Zion mættur í NBA og kveikti í höllinni með svaka sýningu í lokaleikhlutanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 08:00 Zion Williamson skoraði sautján stig í röð í fjórða leikhlutanum og allt varð vitlaust í höllinni í New Orleans. Hér skorar hann eina af átta körfum sínum í leiknum. Getty/Chris Graythen/ Zion Williamson náði ekki að fagna sigri í langþráðum fyrsta leik sínum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en sýndi hversu hann er megnugur með mögnuðum spretti í lokaleikhlutanum.Zion Williamson var með 22 stig og 7 fráköst á 18 mínútum og hitti úr 8 af 11 skotum sínum fyrir New Orleans Pelicans þegar liðið tapaði 117-121 á heimavelli á móti San Antonio Spurs. No. 1 overall draft pick @Zionwilliamson goes for 22 PTS (4-4 3PM), including 17 straight 4th quarter points, in his NBA debut for the @PelicansNBA! #NBARooks x #WontBowDownpic.twitter.com/WrcChMAWSe— NBA (@NBA) January 23, 2020 New Orleans Pelicans valdi Zion Williamson fyrstan í nýliðavalinu en eftir að hann meiddist á undirbúningstímabilinu þurfti liðið og stuðningsmennirnir að bíða í 43 leiki eftir að sjá hann spila. Þegar fjórði leikhlutinn hófst var strákurinn aðeins með fimm stig og fjögur fráköst en hafði tapað boltanum fjórum sinnum. Það stefndi því í vonbrigðabyrjun. Zion Williamson sýndi hversu hann var megnugur á svakalegum þriggja mínútna kafla þegar hann skoraði fjóra þrista og alls 17 af 22 stigum sínum í leiknum. Zion kveikti heldur betur í höllinni og New Orleans Pelicans liðið minnkaði muninn í tvö stig, 119-117. Strákurinn var hins vegar tekinn af velli eftir þennan svaka sprett og Spurs-liðið náði að landa sigrinum með hann á bekknum því Zion kom ekki meira inn á. @AntDavis23 (28 PTS) & @KingJames (21 PTS, 6 REB, 5 AST) power the @Lakers win at MSG! #LakeShowpic.twitter.com/A0E3ZRrxJX— NBA (@NBA) January 23, 2020 LeBron James skoraði 19 af 21 stigi sínu snemma leiks þegar Los Angeles Lakers vann 100-92 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Anthony Davis var stigahæstur hjá Lakers með 28 stig í öðrum leik sínum eftir að hann kom til baka eftir meiðsli. @jcollins20_ puts up 33 PTS, 16 REB to lead the @ATLHawks over LAC at home! #TrueToAtlantapic.twitter.com/Bc5OQ3AeKw— NBA (@NBA) January 23, 2020 Mjög óvænt úrslit urðu í Atlanta þegar heimamenn í Hawks, sem léku án aðalstjörnu sinnar Trae Young, unnu upp 21 stigs forskot og náðu að landa sigri á móti stórliði Los Angeles Clippers. John Collins var með 33 stig fyrir Atlanta Hawks liðið en Clippers lék án þeirra Kawhi Leonard, Paul George og Patrick Beverly.Pascal Siakam var með 18 stig og 15 fráköst og Fred VanVleet skoraði 22 stig þegar meistararnir í Toronto Raptors unnu 107-95 sigur á Philadelphia 76ers. Þetta var fimmti sigur Toronto í röð. Herro career-high 7 threes @raf_tyler pours in 25 PTS and a @MiamiHEAT rookie record 7 triples as MIA moves to 8-0 in OT this season! #NBARooks#HEATTwitterpic.twitter.com/3h4oXUDX10— NBA (@NBA) January 23, 2020 Dennis Schroder tallies 31 PTS, 9 AST off the bench in the @okcthunder's 4th consecutive win! #ThunderUppic.twitter.com/YTBDfdfoeG— NBA (@NBA) January 23, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Detroit Pistons-Sacramento Kings 127-106 Orlando Magic-Oklahoma City Thunder 114-120 Toronto Raptors-Philadelphia 76ers 107-95 Atlanta Hawks-Los Angeles Clippers 102-95 Boston Celtics-Memphis Grizzlies 119-95 Miami Heat-Washington Wizards 134-129 New York Knicks-Los Angeles Lakers 92-100 Chicago Bulls-Minnesota Timberwolves 117-110 Houston Rockets-Denver Nuggets 121-105 Phoenix Suns-Indiana Pacers 87-112 New Orleans Pelicans-San Antonio Spurs 117-121 Golden State Warriors-Utah Jazz 96-129 NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Zion Williamson náði ekki að fagna sigri í langþráðum fyrsta leik sínum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en sýndi hversu hann er megnugur með mögnuðum spretti í lokaleikhlutanum.Zion Williamson var með 22 stig og 7 fráköst á 18 mínútum og hitti úr 8 af 11 skotum sínum fyrir New Orleans Pelicans þegar liðið tapaði 117-121 á heimavelli á móti San Antonio Spurs. No. 1 overall draft pick @Zionwilliamson goes for 22 PTS (4-4 3PM), including 17 straight 4th quarter points, in his NBA debut for the @PelicansNBA! #NBARooks x #WontBowDownpic.twitter.com/WrcChMAWSe— NBA (@NBA) January 23, 2020 New Orleans Pelicans valdi Zion Williamson fyrstan í nýliðavalinu en eftir að hann meiddist á undirbúningstímabilinu þurfti liðið og stuðningsmennirnir að bíða í 43 leiki eftir að sjá hann spila. Þegar fjórði leikhlutinn hófst var strákurinn aðeins með fimm stig og fjögur fráköst en hafði tapað boltanum fjórum sinnum. Það stefndi því í vonbrigðabyrjun. Zion Williamson sýndi hversu hann var megnugur á svakalegum þriggja mínútna kafla þegar hann skoraði fjóra þrista og alls 17 af 22 stigum sínum í leiknum. Zion kveikti heldur betur í höllinni og New Orleans Pelicans liðið minnkaði muninn í tvö stig, 119-117. Strákurinn var hins vegar tekinn af velli eftir þennan svaka sprett og Spurs-liðið náði að landa sigrinum með hann á bekknum því Zion kom ekki meira inn á. @AntDavis23 (28 PTS) & @KingJames (21 PTS, 6 REB, 5 AST) power the @Lakers win at MSG! #LakeShowpic.twitter.com/A0E3ZRrxJX— NBA (@NBA) January 23, 2020 LeBron James skoraði 19 af 21 stigi sínu snemma leiks þegar Los Angeles Lakers vann 100-92 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Anthony Davis var stigahæstur hjá Lakers með 28 stig í öðrum leik sínum eftir að hann kom til baka eftir meiðsli. @jcollins20_ puts up 33 PTS, 16 REB to lead the @ATLHawks over LAC at home! #TrueToAtlantapic.twitter.com/Bc5OQ3AeKw— NBA (@NBA) January 23, 2020 Mjög óvænt úrslit urðu í Atlanta þegar heimamenn í Hawks, sem léku án aðalstjörnu sinnar Trae Young, unnu upp 21 stigs forskot og náðu að landa sigri á móti stórliði Los Angeles Clippers. John Collins var með 33 stig fyrir Atlanta Hawks liðið en Clippers lék án þeirra Kawhi Leonard, Paul George og Patrick Beverly.Pascal Siakam var með 18 stig og 15 fráköst og Fred VanVleet skoraði 22 stig þegar meistararnir í Toronto Raptors unnu 107-95 sigur á Philadelphia 76ers. Þetta var fimmti sigur Toronto í röð. Herro career-high 7 threes @raf_tyler pours in 25 PTS and a @MiamiHEAT rookie record 7 triples as MIA moves to 8-0 in OT this season! #NBARooks#HEATTwitterpic.twitter.com/3h4oXUDX10— NBA (@NBA) January 23, 2020 Dennis Schroder tallies 31 PTS, 9 AST off the bench in the @okcthunder's 4th consecutive win! #ThunderUppic.twitter.com/YTBDfdfoeG— NBA (@NBA) January 23, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Detroit Pistons-Sacramento Kings 127-106 Orlando Magic-Oklahoma City Thunder 114-120 Toronto Raptors-Philadelphia 76ers 107-95 Atlanta Hawks-Los Angeles Clippers 102-95 Boston Celtics-Memphis Grizzlies 119-95 Miami Heat-Washington Wizards 134-129 New York Knicks-Los Angeles Lakers 92-100 Chicago Bulls-Minnesota Timberwolves 117-110 Houston Rockets-Denver Nuggets 121-105 Phoenix Suns-Indiana Pacers 87-112 New Orleans Pelicans-San Antonio Spurs 117-121 Golden State Warriors-Utah Jazz 96-129
NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira