Tvær litlar spurningar til þingmanna Þröstur Friðfinnsson skrifar 28. janúar 2020 12:00 Þingsályktunartillaga um málefni sveitarfélaga, grein VII. Nú er Alþingi að fara að afgreiða þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga. Þá er mikilvægt að þingmenn hafi svör á hraðbergi. Á aukalandsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 6. september s.l., var fyrir atbeina kjörinna fulltrúa stærri sveitarfélaga, gegn harðri andstöðu u.þ.b. þriðjungs sveitarfélaga á Íslandi, samþykkt eftirfarandi ályktun; „Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið 6. september 2019 samþykkir að mæla með því að Alþingi samþykki fyrirliggjandi þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023. Í tillögunni er gert ráð fyrir veglegum fjárhagslegum stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við sameiningar sveitarfélaga og því er mikilvægt að ríkissjóður veiti sérstök fjárframlög til sjóðsins til að fjármagna þann stuðning.“ Enginn ágreiningur er þó meðal sveitarstjórnarmanna um flesta liði þingsályktunartillögunnar, einungis um ákvæði um lágmarksíbúafjölda. Rétt fyrir þingið lagði ráðuneyti sveitarstjórnarmála fram tillögur um sameiningarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til einstakra sveitarfélaga upp á samtals um 19 milljarða króna. Síðar hefur verið talað um framlög upp á allt að 15 milljarða á næstu 10 – 15 árum í þessu skyni. Talað var um þessar tillögur á þeim nótum að fjármunir þessir væru nánast í hendi. Enn hefur þó ekkert nýtt fjármagn verið sett í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til sameiningarframlaga. Ekkert er að finna í fjárlögum ársins, í fjármálaáætlun eða sér þess stað í öðrum gögnum um fjármál ríkisins næstu ár. Það blasir við öllum sem vilja sjá, að tillögurnar voru blekking ein, til að véla sem flesta til að styðja áform um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að nýtt fjármagn komi inn í Jöfnunarsjóð og bókun landsþings ætti því að vera í nokkru uppnámi. Samt sem áður situr stjórn Sambandsins íslenskra sveitarfélaga föst við sinn keip og krefur Alþingi enn um samþykkt þingsályktunartillögunnar. Það er trúlega allt að því einsdæmi að stjórn í félagi fari svo harkalega gegn svo stórum hluta sinna aðildarfélaga. Brjóti svo afdráttarlaust gegn skýrum samþykktum sem henni ber að starfa eftir. Sambandsins okkar, sem hefur það hlutverk að vera sameiginlegur málsvari og vinna að sameiginlegum hagsmunamálum og samstarfi sveitarfélaga. Sérfræðingur í félagarétti hefur í vel rökstuddu minnisblaði, komist að afdráttarlausri niðurstöðu. Með því að kjörnir fulltrúar stærri sveitarfélaga samþykki í krafti aukins atkvæðavægis að hin minni skuli í raun lögð niður án þess að þeirra eigin kjörnu fulltrúar megi nokkrum vörnum við koma, þá fer Sambandið í þessu efni klárlega út fyrir sitt hlutverk samkvæmt samþykktum þess. Þegar við bætist að ekkert er gert með seinni hluta ályktunar landsþingsins, verður að segjast að ályktunin er orðin fullkomlega marklaus. Alþingi er á engan hátt bundið af slíkri bókun. Raunar hefur Sambandið sem frjáls félagasamtök, nákvæmlega ekkert boðvald yfir Alþingi, þó formaðurinn hafi óhikað talað á þeim nótum. Seint verður trúað að þingmenn bogni undan svo óheiðarlegum þrýsingi. Ef þingsályktunartillagan með sína 11 liði heldur ekki fullu gildi sínu þó íbúalágmarkið sé fellt út, þá er eitthvað mikið bogið við hana að öðru leyti. Ég vona þó að svo sé alls ekki. Í rökstuðningi fyrir lögfestingu lágmarksíbúafjölda, er megináherslan á hag íbúa. Að þeir fái betri þjónustu, að það styrki byggðir og efli sveitarfélögin sem faglegar stjórnsýslueiningar til framtíðar. Ef rétt er með farið, þá munu íbúar æfinlega kjósa með sínum hag og samþykkja sameiningar. Hvers vegna í ósköpunum þarf þá að setja lögþvingun inn í tillöguna? Því verða þingmenn að svara áður en þeir greiða atkvæði. Í þingsályktunartillögunni er afar mikið gert úr lýðræði og sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga. Lýðræði endar ekki við töluna 1000. Íslendingum fer stærðarhroki afar illa. Íslendingar eru enn smærri hluti af Evrópu en Akrahreppur með sína 200 íbúa, er þó sem hlutfall af Íslendingum. Við njótum samt fullveldis og teljum okkur fullgilda þjóð meðal þjóða. Ég sé t.d. ekki fyrir mér að Evrópuþingið myndi nokkurn tíma álykta um að þjóðríki þyrfti að hafa að lágmarki eina milljón íbúa til að teljast ríki. Lokaspurningin til þingmanna áður en þeir greiða atkvæði er einföld: Eiga íbúar Grýtubakkahrepps ekki að njóta sömu mannréttinda, sama lýðræðislega sjálfsákvörðunarréttar og íbúar Hveragerðis? Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Þröstur Friðfinnsson Tengdar fréttir Lýðræðið, lögfræðin og ofbeldið Í þingsályktunartillögu um málefni sveitarfélaga, er mikið talað um lýðræði, virðingu, sjálfbærni og sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga og er það vel. 22. október 2019 10:00 Rétt og rangt um þjónustu Það er grafalvarlegt mál fyrir okkur sem stöndum að rekstri lítilla sveitarfélaga, þegar ráðamenn fullyrða margítrekað að við séum ekki að veita íbúum okkar þá þjónustu sem okkur ber að gera að lögum. 11. október 2019 12:52 Er fólk bara tölur? Það vill gleymast í umræðu um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum, að málið snýst ekki bara um tölur, hvort heldur er íbúafjölda eða krónur. 25. nóvember 2019 10:00 Framtíðarfólk og afturhaldsseggir Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps skrifar um sveitarstjórnarmál og sameiningar. 4. nóvember 2019 10:15 Hamingjuóskir Austur - afhjúpun Ég óska íbúum í Austri innilega til hamingju með glæsilega sameiningarkosningu um liðna helgi. 28. október 2019 10:15 Hagræðing eða þjónusta? Nú nýverið kom út skýrsla sem unnin var að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Öflugri sveitarfélög – væntur ávinningur við sameiningu sveitarfélaga m.v. 1.000 íbúa að lágmarki. Ekkert er óljóst um tilganginn með skýrslunni, hann er að byggja enn frekar undir stefnu stjórnvalda um stækkun sveitarfélaga. 15. október 2019 14:00 Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Þingsályktunartillaga um málefni sveitarfélaga, grein VII. Nú er Alþingi að fara að afgreiða þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga. Þá er mikilvægt að þingmenn hafi svör á hraðbergi. Á aukalandsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 6. september s.l., var fyrir atbeina kjörinna fulltrúa stærri sveitarfélaga, gegn harðri andstöðu u.þ.b. þriðjungs sveitarfélaga á Íslandi, samþykkt eftirfarandi ályktun; „Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið 6. september 2019 samþykkir að mæla með því að Alþingi samþykki fyrirliggjandi þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023. Í tillögunni er gert ráð fyrir veglegum fjárhagslegum stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við sameiningar sveitarfélaga og því er mikilvægt að ríkissjóður veiti sérstök fjárframlög til sjóðsins til að fjármagna þann stuðning.“ Enginn ágreiningur er þó meðal sveitarstjórnarmanna um flesta liði þingsályktunartillögunnar, einungis um ákvæði um lágmarksíbúafjölda. Rétt fyrir þingið lagði ráðuneyti sveitarstjórnarmála fram tillögur um sameiningarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til einstakra sveitarfélaga upp á samtals um 19 milljarða króna. Síðar hefur verið talað um framlög upp á allt að 15 milljarða á næstu 10 – 15 árum í þessu skyni. Talað var um þessar tillögur á þeim nótum að fjármunir þessir væru nánast í hendi. Enn hefur þó ekkert nýtt fjármagn verið sett í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til sameiningarframlaga. Ekkert er að finna í fjárlögum ársins, í fjármálaáætlun eða sér þess stað í öðrum gögnum um fjármál ríkisins næstu ár. Það blasir við öllum sem vilja sjá, að tillögurnar voru blekking ein, til að véla sem flesta til að styðja áform um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að nýtt fjármagn komi inn í Jöfnunarsjóð og bókun landsþings ætti því að vera í nokkru uppnámi. Samt sem áður situr stjórn Sambandsins íslenskra sveitarfélaga föst við sinn keip og krefur Alþingi enn um samþykkt þingsályktunartillögunnar. Það er trúlega allt að því einsdæmi að stjórn í félagi fari svo harkalega gegn svo stórum hluta sinna aðildarfélaga. Brjóti svo afdráttarlaust gegn skýrum samþykktum sem henni ber að starfa eftir. Sambandsins okkar, sem hefur það hlutverk að vera sameiginlegur málsvari og vinna að sameiginlegum hagsmunamálum og samstarfi sveitarfélaga. Sérfræðingur í félagarétti hefur í vel rökstuddu minnisblaði, komist að afdráttarlausri niðurstöðu. Með því að kjörnir fulltrúar stærri sveitarfélaga samþykki í krafti aukins atkvæðavægis að hin minni skuli í raun lögð niður án þess að þeirra eigin kjörnu fulltrúar megi nokkrum vörnum við koma, þá fer Sambandið í þessu efni klárlega út fyrir sitt hlutverk samkvæmt samþykktum þess. Þegar við bætist að ekkert er gert með seinni hluta ályktunar landsþingsins, verður að segjast að ályktunin er orðin fullkomlega marklaus. Alþingi er á engan hátt bundið af slíkri bókun. Raunar hefur Sambandið sem frjáls félagasamtök, nákvæmlega ekkert boðvald yfir Alþingi, þó formaðurinn hafi óhikað talað á þeim nótum. Seint verður trúað að þingmenn bogni undan svo óheiðarlegum þrýsingi. Ef þingsályktunartillagan með sína 11 liði heldur ekki fullu gildi sínu þó íbúalágmarkið sé fellt út, þá er eitthvað mikið bogið við hana að öðru leyti. Ég vona þó að svo sé alls ekki. Í rökstuðningi fyrir lögfestingu lágmarksíbúafjölda, er megináherslan á hag íbúa. Að þeir fái betri þjónustu, að það styrki byggðir og efli sveitarfélögin sem faglegar stjórnsýslueiningar til framtíðar. Ef rétt er með farið, þá munu íbúar æfinlega kjósa með sínum hag og samþykkja sameiningar. Hvers vegna í ósköpunum þarf þá að setja lögþvingun inn í tillöguna? Því verða þingmenn að svara áður en þeir greiða atkvæði. Í þingsályktunartillögunni er afar mikið gert úr lýðræði og sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga. Lýðræði endar ekki við töluna 1000. Íslendingum fer stærðarhroki afar illa. Íslendingar eru enn smærri hluti af Evrópu en Akrahreppur með sína 200 íbúa, er þó sem hlutfall af Íslendingum. Við njótum samt fullveldis og teljum okkur fullgilda þjóð meðal þjóða. Ég sé t.d. ekki fyrir mér að Evrópuþingið myndi nokkurn tíma álykta um að þjóðríki þyrfti að hafa að lágmarki eina milljón íbúa til að teljast ríki. Lokaspurningin til þingmanna áður en þeir greiða atkvæði er einföld: Eiga íbúar Grýtubakkahrepps ekki að njóta sömu mannréttinda, sama lýðræðislega sjálfsákvörðunarréttar og íbúar Hveragerðis? Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Lýðræðið, lögfræðin og ofbeldið Í þingsályktunartillögu um málefni sveitarfélaga, er mikið talað um lýðræði, virðingu, sjálfbærni og sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga og er það vel. 22. október 2019 10:00
Rétt og rangt um þjónustu Það er grafalvarlegt mál fyrir okkur sem stöndum að rekstri lítilla sveitarfélaga, þegar ráðamenn fullyrða margítrekað að við séum ekki að veita íbúum okkar þá þjónustu sem okkur ber að gera að lögum. 11. október 2019 12:52
Er fólk bara tölur? Það vill gleymast í umræðu um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum, að málið snýst ekki bara um tölur, hvort heldur er íbúafjölda eða krónur. 25. nóvember 2019 10:00
Framtíðarfólk og afturhaldsseggir Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps skrifar um sveitarstjórnarmál og sameiningar. 4. nóvember 2019 10:15
Hamingjuóskir Austur - afhjúpun Ég óska íbúum í Austri innilega til hamingju með glæsilega sameiningarkosningu um liðna helgi. 28. október 2019 10:15
Hagræðing eða þjónusta? Nú nýverið kom út skýrsla sem unnin var að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Öflugri sveitarfélög – væntur ávinningur við sameiningu sveitarfélaga m.v. 1.000 íbúa að lágmarki. Ekkert er óljóst um tilganginn með skýrslunni, hann er að byggja enn frekar undir stefnu stjórnvalda um stækkun sveitarfélaga. 15. október 2019 14:00
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun