Vill að velferðarnefnd fundi um fyrstu viðbrögð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. janúar 2020 12:29 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í velferðarnefnd. vísir/vilhelm Óskað verður eftir fundi í velferðarnefnd um fyrstu viðbrögð þegar hjálparbeiðnir berast vegna fólks í andlegu ójafnvægi. Skorað hefur verið á stjórnvöld að gera úttekt á málinu. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgunnar í gær að verkferlum hafi verið fylgt í máli Heklu Lindar, ungu konunnar, sem lést í fyrra eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Vinur hennar hafði óskað eftir sjúkrabíl en lögregla var send á staðinn. Kompás fjallaði um mál hennar á mánudag. „Ef það er hringt inn út af geðrofi, að þá er þar um að ræða geðræn vandamál, og þar er niðurstaðan að ef viðkomandi er ekki slasaður að senda lögreglu á vettvang," sagði Tómas. Samtökin Geðhjálp sendu í gær frá sér áskorun þar sem farið er fram á að óháð úttekt verði gerð á verkferlum í þessum málum. Snarrótin - samtök um skaðaminnkun og mannréttindi hafa óskað eftir endurskoðun á verklagi. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í velferðarnefnd, telur að skoða þurfi málið. „Lögreglan er kannski ekki best til þess fallin að vera fyrsti viðbragðsaðili í málum sem einmitt tengjast geðrofi eða vímuefnanotkun eða öðru. Það væri mun betra að senda heilbrigðisstarfsfólk sem hefur rétta þjálfun," segir Halldóra. Viðbragðið sé að hluta ástæða þess að fólk sem neytt hefur fíkniefna sé tregara til að óska eftir aðstoð þegar eitthvað alvarlegt kemur upp á. „Það er þessi hræðsla við viðmótið, það er miklu eðlilegra að senda þarna heilbrigðisstarfsfólk sem er með rétt viðbrögð við svona ástandi," segir Halldóra. Hún mun óska eftir fundi í velferðarnefnd um málið. „Mér finnst klárlega ástæða til þess að skoða þetta hjá velferðarnefndinni og ég mun senda línu þess efnis um að þetta verði tekið upp og skoðað," segir Halldóra. Kompás Lögreglan Sjúkraflutningar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Óskað verður eftir fundi í velferðarnefnd um fyrstu viðbrögð þegar hjálparbeiðnir berast vegna fólks í andlegu ójafnvægi. Skorað hefur verið á stjórnvöld að gera úttekt á málinu. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgunnar í gær að verkferlum hafi verið fylgt í máli Heklu Lindar, ungu konunnar, sem lést í fyrra eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Vinur hennar hafði óskað eftir sjúkrabíl en lögregla var send á staðinn. Kompás fjallaði um mál hennar á mánudag. „Ef það er hringt inn út af geðrofi, að þá er þar um að ræða geðræn vandamál, og þar er niðurstaðan að ef viðkomandi er ekki slasaður að senda lögreglu á vettvang," sagði Tómas. Samtökin Geðhjálp sendu í gær frá sér áskorun þar sem farið er fram á að óháð úttekt verði gerð á verkferlum í þessum málum. Snarrótin - samtök um skaðaminnkun og mannréttindi hafa óskað eftir endurskoðun á verklagi. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í velferðarnefnd, telur að skoða þurfi málið. „Lögreglan er kannski ekki best til þess fallin að vera fyrsti viðbragðsaðili í málum sem einmitt tengjast geðrofi eða vímuefnanotkun eða öðru. Það væri mun betra að senda heilbrigðisstarfsfólk sem hefur rétta þjálfun," segir Halldóra. Viðbragðið sé að hluta ástæða þess að fólk sem neytt hefur fíkniefna sé tregara til að óska eftir aðstoð þegar eitthvað alvarlegt kemur upp á. „Það er þessi hræðsla við viðmótið, það er miklu eðlilegra að senda þarna heilbrigðisstarfsfólk sem er með rétt viðbrögð við svona ástandi," segir Halldóra. Hún mun óska eftir fundi í velferðarnefnd um málið. „Mér finnst klárlega ástæða til þess að skoða þetta hjá velferðarnefndinni og ég mun senda línu þess efnis um að þetta verði tekið upp og skoðað," segir Halldóra.
Kompás Lögreglan Sjúkraflutningar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira