Vantar allt að fjörutíu leiguíbúðir í Vík í Mýrdal Kristín Ólafsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 25. janúar 2020 13:48 Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Stöð 2/Einar Árnason. Mikill skortur er á húsnæði í Vík í Mýrdal, ekki síst leiguhúsnæði. Fólki hefur fjölgað mikið í þorpinu vegna mikilla umsvifa í ferðaþjónustu. Tæpur helmingur íbúa sveitarfélagsins er af erlendu bergi brotinn. Í Mýrdalshreppi búa rúmlega 700 manns og þar af eru 44% íbúa af erlendu bergi brotnir. Fjölmennasti aldursflokkurinn er á bilinu 25 til 34 ára. Tvö ár í röð hefur sveitarfélagið verið með hvað mesta hlutfallslega fjölgun íbúa á landsvísu. Það dylst engum að drifkrafturinn í þessari fjölgun er ferðamannaþjónusta sem hefur blómstrað síðustu ár. Þessari íbúafjölgun og umbreytingu sveitarfélagsins úr bændasamfélagi í ferðaþjónustusamfélag fylgja töluverðir vaxtarverkir. Á sama tíma og störfum fjölgar eykst þörfin á búsetuúrræði fyrir íbúana en mikill húsnæðisskortur er í Vík um þessar mundir. Það kemur glöggt fram í nýrri húsnæðisskýrslu, sem sveitarstjórn Mýrdalshrepps lét vinna fyrir sig. Þorbjörg Gísladóttir er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Það er bara þannig að okkur vantar leiguhúsnæði og okkur vantar fyrst og fremst minni, litlar og meðalstórar íbúðir inn á makraðinn. Bæði til kaups og svo til leigu.“ Séð yfir Vík í Mýrdal.Stöð 2/Einar Árnason. Þorbjörg segir að það vanti nú þegar 20 til 40 leiguíbúðir, 20 þriggja herbergja íbúðir og 10 stærri íbúðir í Vík. „Það eru í dag í byggingu 15 íbúðir en það dugar bara ekki til.“ Er ekki gaman að vera svona vinsælt sveitarfélag? „Jú, það er rosalega gaman en við myndum gjarnan vilja sjá fleiri börn og fleiri unglinga. Það kannski vantar hjá okkur en það kemur kannski. Það er vísbending um það að það verði fleiri börn þegar svona stór hópur fólks er á barneignaaldri.“ Getið þið ekki skellt í ástarviku? „Það hefur alveg komið til umræðu og hver veit.“ Hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara á Íslandi er í Mýrdalshreppi en alls eru 44% íbúa hreppsins með erlent ríkisfang. „Við bara fögnum því. Það er fjölbreytileikinn sem drífur okkur áfram og þetta hjálpar okkur við að fá fólk í þau störf sem vantar. Margir eru að læra íslensku. Ég hef til dæmis sagt frá því áður að á skrifstofunni hjá mér, þar sem við störfum fimm, þar eru tveir starfsmenn af erlendu bergi brotnir sem eru mjög góðir í íslensku og hafa fengið tækifæri samkvæmt því. Þannig er það í Mýrdalnum, við gefum fólki tækifæri ef það hefur áhuga á því og leggur sig fram.“ Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mýrdalshreppur Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Mikill skortur er á húsnæði í Vík í Mýrdal, ekki síst leiguhúsnæði. Fólki hefur fjölgað mikið í þorpinu vegna mikilla umsvifa í ferðaþjónustu. Tæpur helmingur íbúa sveitarfélagsins er af erlendu bergi brotinn. Í Mýrdalshreppi búa rúmlega 700 manns og þar af eru 44% íbúa af erlendu bergi brotnir. Fjölmennasti aldursflokkurinn er á bilinu 25 til 34 ára. Tvö ár í röð hefur sveitarfélagið verið með hvað mesta hlutfallslega fjölgun íbúa á landsvísu. Það dylst engum að drifkrafturinn í þessari fjölgun er ferðamannaþjónusta sem hefur blómstrað síðustu ár. Þessari íbúafjölgun og umbreytingu sveitarfélagsins úr bændasamfélagi í ferðaþjónustusamfélag fylgja töluverðir vaxtarverkir. Á sama tíma og störfum fjölgar eykst þörfin á búsetuúrræði fyrir íbúana en mikill húsnæðisskortur er í Vík um þessar mundir. Það kemur glöggt fram í nýrri húsnæðisskýrslu, sem sveitarstjórn Mýrdalshrepps lét vinna fyrir sig. Þorbjörg Gísladóttir er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Það er bara þannig að okkur vantar leiguhúsnæði og okkur vantar fyrst og fremst minni, litlar og meðalstórar íbúðir inn á makraðinn. Bæði til kaups og svo til leigu.“ Séð yfir Vík í Mýrdal.Stöð 2/Einar Árnason. Þorbjörg segir að það vanti nú þegar 20 til 40 leiguíbúðir, 20 þriggja herbergja íbúðir og 10 stærri íbúðir í Vík. „Það eru í dag í byggingu 15 íbúðir en það dugar bara ekki til.“ Er ekki gaman að vera svona vinsælt sveitarfélag? „Jú, það er rosalega gaman en við myndum gjarnan vilja sjá fleiri börn og fleiri unglinga. Það kannski vantar hjá okkur en það kemur kannski. Það er vísbending um það að það verði fleiri börn þegar svona stór hópur fólks er á barneignaaldri.“ Getið þið ekki skellt í ástarviku? „Það hefur alveg komið til umræðu og hver veit.“ Hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara á Íslandi er í Mýrdalshreppi en alls eru 44% íbúa hreppsins með erlent ríkisfang. „Við bara fögnum því. Það er fjölbreytileikinn sem drífur okkur áfram og þetta hjálpar okkur við að fá fólk í þau störf sem vantar. Margir eru að læra íslensku. Ég hef til dæmis sagt frá því áður að á skrifstofunni hjá mér, þar sem við störfum fimm, þar eru tveir starfsmenn af erlendu bergi brotnir sem eru mjög góðir í íslensku og hafa fengið tækifæri samkvæmt því. Þannig er það í Mýrdalnum, við gefum fólki tækifæri ef það hefur áhuga á því og leggur sig fram.“
Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mýrdalshreppur Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira