Allir ferðamennirnir komnir úr lífshættu Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. janúar 2020 11:57 Frá vettvangi slyssins við Háöldukvísl á Skeiðarársandi. Þórður Grétarsson Ferðamennirnir sem lentu í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi á föstudag eru allir útskrifaðir af gjörgæslu og komnir úr lífshættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Níu ferðamenn frá Frakklandi og Suður-Kóreu voru í tveimur bílum sem lentu í árekstri við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis á föstudag. Sjö voru fluttir slasaðir af vettvangi með þyrlum Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, þar af þrjú börn. Þrjú börn og einn fullorðinn voru enn á gjörgæslu á laugardag. Tvö barnanna voru þá sögð alvarlega slösuð. Samkvæmt upplýsingum Landspítalans eru börnin þrjú nú öll á barnadeild ásamt föður sínum, sem er útskrifaður af sjúkrahúsi. Móðir barnanna liggur inni á bæklunardeild Landspítalans. Enginn er því lengur á gjörgæslu og allir komnir úr lífshættu, líkt og áður segir. Nýlega voru opnuð legurými á efri hæð bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Spítalinn hefur sagt að þökk sé þessum nýju rýmum hafi verið hægt var að takast á við slysið með „eðlilegum hætti“. Mikið hefur verið fjallað um álag og plássleysi á bráðamóttökunni undanfarið. Hópslysaáætlun var virkjuð þegar tilkynning barst um slysið skömmu fyrir klukkan tvö á föstudag og Suðurlandsvegi lokað við slysstað. Tildrög slyssins eru enn ekki alveg ljós. Grímur Hergerisson settur lögreglustjóri á Suðurlandi sagði þó í samtali við Vísi á föstudagskvöld að svo virtist sem annar bíllinn hefði farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum bílnum, sem kom úr gagnstæðri átt. Börnin sem slösuðust alvarlega í slysinu voru öll í öðrum bílnum. Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Tvö börn talin alvarlega slösuð eftir slysið á Skeiðarársandi Alls voru sjö fluttir á slysadeild með þyrlum Landhelgisgæslunnar í gær. Ferðafólk frá Frakklandi og Suður-Kóreu lenti í hörðum árekstri við Háöldukvísl. 18. janúar 2020 09:51 Hátt á annan tug alvarlegra umferðarslysa það sem af er ári Á annan tug alvarlegra umferðarslysa hafa orðið frá upphafi árs 2020. Aðeins nítján dagar eru liðnir af árinu. Alvarleg umferðarslys hafa komið upp og mörg þeirra hafa verið fjölmenn. Eitt banaslys hefur orðið það sem af er ári. 19. janúar 2020 11:38 Mikið álag er á gjörgæsludeild Landspítalans eftir tvö alvarleg slys síðasta sólarhringinn Tvö börn eru alvarlega slösuð eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Suðurlandsvegi við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis í gær. 18. janúar 2020 12:30 Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Ferðamennirnir sem lentu í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi á föstudag eru allir útskrifaðir af gjörgæslu og komnir úr lífshættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Níu ferðamenn frá Frakklandi og Suður-Kóreu voru í tveimur bílum sem lentu í árekstri við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis á föstudag. Sjö voru fluttir slasaðir af vettvangi með þyrlum Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, þar af þrjú börn. Þrjú börn og einn fullorðinn voru enn á gjörgæslu á laugardag. Tvö barnanna voru þá sögð alvarlega slösuð. Samkvæmt upplýsingum Landspítalans eru börnin þrjú nú öll á barnadeild ásamt föður sínum, sem er útskrifaður af sjúkrahúsi. Móðir barnanna liggur inni á bæklunardeild Landspítalans. Enginn er því lengur á gjörgæslu og allir komnir úr lífshættu, líkt og áður segir. Nýlega voru opnuð legurými á efri hæð bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Spítalinn hefur sagt að þökk sé þessum nýju rýmum hafi verið hægt var að takast á við slysið með „eðlilegum hætti“. Mikið hefur verið fjallað um álag og plássleysi á bráðamóttökunni undanfarið. Hópslysaáætlun var virkjuð þegar tilkynning barst um slysið skömmu fyrir klukkan tvö á föstudag og Suðurlandsvegi lokað við slysstað. Tildrög slyssins eru enn ekki alveg ljós. Grímur Hergerisson settur lögreglustjóri á Suðurlandi sagði þó í samtali við Vísi á föstudagskvöld að svo virtist sem annar bíllinn hefði farið yfir á öfugan vegarhelming og lent framan á hinum bílnum, sem kom úr gagnstæðri átt. Börnin sem slösuðust alvarlega í slysinu voru öll í öðrum bílnum.
Hornafjörður Samgönguslys Tengdar fréttir Tvö börn talin alvarlega slösuð eftir slysið á Skeiðarársandi Alls voru sjö fluttir á slysadeild með þyrlum Landhelgisgæslunnar í gær. Ferðafólk frá Frakklandi og Suður-Kóreu lenti í hörðum árekstri við Háöldukvísl. 18. janúar 2020 09:51 Hátt á annan tug alvarlegra umferðarslysa það sem af er ári Á annan tug alvarlegra umferðarslysa hafa orðið frá upphafi árs 2020. Aðeins nítján dagar eru liðnir af árinu. Alvarleg umferðarslys hafa komið upp og mörg þeirra hafa verið fjölmenn. Eitt banaslys hefur orðið það sem af er ári. 19. janúar 2020 11:38 Mikið álag er á gjörgæsludeild Landspítalans eftir tvö alvarleg slys síðasta sólarhringinn Tvö börn eru alvarlega slösuð eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Suðurlandsvegi við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis í gær. 18. janúar 2020 12:30 Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Tvö börn talin alvarlega slösuð eftir slysið á Skeiðarársandi Alls voru sjö fluttir á slysadeild með þyrlum Landhelgisgæslunnar í gær. Ferðafólk frá Frakklandi og Suður-Kóreu lenti í hörðum árekstri við Háöldukvísl. 18. janúar 2020 09:51
Hátt á annan tug alvarlegra umferðarslysa það sem af er ári Á annan tug alvarlegra umferðarslysa hafa orðið frá upphafi árs 2020. Aðeins nítján dagar eru liðnir af árinu. Alvarleg umferðarslys hafa komið upp og mörg þeirra hafa verið fjölmenn. Eitt banaslys hefur orðið það sem af er ári. 19. janúar 2020 11:38
Mikið álag er á gjörgæsludeild Landspítalans eftir tvö alvarleg slys síðasta sólarhringinn Tvö börn eru alvarlega slösuð eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Suðurlandsvegi við Háöldukvísl á Skeiðarársandi síðdegis í gær. 18. janúar 2020 12:30
Virðist hafa sveigt inn á öfugan vegarhelming Fjórir slösuðust alvarlega, þar af þrjú börn. 17. janúar 2020 18:08