Þingmenn að farast úr leiðindum Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2020 10:36 Demókratar hafa lýst yfir áhyggjum af því að Repúblikanar hafi ekki nálgast réttarhöldin með opnum hug. Vísir/AP Miðað við fyrstu viðbrögð öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins, sem hafa rætt við fjölmiðla í hléum á réttarhöldunum gegn Donald Trump, forseta, er ekki útlit fyrir að málflutningur flutningsmanna fulltrúadeildarinnar hafi áhrif á þá. Einhverjir sögðust ekki hafa heyrt neitt sem dugði til að sannfæra þá um að víkja Trump úr embætti og aðrir sögðust þegar hafa gert upp hug sinn um að sýkna hann. Þá virðist sem að þingmenn hafi verið að farast úr leiðindum í salnum. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni (53-47). Tvo þriðju þingmanna þarf til að víkja forseta úr embætti og nánast engar líkur eru á að það muni gerast. Demókratar hafa lýst yfir áhyggjum af því að Repúblikanar hafi ekki nálgast réttarhöldin með opnum hug. Repúblikanar segja hins vegar að Demókrötum hafi ekki tekist að sannfæra þá. Þingmaðurinn Mike Braun, sem er Repúblikani frá Indiana, sagði til dæmis að hann myndi líklega sýkna forsetann, nema Demókratar varpi fram nýjum upplýsingum sem sýni málið gegn Trump í nýju ljósi. Hér er vert að taka fram að Repúblikanar sömdu reglur réttarhaldanna og meinuðu Demókrötum að kalla til vitni og afla frekari gagna. Sagði mikilvægt að sakfella Trump Flutningsmenn fulltrúadeildarinnar notuðu gærkvöldið og nóttina til að fara yfir meint brot Trump og segja hann hafa misnotað vald sitt. Adam Schiff, sem leiðir flutninginn varði miklum tíma í að reyna að ná til Repúblikana og bað þá meðal annars um að hugsa sig vel um hvort að þeir gætu verið fullvissir um að Trump myndi setja hag Bandaríkjanna ofar eigin hag. Trump hefði þegar sýnt ítrekað fram á að hans eigin hagur færi ofar hagi Bandaríkjanna. Schiff sagði einstaklega mikilvægt að sakfella Trump. Hann ógnaði Bandaríkjunum og ef það sem væri rétt skipti ekki máli lengur væru Bandaríkin í miklum vandræðum. Leiði meðal þingmanna Réttarhöldin hafa reynst þingmönnum erfið en þeim er meðal annars meinað að hafa síma og tala sín á milli á meðan réttarhöldin standa yfir. Minnst tveir þingmenn virðast hafa sofnað og aðrir hafa tekið upp á því að leika sér með fidget spinner og bréfskutlur. Reglurnar segja einnig að þingmenn megi ekki standa upp úr sætum sínum en það hafa minnst níu Demókratar og 22 Repúblikanar gert. Þingkonan Marsha Blackburn sást lesa bók á meðan réttarhöldin stóðu yfir. Rand Paul sást fylla út krossgátu og gera pappírskutlu. Þar að auki hafa þingmenn sést tala saman, sem er ekki leyfilegt. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir 16.241 fölsk eða villandi staðhæfing á þremur árum Nærri því fimmtungi allra ósanninda sinna varpar Trump fram á Twitter og þar að auki er hann mjög líklegur til að endurtaka lygar ítrekað. Allt í allt hefur hann sagt 400 lygar oftar en þrisvar sinnum. 20. janúar 2020 14:45 Samþykktu reglur McConnell eftir flokkslínum Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. 22. janúar 2020 07:14 Málflutningur í réttarhöldunum yfir Trump hafinn Demókratar byrja á að færa rök fyrir því hvers vegna víkja ætti Donald Trump Bandaríkjaforseta úr embætti í dag. 22. janúar 2020 20:00 Lögmenn forsetans krefjast tafarlausrar sýknu Lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fer með málsvörn hans í réttarhöldum Bandaríkjaþings á hendur forsetanum vegna meintra embættisbrota, hefur krafist þess að forsetinn verði sýknaður með hraði. 20. janúar 2020 23:35 Kalla eftir hugrekki meðal öldungadeildarþingmanna Demókratar vörðu fyrstu lotunni í opnunarræðum sínum til að fara með nánum hætti yfir meint embættisbrot Donald Trump, forseta, og af hverju öldungadeildarþingmenn ættu að sakfella hann og víkja honum úr embætti. 23. janúar 2020 10:15 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Miðað við fyrstu viðbrögð öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins, sem hafa rætt við fjölmiðla í hléum á réttarhöldunum gegn Donald Trump, forseta, er ekki útlit fyrir að málflutningur flutningsmanna fulltrúadeildarinnar hafi áhrif á þá. Einhverjir sögðust ekki hafa heyrt neitt sem dugði til að sannfæra þá um að víkja Trump úr embætti og aðrir sögðust þegar hafa gert upp hug sinn um að sýkna hann. Þá virðist sem að þingmenn hafi verið að farast úr leiðindum í salnum. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni (53-47). Tvo þriðju þingmanna þarf til að víkja forseta úr embætti og nánast engar líkur eru á að það muni gerast. Demókratar hafa lýst yfir áhyggjum af því að Repúblikanar hafi ekki nálgast réttarhöldin með opnum hug. Repúblikanar segja hins vegar að Demókrötum hafi ekki tekist að sannfæra þá. Þingmaðurinn Mike Braun, sem er Repúblikani frá Indiana, sagði til dæmis að hann myndi líklega sýkna forsetann, nema Demókratar varpi fram nýjum upplýsingum sem sýni málið gegn Trump í nýju ljósi. Hér er vert að taka fram að Repúblikanar sömdu reglur réttarhaldanna og meinuðu Demókrötum að kalla til vitni og afla frekari gagna. Sagði mikilvægt að sakfella Trump Flutningsmenn fulltrúadeildarinnar notuðu gærkvöldið og nóttina til að fara yfir meint brot Trump og segja hann hafa misnotað vald sitt. Adam Schiff, sem leiðir flutninginn varði miklum tíma í að reyna að ná til Repúblikana og bað þá meðal annars um að hugsa sig vel um hvort að þeir gætu verið fullvissir um að Trump myndi setja hag Bandaríkjanna ofar eigin hag. Trump hefði þegar sýnt ítrekað fram á að hans eigin hagur færi ofar hagi Bandaríkjanna. Schiff sagði einstaklega mikilvægt að sakfella Trump. Hann ógnaði Bandaríkjunum og ef það sem væri rétt skipti ekki máli lengur væru Bandaríkin í miklum vandræðum. Leiði meðal þingmanna Réttarhöldin hafa reynst þingmönnum erfið en þeim er meðal annars meinað að hafa síma og tala sín á milli á meðan réttarhöldin standa yfir. Minnst tveir þingmenn virðast hafa sofnað og aðrir hafa tekið upp á því að leika sér með fidget spinner og bréfskutlur. Reglurnar segja einnig að þingmenn megi ekki standa upp úr sætum sínum en það hafa minnst níu Demókratar og 22 Repúblikanar gert. Þingkonan Marsha Blackburn sást lesa bók á meðan réttarhöldin stóðu yfir. Rand Paul sást fylla út krossgátu og gera pappírskutlu. Þar að auki hafa þingmenn sést tala saman, sem er ekki leyfilegt.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir 16.241 fölsk eða villandi staðhæfing á þremur árum Nærri því fimmtungi allra ósanninda sinna varpar Trump fram á Twitter og þar að auki er hann mjög líklegur til að endurtaka lygar ítrekað. Allt í allt hefur hann sagt 400 lygar oftar en þrisvar sinnum. 20. janúar 2020 14:45 Samþykktu reglur McConnell eftir flokkslínum Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. 22. janúar 2020 07:14 Málflutningur í réttarhöldunum yfir Trump hafinn Demókratar byrja á að færa rök fyrir því hvers vegna víkja ætti Donald Trump Bandaríkjaforseta úr embætti í dag. 22. janúar 2020 20:00 Lögmenn forsetans krefjast tafarlausrar sýknu Lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fer með málsvörn hans í réttarhöldum Bandaríkjaþings á hendur forsetanum vegna meintra embættisbrota, hefur krafist þess að forsetinn verði sýknaður með hraði. 20. janúar 2020 23:35 Kalla eftir hugrekki meðal öldungadeildarþingmanna Demókratar vörðu fyrstu lotunni í opnunarræðum sínum til að fara með nánum hætti yfir meint embættisbrot Donald Trump, forseta, og af hverju öldungadeildarþingmenn ættu að sakfella hann og víkja honum úr embætti. 23. janúar 2020 10:15 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
16.241 fölsk eða villandi staðhæfing á þremur árum Nærri því fimmtungi allra ósanninda sinna varpar Trump fram á Twitter og þar að auki er hann mjög líklegur til að endurtaka lygar ítrekað. Allt í allt hefur hann sagt 400 lygar oftar en þrisvar sinnum. 20. janúar 2020 14:45
Samþykktu reglur McConnell eftir flokkslínum Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. 22. janúar 2020 07:14
Málflutningur í réttarhöldunum yfir Trump hafinn Demókratar byrja á að færa rök fyrir því hvers vegna víkja ætti Donald Trump Bandaríkjaforseta úr embætti í dag. 22. janúar 2020 20:00
Lögmenn forsetans krefjast tafarlausrar sýknu Lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fer með málsvörn hans í réttarhöldum Bandaríkjaþings á hendur forsetanum vegna meintra embættisbrota, hefur krafist þess að forsetinn verði sýknaður með hraði. 20. janúar 2020 23:35
Kalla eftir hugrekki meðal öldungadeildarþingmanna Demókratar vörðu fyrstu lotunni í opnunarræðum sínum til að fara með nánum hætti yfir meint embættisbrot Donald Trump, forseta, og af hverju öldungadeildarþingmenn ættu að sakfella hann og víkja honum úr embætti. 23. janúar 2020 10:15