Samþykktu reglur McConnell eftir flokkslínum Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2020 07:14 Demókratar lögðu fram breytingartillögur en þeim var nánast öllum hafnað. Vísir/AP Öldungadeildarþingmenn Bandaríkjanna, samþykktu nú í morgun að fylgja þeim leikreglum sem Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, lagði til varðandi réttarhöldin yfir Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Atkvæðagreiðslan varðandi reglurnar fylgdi flokkslínum, þar sem 53 Repúblikanar greiddu atkvæði með tillögunni og 47 Demókratar greiddu atkvæði gegn henni. Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. Demókratar lögðu fram breytingartillögur en þeim var nánast öllum hafnað. Einu breytingarnar sem gerðar voru á tillögum McConnell vörðuðu það að lengja tímann sem báðar hliðar fá í opnunarræður sínar. Sömuleiðis gerði McConnell sjálfur breytingar á tillögum sínum varðandi leikreglur réttarhaldanna, áður en þingið kom saman í gærkvöldi. Fjölmiðlar ytra segja hann hafa gert það eftir að þingmenn Repúblikanaflokksins lýstu yfir áhyggjum af því að réttarhöldin litu ekki út fyrir að vera óhlutdræg. Öllum kröfum Demókrata um að leyfa vitni í réttarhöldunum var hafnað. Þegar leið á nóttina segir AP fréttaveitan að hiti hafi komið í mannskapinn og á einum tímapunkti þurfti John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna sem stýrir réttarhöldunum, að skamma þingmenn fyrir orðaval þeirra. Hann sagði þeim að muna hvar þeir væru og að haga sér almennilega. Lögmenn forsetans stóðu fast á því að Trump hafi ekkert rangt gert og að embættisákærurnar gegn honum væru farsi. Þeir neituðu því ekki að Trump hafi beðið nýjan forseta Úkraínu um „greiða“ sem sneri að því að tilkynna rannsókn á meintri spillingu Joe Biden, sem er enn hvað líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna á árinu. Á sama tíma stöðvaði Trump afhendingu mikillar neyðaraðstoðar til Úkraínu, sem var lögbrot, samkvæmt óháðri eftirlitsstofnun, á sama tíma og Úkraína stendur í átökum við Rússa og aðskilnaðarsinna sem Rússar styðja. Nei, lögmenn forsetans héldu því ítrekað fram að Trump hafi ekkert gert af sér og ekkert tilefni hafi verið til að ákæra hann. Sjá einnig: Búist við baráttu við upphaf réttarhaldanna gegn Trump Adam Schiff hóf réttarhöldin með því að segja að stofnendur Bandaríkjanna hefðu sett embættisákærur í stjórnarskrá Bandaríkjanna vegna brota eins og þeirra sem Trump er sakaður um. Hann hafi misnotað vald sitt í eigin þágu, grafið undan öryggi Bandaríkjanna og krafið erlenda aðila til að hafa afskipti af kosningum í Bandaríkjunum. Varnir lögmanna Trump snerust að mestu leyti um það hve ósanngjörn rannsókn fulltrúadeildarinnar hafi verið. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn Bandaríkjanna, samþykktu nú í morgun að fylgja þeim leikreglum sem Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, lagði til varðandi réttarhöldin yfir Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Atkvæðagreiðslan varðandi reglurnar fylgdi flokkslínum, þar sem 53 Repúblikanar greiddu atkvæði með tillögunni og 47 Demókratar greiddu atkvæði gegn henni. Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. Demókratar lögðu fram breytingartillögur en þeim var nánast öllum hafnað. Einu breytingarnar sem gerðar voru á tillögum McConnell vörðuðu það að lengja tímann sem báðar hliðar fá í opnunarræður sínar. Sömuleiðis gerði McConnell sjálfur breytingar á tillögum sínum varðandi leikreglur réttarhaldanna, áður en þingið kom saman í gærkvöldi. Fjölmiðlar ytra segja hann hafa gert það eftir að þingmenn Repúblikanaflokksins lýstu yfir áhyggjum af því að réttarhöldin litu ekki út fyrir að vera óhlutdræg. Öllum kröfum Demókrata um að leyfa vitni í réttarhöldunum var hafnað. Þegar leið á nóttina segir AP fréttaveitan að hiti hafi komið í mannskapinn og á einum tímapunkti þurfti John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna sem stýrir réttarhöldunum, að skamma þingmenn fyrir orðaval þeirra. Hann sagði þeim að muna hvar þeir væru og að haga sér almennilega. Lögmenn forsetans stóðu fast á því að Trump hafi ekkert rangt gert og að embættisákærurnar gegn honum væru farsi. Þeir neituðu því ekki að Trump hafi beðið nýjan forseta Úkraínu um „greiða“ sem sneri að því að tilkynna rannsókn á meintri spillingu Joe Biden, sem er enn hvað líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna á árinu. Á sama tíma stöðvaði Trump afhendingu mikillar neyðaraðstoðar til Úkraínu, sem var lögbrot, samkvæmt óháðri eftirlitsstofnun, á sama tíma og Úkraína stendur í átökum við Rússa og aðskilnaðarsinna sem Rússar styðja. Nei, lögmenn forsetans héldu því ítrekað fram að Trump hafi ekkert gert af sér og ekkert tilefni hafi verið til að ákæra hann. Sjá einnig: Búist við baráttu við upphaf réttarhaldanna gegn Trump Adam Schiff hóf réttarhöldin með því að segja að stofnendur Bandaríkjanna hefðu sett embættisákærur í stjórnarskrá Bandaríkjanna vegna brota eins og þeirra sem Trump er sakaður um. Hann hafi misnotað vald sitt í eigin þágu, grafið undan öryggi Bandaríkjanna og krafið erlenda aðila til að hafa afskipti af kosningum í Bandaríkjunum. Varnir lögmanna Trump snerust að mestu leyti um það hve ósanngjörn rannsókn fulltrúadeildarinnar hafi verið.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira