Gianna Maria-Onore Bryant, dóttir körfuboltamannsins Kobe Brant, er sögð vera á meðal þeirra sem létust í þyrluslysi í Los Angeles í dag. Gianna, oftast kölluð Gigi, var þrettán ára gömul.
Þetta kemur fram á vef TMZ þar sem segir jafnframt að þau hafi verið á leið á körfuboltaleik í Mamba akademíunni nærri Thousand Oaks í norðvesturhluta Los Angeles. Þá eru þau sögð hafa verið með öðrum leikmanni í liði Giönnu ásamt foreldri.
Sources: Kobe Bryant was on his way to a travel basketball game with his daughter Gianna when the helicopter crashed. Those aboard the helicopter also included another player and parent.
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) January 26, 2020
Myndband af feðginunum hefur farið í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem þau sjást saman á körfuboltaleik. Þar sjást þau ræða leikinn af miklum áhuga en Gianna var mikill áhugamaður um körfubolta, líkt og faðir sinn.
RIP to Kobe and Gianna. What was once a meme is now a loving memory of a father and daughter. pic.twitter.com/gakXCH6AL4
— Brendan Walker @ #ProBowl 2020 (@BWalkerNFL) January 26, 2020
Fimm létust í slysinu, þar á meðal Kobe Bryant sjálfur og Gianna.
Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs voru aðrir fjölskyldumeðlimir ekki í þyrlunni en Bryant á þrjár aðrar dætur með eiginkonu sinni Vanessu, þær Nataliu, Biönku og Capri. Sú yngsta er aðeins sjö mánaða gömul.