Bólivíumenn verða seint sakaðir um að vera góðir í handbolta.
Þeir taka nú þátt í Suður-Ameríkukeppninni og úrslitin í leik þeirra og Úrúgvæa í gær vöktu mikla athygli.
Úrúgvæ vann öruggan sigur, 55-1. Bólivía skoraði eitt mark á 60 mínútum. Og það kom þegar langt var liðið á seinni hálfleik. Það munaði því ekki miklu að Úrúgvæar héldu hreinu í handboltaleik.
Bólivía hefur tapað öllum þremur leikjum sínum í Suður-Ameríkukeppninni með markatölunni 17-214.
Bólivíumenn byrjuðu á því að tapa fyrir Argentínumönnum, 82-7. Í næsta leik lutu þeir svo í lægra haldi fyrir Brasilíumönnum, 77-9.
Vörn Bólivíu var aðeins betri gegn Úrúgvæ en það var á algjörlega kostnað sóknarinnar eins og sést á lokatölunum.
Bólivía mætir Paragvæ í næstsíðasta leik sínum á mótinu í dag. Paragvæar eru einnig án stiga þótt þeir hafi verið öllu samkeppnishæfari en Bólivíumenn.
Töpuðu handboltaleik 55-1
