Unnið eftir viðbragðsáætlun vegna Wuhan-veirunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. janúar 2020 12:52 Fólk sem heimsótt hefur Wuhan í Kína undanfarnar 2 vikur þarf að undirgangast læknisfræðilegt mat í Keflavík. Vísir/jKJ Byrjað er að starfa eftir viðbragðsáætlun á Keflavíkurflugvelli vegna útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem dregið hefur 26 til bana á heimsvísu. Þar að auki hafa allar heilbrigðisstofnanir landsins verið hvattar til að uppfæra sínar viðbragðsáætlanir, auk þess sem Ferðamálastofa hefur verið virkjuð til að koma upplýsingum til ferðamanna á framfæri. Þetta er meðal þess sem fram kemur í úttekt Landlæknisembættisins á aðgerðum sem gripið hefur verið til á Íslandi til að hefta útbreiðslu hinnar nýju kórónaveiru hér á landi. Þar er þess getið að búið sé að staðfesta smitið í 897 einstaklingum, þar af hafi 26 látist. Auk þess hafa borist óstaðfestar fréttir um smit í nokkrum löndum Evrópu þ. á m. Skotlandi og Finnlandi. „Þrátt fyrir upplýsingar um aukna útbreiðslu hinnar nýju veiru þá eru ekki vísbendingar um að hún sé hættulegri en áður hefur verið talið,“ segir í útlistun sóttvarnalæknis. Þar er þess jafnframt getið að ákveðið hafi verið að grípa til aðgerða á Keflavíkurflugvelli. „Farþegar á Keflavíkurflugvelli sem koma til landsins munu fá skilaboð þess eðlis að ef þeir eru með merki um öndunarfærasýkingu og hafa verið í Wuhan Kína á undangengnum 14 dögum eða hafa verið í samgangi við einstaklinga með grunaða eða staðfesta sýkingu, þá þurfi að gera á þeim læknisfræðilegt mat á Keflavíkurflugvelli,“ eins og þeim er lýst. Megi búast við sóttkví Ekki er þó talið tilefni til að hitamæla alla farþega eða leggja fyrir þá spurningalista á Keflavíkurflugvelli að sögn sóttvarnalæknis - „því slíkar aðgerðir hafa reynst bæði kostnaðarsamar og árangurslitlar.“ Einkennalausum farþegum sem hafa verið í Wuhan í Kína undanfarnar tvær vikur, eða verið í samgangi við einstaklinga með grunaða eða staðfesta sýkingu, eru beðnir um að gefa sig fram. „Þessir einstaklingar geta vænst þess verða settir í sóttkví í einhverja daga,“ segir sóttvarnarlæknir. Ofangreindar aðgerðir séu til þess fallnar að finna sýkta og hugsanlega smitaða einstaklinga sem fyrst og forða þannig frekari útbreiðslu innanlands. Útlistun sóttvarnalæknis má nálgast í heild hér.Uppfært kl. 16:25Í upprunalegu fréttinni sagði að viðbragðsáætlun hafi verið virkjuð vegna veirunnar. Hið rétta er að byrjað er að vinna eftir viðbragðsáætlunum. Þetta hefur hér með verið leiðrétt. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hefja byggingu nýs sjúkrahúss vegna Wuhan-veirunnar Kínverjar hafa hafið framkvæmdir við byggingu á nýju sjúkrahúsi í borginni Wuhan þar sem til stendur að hlúa að sjúklingum sem greinst hafa með Wuhan-veiruna. 24. janúar 2020 09:43 Íbúar tíu borga Kína í ferðabanni 830 tilfelli veirunnar hafa nú verið staðfest og með ferðabanninu vilja yfirvöld reyna að hefta útbreiðslu smitsins á þessari mestu ferðahelgi ársins hjá Kínverjum sem halda nú upp á áramót. 24. janúar 2020 06:33 Grunur um tvö tilfelli Wuhan-veirusmits í Finnlandi Alls hafa 26 manns látist af völdum veirunnar og mörg hundruð smitast. 24. janúar 2020 07:41 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Sjá meira
Byrjað er að starfa eftir viðbragðsáætlun á Keflavíkurflugvelli vegna útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem dregið hefur 26 til bana á heimsvísu. Þar að auki hafa allar heilbrigðisstofnanir landsins verið hvattar til að uppfæra sínar viðbragðsáætlanir, auk þess sem Ferðamálastofa hefur verið virkjuð til að koma upplýsingum til ferðamanna á framfæri. Þetta er meðal þess sem fram kemur í úttekt Landlæknisembættisins á aðgerðum sem gripið hefur verið til á Íslandi til að hefta útbreiðslu hinnar nýju kórónaveiru hér á landi. Þar er þess getið að búið sé að staðfesta smitið í 897 einstaklingum, þar af hafi 26 látist. Auk þess hafa borist óstaðfestar fréttir um smit í nokkrum löndum Evrópu þ. á m. Skotlandi og Finnlandi. „Þrátt fyrir upplýsingar um aukna útbreiðslu hinnar nýju veiru þá eru ekki vísbendingar um að hún sé hættulegri en áður hefur verið talið,“ segir í útlistun sóttvarnalæknis. Þar er þess jafnframt getið að ákveðið hafi verið að grípa til aðgerða á Keflavíkurflugvelli. „Farþegar á Keflavíkurflugvelli sem koma til landsins munu fá skilaboð þess eðlis að ef þeir eru með merki um öndunarfærasýkingu og hafa verið í Wuhan Kína á undangengnum 14 dögum eða hafa verið í samgangi við einstaklinga með grunaða eða staðfesta sýkingu, þá þurfi að gera á þeim læknisfræðilegt mat á Keflavíkurflugvelli,“ eins og þeim er lýst. Megi búast við sóttkví Ekki er þó talið tilefni til að hitamæla alla farþega eða leggja fyrir þá spurningalista á Keflavíkurflugvelli að sögn sóttvarnalæknis - „því slíkar aðgerðir hafa reynst bæði kostnaðarsamar og árangurslitlar.“ Einkennalausum farþegum sem hafa verið í Wuhan í Kína undanfarnar tvær vikur, eða verið í samgangi við einstaklinga með grunaða eða staðfesta sýkingu, eru beðnir um að gefa sig fram. „Þessir einstaklingar geta vænst þess verða settir í sóttkví í einhverja daga,“ segir sóttvarnarlæknir. Ofangreindar aðgerðir séu til þess fallnar að finna sýkta og hugsanlega smitaða einstaklinga sem fyrst og forða þannig frekari útbreiðslu innanlands. Útlistun sóttvarnalæknis má nálgast í heild hér.Uppfært kl. 16:25Í upprunalegu fréttinni sagði að viðbragðsáætlun hafi verið virkjuð vegna veirunnar. Hið rétta er að byrjað er að vinna eftir viðbragðsáætlunum. Þetta hefur hér með verið leiðrétt.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hefja byggingu nýs sjúkrahúss vegna Wuhan-veirunnar Kínverjar hafa hafið framkvæmdir við byggingu á nýju sjúkrahúsi í borginni Wuhan þar sem til stendur að hlúa að sjúklingum sem greinst hafa með Wuhan-veiruna. 24. janúar 2020 09:43 Íbúar tíu borga Kína í ferðabanni 830 tilfelli veirunnar hafa nú verið staðfest og með ferðabanninu vilja yfirvöld reyna að hefta útbreiðslu smitsins á þessari mestu ferðahelgi ársins hjá Kínverjum sem halda nú upp á áramót. 24. janúar 2020 06:33 Grunur um tvö tilfelli Wuhan-veirusmits í Finnlandi Alls hafa 26 manns látist af völdum veirunnar og mörg hundruð smitast. 24. janúar 2020 07:41 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Sjá meira
Hefja byggingu nýs sjúkrahúss vegna Wuhan-veirunnar Kínverjar hafa hafið framkvæmdir við byggingu á nýju sjúkrahúsi í borginni Wuhan þar sem til stendur að hlúa að sjúklingum sem greinst hafa með Wuhan-veiruna. 24. janúar 2020 09:43
Íbúar tíu borga Kína í ferðabanni 830 tilfelli veirunnar hafa nú verið staðfest og með ferðabanninu vilja yfirvöld reyna að hefta útbreiðslu smitsins á þessari mestu ferðahelgi ársins hjá Kínverjum sem halda nú upp á áramót. 24. janúar 2020 06:33
Grunur um tvö tilfelli Wuhan-veirusmits í Finnlandi Alls hafa 26 manns látist af völdum veirunnar og mörg hundruð smitast. 24. janúar 2020 07:41