Fjarðabyggð – Öflugt fjölskyldusamfélag Karl Óttar Pétursson skrifar 31. janúar 2020 09:00 Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu og það fjölmennasta á Austurlandi, með rúmlega 5.000 íbúa. Sveitarfélagið er víðfeðmt og byggðakjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Syðst er Breiðdalsvík, þá Stöðvarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Norðfjörður og nyrst er síðan Brekkuþorp í Mjóafirði. Allir hafa byggðakjarnarnir sín sérkenni, stórbrotna náttúru og tignarleg fjöll. En í Fjarðabyggð eru stórbrotin náttúra og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Fjarðabyggð ætlar sér að vera í fremstu röð sem góður staður fyrir fjölskyldur og þess vegna hefur verið lagður ríkur metnaður í stuðningi við þær. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur undirstrikað þessar áherslur með ákvörðunum sínum að undanförnu sem byggja undir öflugt og gott samfélag þar sem málefni fjölskyldna eru í forgrunni. Þannig hefur fjármunum verið forgangsraðað í þágu fjölskyldna og rík áhersla lögð á stefnumótun í málaflokkum sem snúa að þeim. Öflugt og metnaðarfullt skólastarf Öflugir grunnskólar, leikskólar og tónlistarskólar eru starfræktir í byggðarkjörnum Fjarðabyggðar og er sveitarfélagið afar stolt af því góða starfi sem þar er unnið. Í ný samþykktri fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar felast metnaðarfull markmið sem snerta málefni fjölskyldunnar á víðtækum grunni. Meginmarkmið stefnunnar er að íbúar, ungir sem aldnir, þroski hæfileika sína sér og öðrum til góðs í samfélagi sem einkennist af virðingu fyrir mannlífi og náttúru. Stefnunni fylgja áherslur til næstu þriggja ára en í þeim felast tækifæri til að bæta umhverfi og aðstæður samfélagsins sem við búum í. Skólastarf í Fjarðabyggð hefur blómstrað undanfarinn ár, og er það ekki síst að þakka því öfluga starfsfólki sem þar vinnur. Í skólastofnunum Fjarðabyggðar starfar afar góður hópur starfsfólks sem veitir nemendum sínum, og íbúum sveitarfélagsins, framúrskarandi þjónustu. Þá hefur einnig mikill metnaður verið lagður í uppbyggingu skólamannvirkja og endurbætur þeirra undanfarin ár. Nú síðast hefur verið unnið að stækkun Leikskólans Lyngholts á Reyðarfirði auk þess sem umtalsverðar umbætur hafa verið gerðar á húsnæði Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla á Breiðdalsvík. Framundan er svo hönnun stækkunar við leikskólann Dalborg á Eskifirði og gert er ráð fyrir að framkvæmdir við hana hefjist á árinu 2021. Gjaldskrár sem standast allan samanburð Áhersla hefur verið lögð á það að gjöld sem leggjast á fjölskyldufólk sé haldið eins lágum og unnt er. Þannig standast gjaldskrár grunn- og leikskóla allan samanburð á landsvísu. Samkvæmt athugun Verðlagseftirlits ASÍ í janúar 2020 er verð fyrir skólamáltíðir lægst í Fjarðabyggð og einnig eru heildargjöld fyrir skóladagvist og skólamáltíðir lægst í Fjarðabyggð þegar horft er á 15 af stærstu sveitarfélögum landsins. Þá sýnir athugunin líka að gjöld fyrir leikskólavist eru með þeim lægstu í Fjarðabyggð í þessum sama hóp. Af þessum frábæra árangri erum við að sjálfsögðu afar stolt og að sjálfsögðu verður haldið áfram á sömu braut. Frá og með 1. ágúst 2020 mun verð skólamáltíða lækka enn frekar og þannig verða stigin enn frekari skref í átt að gjaldfrjálsum skólamáltíðum í Fjarðabyggð. Með þessu vill sveitarfélagið leggja sitt af mörkum til að létta undir með barnafjölskyldum, auka jafnræði og tryggja að mismunun eigi sér ekki stað á grundvelli efnahags. Fjarðabyggð er góður staður fyrir fjölskyldur Að fá að ala upp börn í Fjarðabyggð er að mínu mati forréttindi. Samfélögin í byggðarlögum Fjarðabyggðar eru fyrir það fyrsta afar samheldin, og nálægðin við náttúruna gefur okkur sem hér búum ómetanleg tækifæri í leik og starfi. Einnig eru afþreyingar- og tómstundamöguleikar fyrir börn fjölbreyttir og flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Þá skiptir ekki síður máli hið öfluga og metnaðarfulla skólastarf sem hér er rekið á öllum skólastigum, gott utanumhald um fjölskyldur og sú áhersla sem lögð hefur verið á málefni þeirra. Fjarðabyggð mun kappkosta að vera áfram í fremstu röð íslenskra sveitarfélaga þegar kemur að málefnum fjölskyldna, og gera þannig Fjarðabyggð að góðum stað fyrir fjölskyldur að búa á. