Of algengt að börn séu einhvers konar reipi í reipitogi á milli foreldra Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. janúar 2020 20:30 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. vísir/vilhelm Tilraunaverkefni um áhrif hjónaskilnaða á börn verður ýtt úr vör í næsta mánuði. Um er að ræða valfrjálst námskeiðætlað foreldrum sem standa í skilnaði með það að markmiði að fækka ágreiningsmálum. Gangi verkefnið vel hyggst barnamálaráðherra skoða með hvaða hætti úrræðið yrði lögfest. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur skrifað undir samning vegna tilraunaverkefnis um innleiðingu skilnaðarráðgjafar fyrir foreldra á Íslandi. Verkefnið er að danskri fyrirmynd og verður því ýtt úr vör í næsta mánuði. Skilnaðarráðgjöfin felst annars vegar í rafrænu námskeiði og hins vegar í viðtalsráðgjöf með sérfræðingi hjá félagsþjónustu um áhrif skilnaðar á líðan barna og foreldra. Gert er ráð fyrir að félagsþjónusta sveitarfélaga taki verkefnið að sér en áætlað er að námskeiðið verði foreldrum að kostnaðarlausu. „Hugsunin er að byrja með samstarfsverkefni við tvö til þrjú sveitarfélög. Þar verður boðið upp á þetta, sjá hvort að það reynist ekki með sama hætti og í Danmörku og í framhaldi getum við boðið upp á þetta á landsvísu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Í Danmörku hefur úrræðið tryggt bætta andlega vellíðan foreldra sem ganga í gegnum skilnað. Markmið ráðgjafarinnar er að fækka ágreiningsmálum foreldra og veita þeim aðstoð við að vinna úr tilfinningalegri togstreitu. Forsjár- og umgengisdeilur við skilnað séu of algengar. „Það sem gerist allt of oft í íslensku samfélagi eins og víðar er að börnin verði eins konar reipi í reipitogi á milli foreldrana en þetta úrræði hefur sýnt sig að dragi úr því,“ sagði Ásmundur Einar. Í Danmörku hefur úrræðið verið lögfest, en þegar foreldrar, sem eiga barn undir 18 ára aldri, sækja um skilnað þar í landi er þeim skylt að sæta námskeiðið. „Mér finnst rétt næsta skref, ef þetta kemur vel út, að það yrði skoðað með hvaða hætti þetta yrði lögfest,“ sagði Ásmundur. Fjölskyldumál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Tilraunaverkefni um áhrif hjónaskilnaða á börn verður ýtt úr vör í næsta mánuði. Um er að ræða valfrjálst námskeiðætlað foreldrum sem standa í skilnaði með það að markmiði að fækka ágreiningsmálum. Gangi verkefnið vel hyggst barnamálaráðherra skoða með hvaða hætti úrræðið yrði lögfest. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur skrifað undir samning vegna tilraunaverkefnis um innleiðingu skilnaðarráðgjafar fyrir foreldra á Íslandi. Verkefnið er að danskri fyrirmynd og verður því ýtt úr vör í næsta mánuði. Skilnaðarráðgjöfin felst annars vegar í rafrænu námskeiði og hins vegar í viðtalsráðgjöf með sérfræðingi hjá félagsþjónustu um áhrif skilnaðar á líðan barna og foreldra. Gert er ráð fyrir að félagsþjónusta sveitarfélaga taki verkefnið að sér en áætlað er að námskeiðið verði foreldrum að kostnaðarlausu. „Hugsunin er að byrja með samstarfsverkefni við tvö til þrjú sveitarfélög. Þar verður boðið upp á þetta, sjá hvort að það reynist ekki með sama hætti og í Danmörku og í framhaldi getum við boðið upp á þetta á landsvísu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Í Danmörku hefur úrræðið tryggt bætta andlega vellíðan foreldra sem ganga í gegnum skilnað. Markmið ráðgjafarinnar er að fækka ágreiningsmálum foreldra og veita þeim aðstoð við að vinna úr tilfinningalegri togstreitu. Forsjár- og umgengisdeilur við skilnað séu of algengar. „Það sem gerist allt of oft í íslensku samfélagi eins og víðar er að börnin verði eins konar reipi í reipitogi á milli foreldrana en þetta úrræði hefur sýnt sig að dragi úr því,“ sagði Ásmundur Einar. Í Danmörku hefur úrræðið verið lögfest, en þegar foreldrar, sem eiga barn undir 18 ára aldri, sækja um skilnað þar í landi er þeim skylt að sæta námskeiðið. „Mér finnst rétt næsta skref, ef þetta kemur vel út, að það yrði skoðað með hvaða hætti þetta yrði lögfest,“ sagði Ásmundur.
Fjölskyldumál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira