Gera kröfu um 400 þúsund króna desemberuppbót: „Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur“ Birgir Olgeirsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 21. janúar 2020 10:30 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir samninganefnd félagsins hafa mætt vanvirðingu í kjaraviðræðum sínum við borgina. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir margar sögulegar ástæður fyrir þeirri kröfu félagsins gagnvart Reykjavíkurborg að fara fram á tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót. Hún segir borgina skulda félagsmönnum Eflingar fyrir að hafa látið þá axla niðurskurð og taka á sig óbærileg launakjör. Sólveig Anna hefur tilkynnt borgarstjóra að félagið muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd Reykjavíkurborgar umfram það sem lög krefjast. Efling sakar nefndina um að hafa lekið villandi upplýsingum til fjölmiðla um samningsboð félagsins og brotið þannig trúnað og lög. Var því meðal annars haldið fram að Efling gerði kröfu um tæplega 400 þúsund króna desemberuppbót og að launakröfur félagsins væru talsvert hærri en það sem áður hefur verið samið um við aðra. Í dag hefst atkvæðagreiðsla hjá 1800 félagsmönnum Eflingar sem starfa hjá borginni. Samþykki þeir verkfallsaðgerðir munu þær hefjast í byrjun febrúar. Þá hefur Efling boðað til opins samningafundar með Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, samþykki hann boðið, þar sem tilboð Eflingar til borgarinnar verður kynnt. Rætt var við Sólveigu Önnu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún tók undir að það væri vissulega fáheyrt að stéttarfélag neiti að setjast til viðræðna. Hins vegar væri það svo að Efling hefði átt í samningaviðræðum við borgina mánuðum saman, en samningar hafa verið lausir frá 31. mars. „Það hefur ekki skilað okkur neinum árangri. Við höfum ítrekað orðið fyrir vanvirðandi hegðun, virðingarleysi sem nær svo hámarki núna fyrir helgi þegar tilboði, sem við leggjum fram í fullri alvöru, er lekið í fjölmiðla. Þannig að á þessum tímapunkti þá lítum við svo að þetta sé hið rétta og eðlilega skref að stíga. Já, vissulega, ég held að þetta hafi aldrei verið gert áður en samninganefndin mín, samninganefnd Eflingar, er algjörlega samstíga í því að taka þessa djörfu ákvörðun,“ sagði Sólveig Anna.Talandi um þetta tilboð, það er talað um tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót, er þetta rétt tala? „Þegar við leggjum fram þetta tilboð þá ítreka ég það að við gerum þetta í fullri alvöru. Þessi jólabónus hann hefur þá náð athygli fólks, það er bara gott. Já, við leggjum fram kröfu um þetta. Það eru margar ástæður fyrir því, margar sögulegar ástæður. Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur fyrir öll hin hrikalegu mögru og erfiðu ár þar sem við höfum verið látin axla niðurskurð, algjörlega óbærileg launakjör og svo framvegis. En tilboð okkar er engu að síður byggt á þessum svokallaða lífskjarasamningi, jafnframt bara farið fram á algjörlega sanngjarna leiðréttingu. En við munum kynna þetta allt á miðvikudaginn og ég hvet bara fólk til þess að fylgjast með því.“Frétt Stöðvar 2 frá því í gær og viðtalið við Sólveigu Önnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Forsætisráðherra segir engum hyglað með breyttu plani „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir margar sögulegar ástæður fyrir þeirri kröfu félagsins gagnvart Reykjavíkurborg að fara fram á tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót. Hún segir borgina skulda félagsmönnum Eflingar fyrir að hafa látið þá axla niðurskurð og taka á sig óbærileg launakjör. Sólveig Anna hefur tilkynnt borgarstjóra að félagið muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd Reykjavíkurborgar umfram það sem lög krefjast. Efling sakar nefndina um að hafa lekið villandi upplýsingum til fjölmiðla um samningsboð félagsins og brotið þannig trúnað og lög. Var því meðal annars haldið fram að Efling gerði kröfu um tæplega 400 þúsund króna desemberuppbót og að launakröfur félagsins væru talsvert hærri en það sem áður hefur verið samið um við aðra. Í dag hefst atkvæðagreiðsla hjá 1800 félagsmönnum Eflingar sem starfa hjá borginni. Samþykki þeir verkfallsaðgerðir munu þær hefjast í byrjun febrúar. Þá hefur Efling boðað til opins samningafundar með Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, samþykki hann boðið, þar sem tilboð Eflingar til borgarinnar verður kynnt. Rætt var við Sólveigu Önnu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún tók undir að það væri vissulega fáheyrt að stéttarfélag neiti að setjast til viðræðna. Hins vegar væri það svo að Efling hefði átt í samningaviðræðum við borgina mánuðum saman, en samningar hafa verið lausir frá 31. mars. „Það hefur ekki skilað okkur neinum árangri. Við höfum ítrekað orðið fyrir vanvirðandi hegðun, virðingarleysi sem nær svo hámarki núna fyrir helgi þegar tilboði, sem við leggjum fram í fullri alvöru, er lekið í fjölmiðla. Þannig að á þessum tímapunkti þá lítum við svo að þetta sé hið rétta og eðlilega skref að stíga. Já, vissulega, ég held að þetta hafi aldrei verið gert áður en samninganefndin mín, samninganefnd Eflingar, er algjörlega samstíga í því að taka þessa djörfu ákvörðun,“ sagði Sólveig Anna.Talandi um þetta tilboð, það er talað um tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót, er þetta rétt tala? „Þegar við leggjum fram þetta tilboð þá ítreka ég það að við gerum þetta í fullri alvöru. Þessi jólabónus hann hefur þá náð athygli fólks, það er bara gott. Já, við leggjum fram kröfu um þetta. Það eru margar ástæður fyrir því, margar sögulegar ástæður. Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur fyrir öll hin hrikalegu mögru og erfiðu ár þar sem við höfum verið látin axla niðurskurð, algjörlega óbærileg launakjör og svo framvegis. En tilboð okkar er engu að síður byggt á þessum svokallaða lífskjarasamningi, jafnframt bara farið fram á algjörlega sanngjarna leiðréttingu. En við munum kynna þetta allt á miðvikudaginn og ég hvet bara fólk til þess að fylgjast með því.“Frétt Stöðvar 2 frá því í gær og viðtalið við Sólveigu Önnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Forsætisráðherra segir engum hyglað með breyttu plani „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Sjá meira
Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56