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu og það fjölmennasta á Austurlandi, með rúmlega 5.000 íbúa. Sveitarfélagið er víðfeðmt og byggðakjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Syðst er Breiðdalsvík, þá Stöðvarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Norðfjörður og nyrst er síðan Brekkuþorp í Mjóafirði. Allir hafa byggðakjarnarnir sín sérkenni, stórbrotna náttúru og tignarleg fjöll. En í Fjarðabyggð eru stórbrotin náttúra og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Fjarðabyggð ætlar sér að vera í fremstu röð sem góður staður fyrir fjölskyldur og þess vegna hefur verið lagður ríkur metnaður í stuðningi við þær. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur undirstrikað þessar áherslur með ákvörðunum sínum að undanförnu sem byggja undir öflugt og gott samfélag þar sem málefni fjölskyldna eru í forgrunni. Þannig hefur fjármunum verið forgangsraðað í þágu fjölskyldna og rík áhersla lögð á stefnumótun í málaflokkum sem snúa að þeim. Öflugt og metnaðarfullt skólastarf Öflugir grunnskólar, leikskólar og tónlistarskólar eru starfræktir í byggðarkjörnum Fjarðabyggðar og er sveitarfélagið afar stolt af því góða starfi sem þar er unnið. Í ný samþykktri fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar felast metnaðarfull markmið sem snerta málefni fjölskyldunnar á víðtækum grunni. Meginmarkmið stefnunnar er að íbúar, ungir sem aldnir, þroski hæfileika sína sér og öðrum til góðs í samfélagi sem einkennist af virðingu fyrir mannlífi og náttúru. Stefnunni fylgja áherslur til næstu þriggja ára en í þeim felast tækifæri til að bæta umhverfi og aðstæður samfélagsins sem við búum í. Skólastarf í Fjarðabyggð hefur blómstrað undanfarinn ár, og er það ekki síst að þakka því öfluga starfsfólki sem þar vinnur. Í skólastofnunum Fjarðabyggðar starfar afar góður hópur starfsfólks sem veitir nemendum sínum, og íbúum sveitarfélagsins, framúrskarandi þjónustu. Þá hefur einnig mikill metnaður verið lagður í uppbyggingu skólamannvirkja og endurbætur þeirra undanfarin ár. Nú síðast hefur verið unnið að stækkun Leikskólans Lyngholts á Reyðarfirði auk þess sem umtalsverðar umbætur hafa verið gerðar á húsnæði Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla á Breiðdalsvík. Framundan er svo hönnun stækkunar við leikskólann Dalborg á Eskifirði og gert er ráð fyrir að framkvæmdir við hana hefjist á árinu 2021. Gjaldskrár sem standast allan samanburð Áhersla hefur verið lögð á það að gjöld sem leggjast á fjölskyldufólk sé haldið eins lágum og unnt er. Þannig standast gjaldskrár grunn- og leikskóla allan samanburð á landsvísu. Samkvæmt athugun Verðlagseftirlits ASÍ í janúar 2020 er verð fyrir skólamáltíðir lægst í Fjarðabyggð og einnig eru heildargjöld fyrir skóladagvist og skólamáltíðir lægst í Fjarðabyggð þegar horft er á 15 af stærstu sveitarfélögum landsins. Þá sýnir athugunin líka að gjöld fyrir leikskólavist eru með þeim lægstu í Fjarðabyggð í þessum sama hóp. Af þessum frábæra árangri erum við að sjálfsögðu afar stolt og að sjálfsögðu verður haldið áfram á sömu braut. Frá og með 1. ágúst 2020 mun verð skólamáltíða lækka enn frekar og þannig verða stigin enn frekari skref í átt að gjaldfrjálsum skólamáltíðum í Fjarðabyggð. Með þessu vill sveitarfélagið leggja sitt af mörkum til að létta undir með barnafjölskyldum, auka jafnræði og tryggja að mismunun eigi sér ekki stað á grundvelli efnahags. Fjarðabyggð er góður staður fyrir fjölskyldur Að fá að ala upp börn í Fjarðabyggð er að mínu mati forréttindi. Samfélögin í byggðarlögum Fjarðabyggðar eru fyrir það fyrsta afar samheldin, og nálægðin við náttúruna gefur okkur sem hér búum ómetanleg tækifæri í leik og starfi. Einnig eru afþreyingar- og tómstundamöguleikar fyrir börn fjölbreyttir og flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Þá skiptir ekki síður máli hið öfluga og metnaðarfulla skólastarf sem hér er rekið á öllum skólastigum, gott utanumhald um fjölskyldur og sú áhersla sem lögð hefur verið á málefni þeirra. Fjarðabyggð mun kappkosta að vera áfram í fremstu röð íslenskra sveitarfélaga þegar kemur að málefnum fjölskyldna, og gera þannig Fjarðabyggð að góðum stað fyrir fjölskyldur að búa á. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun