Vill að velferðarnefnd fundi um fyrstu viðbrögð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. janúar 2020 12:29 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í velferðarnefnd. vísir/vilhelm Óskað verður eftir fundi í velferðarnefnd um fyrstu viðbrögð þegar hjálparbeiðnir berast vegna fólks í andlegu ójafnvægi. Skorað hefur verið á stjórnvöld að gera úttekt á málinu. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgunnar í gær að verkferlum hafi verið fylgt í máli Heklu Lindar, ungu konunnar, sem lést í fyrra eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Vinur hennar hafði óskað eftir sjúkrabíl en lögregla var send á staðinn. Kompás fjallaði um mál hennar á mánudag. „Ef það er hringt inn út af geðrofi, að þá er þar um að ræða geðræn vandamál, og þar er niðurstaðan að ef viðkomandi er ekki slasaður að senda lögreglu á vettvang," sagði Tómas. Samtökin Geðhjálp sendu í gær frá sér áskorun þar sem farið er fram á að óháð úttekt verði gerð á verkferlum í þessum málum. Snarrótin - samtök um skaðaminnkun og mannréttindi hafa óskað eftir endurskoðun á verklagi. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í velferðarnefnd, telur að skoða þurfi málið. „Lögreglan er kannski ekki best til þess fallin að vera fyrsti viðbragðsaðili í málum sem einmitt tengjast geðrofi eða vímuefnanotkun eða öðru. Það væri mun betra að senda heilbrigðisstarfsfólk sem hefur rétta þjálfun," segir Halldóra. Viðbragðið sé að hluta ástæða þess að fólk sem neytt hefur fíkniefna sé tregara til að óska eftir aðstoð þegar eitthvað alvarlegt kemur upp á. „Það er þessi hræðsla við viðmótið, það er miklu eðlilegra að senda þarna heilbrigðisstarfsfólk sem er með rétt viðbrögð við svona ástandi," segir Halldóra. Hún mun óska eftir fundi í velferðarnefnd um málið. „Mér finnst klárlega ástæða til þess að skoða þetta hjá velferðarnefndinni og ég mun senda línu þess efnis um að þetta verði tekið upp og skoðað," segir Halldóra. Kompás Lögreglan Sjúkraflutningar Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira
Óskað verður eftir fundi í velferðarnefnd um fyrstu viðbrögð þegar hjálparbeiðnir berast vegna fólks í andlegu ójafnvægi. Skorað hefur verið á stjórnvöld að gera úttekt á málinu. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgunnar í gær að verkferlum hafi verið fylgt í máli Heklu Lindar, ungu konunnar, sem lést í fyrra eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Vinur hennar hafði óskað eftir sjúkrabíl en lögregla var send á staðinn. Kompás fjallaði um mál hennar á mánudag. „Ef það er hringt inn út af geðrofi, að þá er þar um að ræða geðræn vandamál, og þar er niðurstaðan að ef viðkomandi er ekki slasaður að senda lögreglu á vettvang," sagði Tómas. Samtökin Geðhjálp sendu í gær frá sér áskorun þar sem farið er fram á að óháð úttekt verði gerð á verkferlum í þessum málum. Snarrótin - samtök um skaðaminnkun og mannréttindi hafa óskað eftir endurskoðun á verklagi. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í velferðarnefnd, telur að skoða þurfi málið. „Lögreglan er kannski ekki best til þess fallin að vera fyrsti viðbragðsaðili í málum sem einmitt tengjast geðrofi eða vímuefnanotkun eða öðru. Það væri mun betra að senda heilbrigðisstarfsfólk sem hefur rétta þjálfun," segir Halldóra. Viðbragðið sé að hluta ástæða þess að fólk sem neytt hefur fíkniefna sé tregara til að óska eftir aðstoð þegar eitthvað alvarlegt kemur upp á. „Það er þessi hræðsla við viðmótið, það er miklu eðlilegra að senda þarna heilbrigðisstarfsfólk sem er með rétt viðbrögð við svona ástandi," segir Halldóra. Hún mun óska eftir fundi í velferðarnefnd um málið. „Mér finnst klárlega ástæða til þess að skoða þetta hjá velferðarnefndinni og ég mun senda línu þess efnis um að þetta verði tekið upp og skoðað," segir Halldóra.
Kompás Lögreglan Sjúkraflutningar Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira