Mistök í svari ráðuneytis um laun hjúkrunarfræðinga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2020 12:00 Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur biðst velvirðingar á mistökunum. Vísir/Vilhelm Mistök voru gerð við vinnslu svars heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um launamun hjúkrunarfræðinga eftir sjúkrahúsum. Nýtt svar með uppfærðum upplýsingum verður sent Alþingi síðar í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu en Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem svar ráðherra er sagt vera „í engum takti við raunveruleikann,“Í svari ráðherra við fyrirspurn Maríu Hjálmarsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, var birt á vef Alþingis í vikunni en þar kemur meðal annars fram að heildarlaun almennra hjúkrunarfræðinga séu að meðaltali 1,7 milljónir á mánuði og dagvinnulaun almennra hjúkrunarfræðinga á Landspítala séu 668 þúsund en heildarlaun um ein milljón. „Launatölurnar virðast vera settar fram með launatengdum gjöldum og miðaðar við fullt starf. Þær eru því fjarri þeim launum sem hjúkrunarfræðingar eru raunverulega með. Hjúkrunarfræðingar eru að meðaltali í 71% starfshlutfalli hjá ríkinu og eru fæstir í fullu starfi. Enginn fyrirvari er gerður við framsetningu talnanna, forsendur eða fjölda á bak við meðaltöl,“ segir í tilkynningunni sem Fíh sendi frá sér í gær. Félagið mótmælir jafnframt harðlega þeirri tímasetningu sem svörin koma fram enda þokist hægt í kjaraviðræðum við hjúkrunarfræðinga. Í tilkynningunni sem barst frá heilbrigðisráðuneytinu í dag segir að mistök hafi verið gerð og tekið er undir athugasemdir um að framsetningin í svarinu gefi ranga mynd af meðalgrunnlaunum og meðalheildarlaunum hjúkrunarfræðinga. „Mistök urðu við vinnslu svarsins en það var byggt á röngum forsendum og verður unnið að nýju,“ segir í tilkynningunni. Tölurnar hafi verið settar fram með launatengdum gjöldum en við upplýsingagjöf um laun og kjör eru launatengd gjöld almennt ekki höfð með, og „tryggt verður að sambærileg mistök gerist ekki aftur.“ Þá biðst ráðuneytið velvirðingar á mistökunum. Alþingi Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Mistök voru gerð við vinnslu svars heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um launamun hjúkrunarfræðinga eftir sjúkrahúsum. Nýtt svar með uppfærðum upplýsingum verður sent Alþingi síðar í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu en Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem svar ráðherra er sagt vera „í engum takti við raunveruleikann,“Í svari ráðherra við fyrirspurn Maríu Hjálmarsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, var birt á vef Alþingis í vikunni en þar kemur meðal annars fram að heildarlaun almennra hjúkrunarfræðinga séu að meðaltali 1,7 milljónir á mánuði og dagvinnulaun almennra hjúkrunarfræðinga á Landspítala séu 668 þúsund en heildarlaun um ein milljón. „Launatölurnar virðast vera settar fram með launatengdum gjöldum og miðaðar við fullt starf. Þær eru því fjarri þeim launum sem hjúkrunarfræðingar eru raunverulega með. Hjúkrunarfræðingar eru að meðaltali í 71% starfshlutfalli hjá ríkinu og eru fæstir í fullu starfi. Enginn fyrirvari er gerður við framsetningu talnanna, forsendur eða fjölda á bak við meðaltöl,“ segir í tilkynningunni sem Fíh sendi frá sér í gær. Félagið mótmælir jafnframt harðlega þeirri tímasetningu sem svörin koma fram enda þokist hægt í kjaraviðræðum við hjúkrunarfræðinga. Í tilkynningunni sem barst frá heilbrigðisráðuneytinu í dag segir að mistök hafi verið gerð og tekið er undir athugasemdir um að framsetningin í svarinu gefi ranga mynd af meðalgrunnlaunum og meðalheildarlaunum hjúkrunarfræðinga. „Mistök urðu við vinnslu svarsins en það var byggt á röngum forsendum og verður unnið að nýju,“ segir í tilkynningunni. Tölurnar hafi verið settar fram með launatengdum gjöldum en við upplýsingagjöf um laun og kjör eru launatengd gjöld almennt ekki höfð með, og „tryggt verður að sambærileg mistök gerist ekki aftur.“ Þá biðst ráðuneytið velvirðingar á mistökunum.
Alþingi Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira