erum við að sjálfsögðu afar stolt og að sjálfsögðu verður haldið áfram á sömu braut. Frá og með 1. ágúst 2020 mun verð skólamáltíða lækka enn frekar og þannig verða stigin enn frekari skref í átt að gjaldfrjálsum skólamáltíðum í Fjarðabyggð. Með þessu vill sveitarfélagið leggja sitt af mörkum til að létta undir með barnafjölskyldum, auka jafnræði og tryggja að mismunun eigi sér ekki stað á grundvelli efnahags. Fjarðabyggð er góður staður fyrir fjölskyldur Að fá að ala upp börn í Fjarðabyggð er að mínu mati forréttindi. Samfélögin í byggðarlögum Fjarðabyggðar eru fyrir það fyrsta afar samheldin, og nálægðin við náttúruna gefur okkur sem hér búum ómetanleg tækifæri í leik og starfi. Einnig eru afþreyingar- og tómstundamöguleikar fyrir börn fjölbreyttir og flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Þá skiptir ekki síður máli hið öfluga og metnaðarfulla skólastarf sem hér er rekið á öllum skólastigum, gott utanumhald um fjölskyldur og sú áhersla sem lögð hefur verið á málefni þeirra. Fjarðabyggð mun kappkosta að vera áfram í fremstu röð íslenskra sveitarfélaga þegar kemur að málefnum fjölskyldna, og gera þannig Fjarðabyggð að góðum stað fyrir fjölskyldur að búa á. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu og það fjölmennasta á Austurlandi, með rúmlega 5.000 íbúa. Sveitarfélagið er víðfeðmt og byggðakjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Syðst er Breiðdalsvík, þá Stöðvarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Norðfjörður og nyrst er síðan Brekkuþorp í Mjóafirði. Allir hafa byggðakjarnarnir sín sérkenni, stórbrotna náttúru og tignarleg fjöll. En í Fjarðabyggð eru stórbrotin náttúra og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Fjarðabyggð ætlar sér að vera í fremstu röð sem góður staður fyrir fjölskyldur og þess vegna hefur verið lagður ríkur metnaður í stuðningi við þær. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur undirstrikað þessar áherslur með ákvörðunum sínum að undanförnu sem byggja undir öflugt og gott samfélag þar sem málefni fjölskyldna eru í forgrunni. Þannig hefur fjármunum verið forgangsraðað í þágu fjölskyldna og rík áhersla lögð á stefnumótun í málaflokkum sem snúa að þeim. Öflugt og metnaðarfullt skólastarf Öflugir grunnskólar, leikskólar og tónlistarskólar eru starfræktir í byggðarkjörnum Fjarðabyggðar og er sveitarfélagið afar stolt af því góða starfi sem þar er unnið. Í ný samþykktri fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar felast metnaðarfull markmið sem snerta málefni fjölskyldunnar á víðtækum grunni. Meginmarkmið stefnunnar er að íbúar, ungir sem aldnir, þroski hæfileika sína sér og öðrum til góðs í samfélagi sem einkennist af virðingu fyrir mannlífi og náttúru. Stefnunni fylgja áherslur til næstu þriggja ára en í þeim felast tækifæri til að bæta umhverfi og aðstæður samfélagsins sem við búum í. Skólastarf í Fjarðabyggð hefur blómstrað undanfarinn ár, og er það ekki síst að þakka því öfluga starfsfólki sem þar vinnur. Í skólastofnunum Fjarðabyggðar starfar afar góður hópur starfsfólks sem veitir nemendum sínum, og íbúum sveitarfélagsins, framúrskarandi þjónustu. Þá hefur einnig mikill metnaður verið lagður í uppbyggingu skólamannvirkja og endurbætur þeirra undanfarin ár. Nú síðast hefur verið unnið að stækkun Leikskólans Lyngholts á Reyðarfirði auk þess sem umtalsverðar umbætur hafa verið gerðar á húsnæði Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla á Breiðdalsvík. Framundan er svo hönnun stækkunar við leikskólann Dalborg á Eskifirði og gert er ráð fyrir að framkvæmdir við hana hefjist á árinu 2021. Gjaldskrár sem standast allan samanburð Áhersla hefur verið lögð á það að gjöld sem leggjast á fjölskyldufólk sé haldið eins lágum og unnt er. Þannig standast gjaldskrár grunn- og leikskóla allan samanburð á landsvísu. Samkvæmt athugun Verðlagseftirlits ASÍ í janúar 2020 er verð fyrir skólamáltíðir lægst í Fjarðabyggð og einnig eru heildargjöld fyrir skóladagvist og skólamáltíðir lægst í Fjarðabyggð þegar horft er á 15 af stærstu sveitarfélögum landsins. Þá sýnir athugunin líka að gjöld fyrir leikskólavist eru með þeim lægstu í Fjarðabyggð í þessum sama hóp. Af þessum frábæra árangri erum við að sjálfsögðu afar stolt og að sjálfsögðu verður haldið áfram á sömu braut. Frá og með 1. ágúst 2020 mun verð skólamáltíða lækka enn frekar og þannig verða stigin enn frekari skref í átt að gjaldfrjálsum skólamáltíðum í Fjarðabyggð. Með þessu vill sveitarfélagið leggja sitt af mörkum til að létta undir með barnafjölskyldum, auka jafnræði og tryggja að mismunun eigi sér ekki stað á grundvelli efnahags. Fjarðabyggð er góður staður fyrir fjölskyldur Að fá að ala upp börn í Fjarðabyggð er að mínu mati forréttindi. Samfélögin í byggðarlögum Fjarðabyggðar eru fyrir það fyrsta afar samheldin, og nálægðin við náttúruna gefur okkur sem hér búum ómetanleg tækifæri í leik og starfi. Einnig eru afþreyingar- og tómstundamöguleikar fyrir börn fjölbreyttir og flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Þá skiptir ekki síður máli hið öfluga og metnaðarfulla skólastarf sem hér er rekið á öllum skólastigum, gott utanumhald um fjölskyldur og sú áhersla sem lögð hefur verið á málefni þeirra. Fjarðabyggð mun kappkosta að vera áfram í fremstu röð íslenskra sveitarfélaga þegar kemur að málefnum fjölskyldna, og gera þannig Fjarðabyggð að góðum stað fyrir fjölskyldur að búa á. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun