Icelandair aflýsir fjölda flugferða vegna óveðurs á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2020 15:09 Röskun á flugi Icelandair næsta sólarhringinn hafa áhrif á ríflega 3000 farþega. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að aflýsa alls 24 flugferðum Icelandair til og frá Evrópu á morgun, 23. janúar, vegna slæmrar veðurspár. Þá verður flugi frá Bandaríkjunum til Íslands í kvöld einnig seinkað. Nákvæm tímasetning brottfara mun liggja fyrir fljótlega, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair. Búist er við afar slæmu veðri næsta sólarhringinn og gular hríðarviðvaranir í gildi á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Miðhálendi. Víða er gert fyrir suðvestan hvassviðri eða stormi, allt 23 m/s, éljagangi og lélegu skyggni. Viðvaranir byrja að taka gildi í kvöld og renna ekki út fyrr en seint á morgun. Í tilkynningu frá Icelandair segir að verið sé að upplýsa farþega um þessar breytingar á flugáætlun. Mikið álag sé á þjónustuveri og eru farþegar beðnir um að sýna biðlund. Þá verði allir farþegar endurbókaðir og ný ferðaáætlanir sendar þeim í tölvupósti. Eftirfarandi flugferðum 23. janúar hefur verið aflýst: Flug FI532/FI533 til og frá Munchen Flug FI568/FI569 til og frá Zurich Flug FI520/FI521 til og frá Frankfurt Flug FI554/FI555 til og frá Brussel Flug FI430/FI431 til og frá Glasgow Flug FI342/FI343 til og frá Helsinki Flug FI306/FI307 til og frá Stokkhólmi Flug FI318/FI319 til og frá Osló Flug FI206/FI207 til og frá Kaupmannahöfn Flug FI440/FI441til og frá Manchester Flug FI416/FI417 til og frá Dublin Flug FI 450/451 til og frá London Heathrow Eftirfarandi flugferðum 23. janúar hefur verið seinkað: Flug FI470/FI471 til og frá London Gatwick Flug FI500/FI501 til og frá Amsterdam Flug FI542/FI543 til og frá París, Charles De Gaulle Flug FI204/ FI205 til og frá Kaupmannahöfn Önnur flug til og frá Evrópu eru enn sem komið er á áætlun þó gera megi ráð fyrir seinkunum á þeim. Raskanir á flugi Icelandair næsta sólarhringinn hafa áhrif á ríflega 3000 farþega, að því er segir í tilkynningu. Nánari upplýsingar er að finna á vef Icelandair og upplýsingar um flug um Keflavíkurflugvöll má finna á vef Isavia. Aðeins eru fáeinir dagar síðan óveður setti flugsamgöngur á landinu síðast úr skorðum. Aðfaranótt 13. janúar sátu um fjögur þúsund farþegar fastir á Keflavíkurflugvelli yfir nótt vegna norðanstorms. Átjánhundruð manns áttu bókað flug frá landinu og þá voru um 2.200 farþegar fastir í tíu þotum í allt að sex klukkustundir vegna hvassviðris. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Rok, rigning, él og gular viðvaranir Spáð er sunnan 15 til 23 metrum á sekúndu með talsverðri rigningu fram eftir degi, en úrkomuminna norðaustanlands. 22. janúar 2020 07:44 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Ákveðið hefur verið að aflýsa alls 24 flugferðum Icelandair til og frá Evrópu á morgun, 23. janúar, vegna slæmrar veðurspár. Þá verður flugi frá Bandaríkjunum til Íslands í kvöld einnig seinkað. Nákvæm tímasetning brottfara mun liggja fyrir fljótlega, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair. Búist er við afar slæmu veðri næsta sólarhringinn og gular hríðarviðvaranir í gildi á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Miðhálendi. Víða er gert fyrir suðvestan hvassviðri eða stormi, allt 23 m/s, éljagangi og lélegu skyggni. Viðvaranir byrja að taka gildi í kvöld og renna ekki út fyrr en seint á morgun. Í tilkynningu frá Icelandair segir að verið sé að upplýsa farþega um þessar breytingar á flugáætlun. Mikið álag sé á þjónustuveri og eru farþegar beðnir um að sýna biðlund. Þá verði allir farþegar endurbókaðir og ný ferðaáætlanir sendar þeim í tölvupósti. Eftirfarandi flugferðum 23. janúar hefur verið aflýst: Flug FI532/FI533 til og frá Munchen Flug FI568/FI569 til og frá Zurich Flug FI520/FI521 til og frá Frankfurt Flug FI554/FI555 til og frá Brussel Flug FI430/FI431 til og frá Glasgow Flug FI342/FI343 til og frá Helsinki Flug FI306/FI307 til og frá Stokkhólmi Flug FI318/FI319 til og frá Osló Flug FI206/FI207 til og frá Kaupmannahöfn Flug FI440/FI441til og frá Manchester Flug FI416/FI417 til og frá Dublin Flug FI 450/451 til og frá London Heathrow Eftirfarandi flugferðum 23. janúar hefur verið seinkað: Flug FI470/FI471 til og frá London Gatwick Flug FI500/FI501 til og frá Amsterdam Flug FI542/FI543 til og frá París, Charles De Gaulle Flug FI204/ FI205 til og frá Kaupmannahöfn Önnur flug til og frá Evrópu eru enn sem komið er á áætlun þó gera megi ráð fyrir seinkunum á þeim. Raskanir á flugi Icelandair næsta sólarhringinn hafa áhrif á ríflega 3000 farþega, að því er segir í tilkynningu. Nánari upplýsingar er að finna á vef Icelandair og upplýsingar um flug um Keflavíkurflugvöll má finna á vef Isavia. Aðeins eru fáeinir dagar síðan óveður setti flugsamgöngur á landinu síðast úr skorðum. Aðfaranótt 13. janúar sátu um fjögur þúsund farþegar fastir á Keflavíkurflugvelli yfir nótt vegna norðanstorms. Átjánhundruð manns áttu bókað flug frá landinu og þá voru um 2.200 farþegar fastir í tíu þotum í allt að sex klukkustundir vegna hvassviðris.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Rok, rigning, él og gular viðvaranir Spáð er sunnan 15 til 23 metrum á sekúndu með talsverðri rigningu fram eftir degi, en úrkomuminna norðaustanlands. 22. janúar 2020 07:44 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Rok, rigning, él og gular viðvaranir Spáð er sunnan 15 til 23 metrum á sekúndu með talsverðri rigningu fram eftir degi, en úrkomuminna norðaustanlands. 22. janúar 2020 07:44