Úr gæsluvarðhaldi í farbann vegna andlátsins í Úlfarsárdal Kjartan Kjartansson skrifar 21. janúar 2020 17:35 Maðurinn sem lést féll fram af svölum fjölbýlishúss í Úlfarárdal 8. desember. Vísir/Frikki Landsréttur hafnaði kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni um fimmtugt sem er grunaður um að hafa valdið dauða manns í Úlfarsárdal í desember. Þess í stað var sá grunaði úrskurðaður í farbann til 13. febrúar. Karlmaður á sextugsaldri lést af meiðslum sínum eftir að hann féll fram af svölum fjölbýlishúss í Úlfarsárdal 8. desember. Fimm karlmenn frá Litháen voru handteknir í tengslum við dauða mannsins. Einn þeirra var í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum í síðustu viku en Landsréttur felldi úrskurðinn úr gildi í dag. Töldu dómarar við Landsrétt að óvissa væri um atburðarásin sem leiddi til dauða mannsins. Vitnum beri ekki saman um þýðingarmikil atriði. Því hefði lögreglan ekki sýnt fram á að sterkur grunur væri um að maðurinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi hefði brotið lög. Þá taldi rétturinn ekki lengur rannsóknarhagsmuni til staðar sem réttlættu áframhaldandi gæsluvarðhald. Maðurinn var hins vegar úrskurðaður í farbann til 13. febrúar. Vísaði Landsréttur til þess að maðurinn sé erlendur ríkisborgari sem hafi óveruleg tengsl við landið og eigi enga fjölskyldu hér á landi. Því sé talin hætta á að hann reyni að komast úr landi, leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða refsingu. Fyrir hendi sér rökstuddur grunur um að hann hafi gerst sekur um hegningarlagabrot sem geti varðað fangelsisrefsingu. Dómsmál Reykjavík Andlát í Úlfarsárdal Tengdar fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna andláts í Úlfarsárdal Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í gærkvöldi og í morgun yfirheyrt mennina fimm sem handteknir voru í Úlfarsárdal, síðdegis í gær eftir að maður féll fram af svölum fjölbýlishúss. 9. desember 2019 14:32 Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð vegna andlátsins í Úlfársárdal Maðurinn sem er grunaður um að hafa átt þátt í dauðsfalli manns í Úlfársárdal síðasta sunnudag hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir sér til Landsréttar. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum á mánudag eftir að maður á sextugsaldri lést af sárum sínum þegar hann féll af svölum fjölbýlishúss 13. desember 2019 22:20 Íbúar í Úlfarsárdal harmi slegnir vegna andlátsins Karlmaður um fimmtugt var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að eiga aðild að andláti manns sem féll fram af svölum fjölbýlishúss í Úlfarsárdal í gær. Fjórum öðrum, sem handteknir voru í tengslum við málið, hefur verið sleppt. 9. desember 2019 18:51 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
Landsréttur hafnaði kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni um fimmtugt sem er grunaður um að hafa valdið dauða manns í Úlfarsárdal í desember. Þess í stað var sá grunaði úrskurðaður í farbann til 13. febrúar. Karlmaður á sextugsaldri lést af meiðslum sínum eftir að hann féll fram af svölum fjölbýlishúss í Úlfarsárdal 8. desember. Fimm karlmenn frá Litháen voru handteknir í tengslum við dauða mannsins. Einn þeirra var í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum í síðustu viku en Landsréttur felldi úrskurðinn úr gildi í dag. Töldu dómarar við Landsrétt að óvissa væri um atburðarásin sem leiddi til dauða mannsins. Vitnum beri ekki saman um þýðingarmikil atriði. Því hefði lögreglan ekki sýnt fram á að sterkur grunur væri um að maðurinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi hefði brotið lög. Þá taldi rétturinn ekki lengur rannsóknarhagsmuni til staðar sem réttlættu áframhaldandi gæsluvarðhald. Maðurinn var hins vegar úrskurðaður í farbann til 13. febrúar. Vísaði Landsréttur til þess að maðurinn sé erlendur ríkisborgari sem hafi óveruleg tengsl við landið og eigi enga fjölskyldu hér á landi. Því sé talin hætta á að hann reyni að komast úr landi, leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða refsingu. Fyrir hendi sér rökstuddur grunur um að hann hafi gerst sekur um hegningarlagabrot sem geti varðað fangelsisrefsingu.
Dómsmál Reykjavík Andlát í Úlfarsárdal Tengdar fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna andláts í Úlfarsárdal Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í gærkvöldi og í morgun yfirheyrt mennina fimm sem handteknir voru í Úlfarsárdal, síðdegis í gær eftir að maður féll fram af svölum fjölbýlishúss. 9. desember 2019 14:32 Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð vegna andlátsins í Úlfársárdal Maðurinn sem er grunaður um að hafa átt þátt í dauðsfalli manns í Úlfársárdal síðasta sunnudag hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir sér til Landsréttar. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum á mánudag eftir að maður á sextugsaldri lést af sárum sínum þegar hann féll af svölum fjölbýlishúss 13. desember 2019 22:20 Íbúar í Úlfarsárdal harmi slegnir vegna andlátsins Karlmaður um fimmtugt var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að eiga aðild að andláti manns sem féll fram af svölum fjölbýlishúss í Úlfarsárdal í gær. Fjórum öðrum, sem handteknir voru í tengslum við málið, hefur verið sleppt. 9. desember 2019 18:51 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna andláts í Úlfarsárdal Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í gærkvöldi og í morgun yfirheyrt mennina fimm sem handteknir voru í Úlfarsárdal, síðdegis í gær eftir að maður féll fram af svölum fjölbýlishúss. 9. desember 2019 14:32
Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð vegna andlátsins í Úlfársárdal Maðurinn sem er grunaður um að hafa átt þátt í dauðsfalli manns í Úlfársárdal síðasta sunnudag hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir sér til Landsréttar. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum á mánudag eftir að maður á sextugsaldri lést af sárum sínum þegar hann féll af svölum fjölbýlishúss 13. desember 2019 22:20
Íbúar í Úlfarsárdal harmi slegnir vegna andlátsins Karlmaður um fimmtugt var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að eiga aðild að andláti manns sem féll fram af svölum fjölbýlishúss í Úlfarsárdal í gær. Fjórum öðrum, sem handteknir voru í tengslum við málið, hefur verið sleppt. 9. desember 2019 18:51