Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í kvöld Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl.
Congrats Best Score Soundtrack for Visual Media winner - 'Chernobyl' @hildurness, composer. #GRAMMYs
— Recording Academy / GRAMMYs (@RecordingAcad) January 26, 2020
Fyrr í mánuðinum vann Hildur Golden Globe fyrir tónlist sína í kvikmyndinn Joker. Hún var önnur konan til að vinna verðlaunin fyrir frumsamda kvikmyndatónlist og sú fyrsta til þess að vinna þau ein.
Hún er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í kvikmyndinni um Jókerinn og er þar með sjöundi Íslendingurinn til að fá tilnefningu. Jóhann Jóhannsson fékk tilnefningar árin 2015 og 2016 fyrir tónlist sína í kvikmyndunum The Theory of Everything og Sicario. Jóhann og Hildur unnu mikið saman á sínum tíma.
Fari svo að Hildur vinni Óskarinn verður hún fyrsti Íslendingurinn til þess að hljóta verðlaunin eftirsóttu.
Composer Hildur Guðnadóttir won the Grammy for best score soundtrack for visual media for #Chernobylhttps://t.co/f4NvNcPHeB#Grammyspic.twitter.com/3HOMxFN2Mq
— The Hollywood Reporter (@THR) January 26, 2020