Stjörnumenn hafa ekki tapað síðan þeir mættu Keflvíkingum síðast og þeir mæta þeim aftur í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 17:00 Deane Williams og Ægir Þór Steinarsson í baráttunni í fyrri leik Stjörnunnar og Keflavíkur í vetur. Stjörnuliðið hefur ekki tapað síðan. Vísir/Daníel Stórleikur kvöldsins er leikur Keflavíkur og Stjörnunnar í fimmtándu umferð Domino´s deildar karla en þarna mætast tvö efstu lið deildarinnar. Keflvíkingar taka toppsætið með sigri og væru þá um leið með betri innbyrðis stöðu gegn Stjörnunni enda búnir að vinna báða leiki liðanna í vetur. Keflavík vann fyrri leik liðanna með tólf stigum, 103-91, en hann fór fram 25. október í Garðabænum. Keflavíkurliðið vann þá alla fjóra leikhlutana. Síðan þá hafa Stjörnumenn unnið alla tólf leiki sína, tíu deildarleiki og tvo bikarleiki að auki. Vinni Stjörnumenn í kvöld hafa þeir náð að vinna öll lið Domino´s deildarinnar í einum rykk. Þeir þurfa þrettán stiga sigur til að standa betri innbyrðis á móti Keflvíkingum og takist það þá eru þeir komnir með aðra höndina á deildarmeistaratitilinn enda í raun með sex stiga forskot á næsta lið þegar sjö umferðir eru eftir. Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig Hlyni Bæringssyni gengur á móti Dominykas Milka í kvöld. Þetta verður fyrsta viðureign þeirra í vetur því Hlynur missti af fyrri leik liðanna vegna meiðsla. Dominykas Milka var þá með 31 stig, 15 fráköst og 57 prósent skotnýtingu og saman voru hann og Deane Williams með 53 stig og 31 frákast í þessum leik. Stjörnumenn hafa síðan skipt um Bandaríkjamann og því fáum við líka að sjá hvernig Urald King gengur að stöðva stóru mennina í Keflavíkurliðinu. Hlynur og King eru frábærir varnarmenn en verkefnin þeirra í varnarleiknum verða varla mikið meira krefjandi en í Blue-höllinni í kvöld. Það er líka ljóst að bakverðirnir snjöllu, Ægir Þór Steinarsson og Nikolas Tomsick, eiga ekki marga leiki eins og þann í Garðabænum í októberlok þegar klikkuðu saman á öllum tólf þriggja stiga skotum sínum. Leikur Keflavíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Á undan verður sýndur beint leikur ÍR og Þórs Akureyri og eftir hann verður síðan Domino´s Körfuboltakvöld þar sem verður farið yfir alla fimmtándu umferðina. Dominos-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira
Stórleikur kvöldsins er leikur Keflavíkur og Stjörnunnar í fimmtándu umferð Domino´s deildar karla en þarna mætast tvö efstu lið deildarinnar. Keflvíkingar taka toppsætið með sigri og væru þá um leið með betri innbyrðis stöðu gegn Stjörnunni enda búnir að vinna báða leiki liðanna í vetur. Keflavík vann fyrri leik liðanna með tólf stigum, 103-91, en hann fór fram 25. október í Garðabænum. Keflavíkurliðið vann þá alla fjóra leikhlutana. Síðan þá hafa Stjörnumenn unnið alla tólf leiki sína, tíu deildarleiki og tvo bikarleiki að auki. Vinni Stjörnumenn í kvöld hafa þeir náð að vinna öll lið Domino´s deildarinnar í einum rykk. Þeir þurfa þrettán stiga sigur til að standa betri innbyrðis á móti Keflvíkingum og takist það þá eru þeir komnir með aðra höndina á deildarmeistaratitilinn enda í raun með sex stiga forskot á næsta lið þegar sjö umferðir eru eftir. Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig Hlyni Bæringssyni gengur á móti Dominykas Milka í kvöld. Þetta verður fyrsta viðureign þeirra í vetur því Hlynur missti af fyrri leik liðanna vegna meiðsla. Dominykas Milka var þá með 31 stig, 15 fráköst og 57 prósent skotnýtingu og saman voru hann og Deane Williams með 53 stig og 31 frákast í þessum leik. Stjörnumenn hafa síðan skipt um Bandaríkjamann og því fáum við líka að sjá hvernig Urald King gengur að stöðva stóru mennina í Keflavíkurliðinu. Hlynur og King eru frábærir varnarmenn en verkefnin þeirra í varnarleiknum verða varla mikið meira krefjandi en í Blue-höllinni í kvöld. Það er líka ljóst að bakverðirnir snjöllu, Ægir Þór Steinarsson og Nikolas Tomsick, eiga ekki marga leiki eins og þann í Garðabænum í októberlok þegar klikkuðu saman á öllum tólf þriggja stiga skotum sínum. Leikur Keflavíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Á undan verður sýndur beint leikur ÍR og Þórs Akureyri og eftir hann verður síðan Domino´s Körfuboltakvöld þar sem verður farið yfir alla fimmtándu umferðina.
Dominos-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira