„Þarna verða allir kvaddir til sem vettlingi geta valdið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2020 12:45 Frá fjölmennum íbúafundi í Grindavík í gær þar sem viðruð var sú hugmynd að stofna varalið í bænum. vísir/egill Sú hugmynd kom fram á íbúafundinum í Grindavík í gær að stofna sérstakt varalið í bænum sem gæti aðstoðað björgunarsveitarmenn við rýmingu og annað viðbragð ef til eldgoss kemur á því svæði þar sem óvenjulegt landris er vestan við fjallið á Þorbjörn. Slysavarnafélagið Landsbjörg skoðar það nú með almannavörnum hvernig hægt væri að nýta slíkt lið sem best og hvernig skipulagi væri háttað. Guðbrandur Örn Arnarson hjá Landsbjörg segir málið snúast um það að fyrsta viðbragð verði alltaf heimamenn. „Sérstaklega líka, sama í hvaða nágrenni þú ert þá tekur alltaf að minnsta kosti 20 til 30 mínútur að komast á staðinn. Við erum búin að ræða þessi mál ég og formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Björgunarsveitin fagnar þessu mikið og þetta er bara hið besta mál. Það þarf bara að gefa okkur aðeins tíma til að vinna þetta og þetta snýst náttúrulega um það að þetta er bakland sem hægt er að sækja í. Þarna verða allir kvaddir til sem vettlingi geta valdið, sama hversu lítið verkefni er,“ segir Guðbrandur.Sjá einnig: Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi „Þessu var hent fram í gær og þetta er fín pæling. Við erum að meta það hvernig við getum nýtt þetta best og erum að byrja í viðræðum við almannavarnir um það hvort við getum nýtt þetta eða hvernig þetta myndi nýtast. Hvað væri best. Það má heldur ekki vera þannig að við stofnum eitthvað varalið en það verði svo margir að það kemst enginn fram hjá því,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, léttur í bragði, en bætir við að það þurfi að hugsa þetta vel. Hann segir það síðan ekki á forræði hans að ákveða að virkja slíkt lið heldur yrði það líklegast lögreglan sem tæki ákvörðun um það ásamt almannavörnum. Bogi segir allt til skoðunar í tengslum við mögulegt viðbragð á svæðinu og það besta við þetta allt saman sé kannski að viðbragðsaðilar hafi tíma. „Svo kannski skeður ekki neitt en þá erum við komnir með góða beinagrind til að vinna með í öllu,“ segir Bogi. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. 28. janúar 2020 13:00 Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49 Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. 28. janúar 2020 11:53 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Sú hugmynd kom fram á íbúafundinum í Grindavík í gær að stofna sérstakt varalið í bænum sem gæti aðstoðað björgunarsveitarmenn við rýmingu og annað viðbragð ef til eldgoss kemur á því svæði þar sem óvenjulegt landris er vestan við fjallið á Þorbjörn. Slysavarnafélagið Landsbjörg skoðar það nú með almannavörnum hvernig hægt væri að nýta slíkt lið sem best og hvernig skipulagi væri háttað. Guðbrandur Örn Arnarson hjá Landsbjörg segir málið snúast um það að fyrsta viðbragð verði alltaf heimamenn. „Sérstaklega líka, sama í hvaða nágrenni þú ert þá tekur alltaf að minnsta kosti 20 til 30 mínútur að komast á staðinn. Við erum búin að ræða þessi mál ég og formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Björgunarsveitin fagnar þessu mikið og þetta er bara hið besta mál. Það þarf bara að gefa okkur aðeins tíma til að vinna þetta og þetta snýst náttúrulega um það að þetta er bakland sem hægt er að sækja í. Þarna verða allir kvaddir til sem vettlingi geta valdið, sama hversu lítið verkefni er,“ segir Guðbrandur.Sjá einnig: Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi „Þessu var hent fram í gær og þetta er fín pæling. Við erum að meta það hvernig við getum nýtt þetta best og erum að byrja í viðræðum við almannavarnir um það hvort við getum nýtt þetta eða hvernig þetta myndi nýtast. Hvað væri best. Það má heldur ekki vera þannig að við stofnum eitthvað varalið en það verði svo margir að það kemst enginn fram hjá því,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, léttur í bragði, en bætir við að það þurfi að hugsa þetta vel. Hann segir það síðan ekki á forræði hans að ákveða að virkja slíkt lið heldur yrði það líklegast lögreglan sem tæki ákvörðun um það ásamt almannavörnum. Bogi segir allt til skoðunar í tengslum við mögulegt viðbragð á svæðinu og það besta við þetta allt saman sé kannski að viðbragðsaðilar hafi tíma. „Svo kannski skeður ekki neitt en þá erum við komnir með góða beinagrind til að vinna með í öllu,“ segir Bogi.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. 28. janúar 2020 13:00 Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49 Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. 28. janúar 2020 11:53 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. 28. janúar 2020 13:00
Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49
Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. 28. janúar 2020 11:53