Vinnum saman að betri heimi Hrönn Ingólfsdóttir skrifar 30. janúar 2020 08:00 Við stöndum frammi fyrir miklum áskorunum á mörgum sviðum og það dynja á okkur fréttir af loftslagsvá og misrétti í heiminum. Það er ljóst að við erum ekki að ná þeim árangri sem við þurfum til að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2030, né heldur markmiðum Parísarsamkomulagsins, ef framvindan verður eins hæg og hún hefur verið. Það þarf að spýta töluvert í lófana til að það takist. Viðskiptalífið er ekki að vinna nógu hratt að umbreytingunni sem þarf að verða og verður að taka betur við sér. Fyrirtæki verða að taka skýra afstöðu, taka forystu og sýna djörfung við umbreytingu á viðskiptalíkönum og hagkerfinu svo það verði réttlátara. Við erum ekki að breyta hegðun okkar nógu hratt. Skoðum hvað Forbes segir um fimm helstu áhersluþættina í samfélagsábyrgð fyrirtækja fyrir árið 2020. Gagnsæi Fyrsti áhersluþátturinn er gagnsæi. Áhugi fjárfesta á umhverfis- og félagsþáttum ásamt stjórnarháttum (ESG) hefur aukist hratt og samfélagslega ábyrgar fjárfestingar eru að verða normið. Gert er ráð fyrir að áhugi fjárfesta og annarra hagaðila á gagnsæi muni aukast enn frekar. Það leiði svo til aukinnar áherslu á að gæði upplýsinga séu staðfestar af þriðja aðila. Kolefnishlutleysi Annar áhersluþáttur sem var nefndur er kolefnishlutleysi. Þótt mörg fyrirtæki hafi stigið stór skref til að draga úr umhverfisáhrifum frá starfsemi sinni gera hagaðilar kröfu um að fyrirtæki útrými þeim með öllu. Búast má við að fleiri fyrirtæki vinni hraðar að kolefnishlutleysi og taki stærri skref í átt að sorpfríu fyrirtæki (zero waste) á komandi ári. Starfsfólk við stjórnvölinn Þriðji áhersluþátturinn er aukin krafa frá starfsfólki um að leiðtogar fyrirtækja taki þátt í umræðu um opinbera stefnumótun í sínu nærsamfélagi og standi skil á gerðum sínum (eða aðgerðaleysi) gagnvart starfsfólki. Fyrirtæki stuðli að ávinningi fyrir samfélagið í heild. Sérfræðingar eru að sjá fyrir sér að á árinu 2020 verði viðskiptalífið í sviðsljósinu og áhersla verði á umræðu um hlutverk fyrirtækja í samfélaginu og framtíð kapítalismans. Það reynir á okkur sem störfum að þessum málaflokki að láta í okkur heyra. Tilgangur Fjórði áhersluþátturinn fyrir árið 2020 er leit fólks að tilgangi.Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að starfsmenn vilja helst vinna fyrir fyrirtæki sem trúa á málstað eða hafa tilgang. Rannsóknir hafa einnig sýnt að ef fyrirtæki gera starfsfólki kleift að sinna sjálfboðastarfi eykur það starfsánægju. Starfsfólk mun gera kröfu um að vinnuveitendur aðstoði við að uppfylla víðtækari tilgang þeirra. Áhrif Að lokum er gert ráð fyrir að samfélagsábyrgðin haldi áfram að þroskast og muni endurspeglast sterkar í heildarstefnu fyrirtækja og skýrslugjöf þeirra. Margir telja þó að skýrslugerðin sé orðin of fræðileg fyrir hagaðila svo það megi búast við nýjum leiðum til að setja gögn fram á einfaldari hátt t.d. gera þau sjónrænni. Það eru aðeins tíu ár þangað til að við eigum að vera búin að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Það kallar á að fyrirtæki taki sig á og það kallar á djörf markmið. Næsti áratugur mun einkennast af endurskilgreiningu kapítalismans þar sem neytendur, stjórnvöld og almennir borgarar munu krefjast þess að fyrirtæki endurskoði hefðbundin viðskiptamódel. Fyrirtæki sem taka upp viðskiptamódel sem eru hönnuð með sjálfbærni í huga og sem vaxa á sjálfbæran hátt mun farnast best. Vinnum saman að betri heimi. Tökum góðar ákvarðanir fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Höfundur er stjórnarformaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við stöndum frammi fyrir miklum áskorunum á mörgum sviðum og það dynja á okkur fréttir af loftslagsvá og misrétti í heiminum. Það er ljóst að við erum ekki að ná þeim árangri sem við þurfum til að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2030, né heldur markmiðum Parísarsamkomulagsins, ef framvindan verður eins hæg og hún hefur verið. Það þarf að spýta töluvert í lófana til að það takist. Viðskiptalífið er ekki að vinna nógu hratt að umbreytingunni sem þarf að verða og verður að taka betur við sér. Fyrirtæki verða að taka skýra afstöðu, taka forystu og sýna djörfung við umbreytingu á viðskiptalíkönum og hagkerfinu svo það verði réttlátara. Við erum ekki að breyta hegðun okkar nógu hratt. Skoðum hvað Forbes segir um fimm helstu áhersluþættina í samfélagsábyrgð fyrirtækja fyrir árið 2020. Gagnsæi Fyrsti áhersluþátturinn er gagnsæi. Áhugi fjárfesta á umhverfis- og félagsþáttum ásamt stjórnarháttum (ESG) hefur aukist hratt og samfélagslega ábyrgar fjárfestingar eru að verða normið. Gert er ráð fyrir að áhugi fjárfesta og annarra hagaðila á gagnsæi muni aukast enn frekar. Það leiði svo til aukinnar áherslu á að gæði upplýsinga séu staðfestar af þriðja aðila. Kolefnishlutleysi Annar áhersluþáttur sem var nefndur er kolefnishlutleysi. Þótt mörg fyrirtæki hafi stigið stór skref til að draga úr umhverfisáhrifum frá starfsemi sinni gera hagaðilar kröfu um að fyrirtæki útrými þeim með öllu. Búast má við að fleiri fyrirtæki vinni hraðar að kolefnishlutleysi og taki stærri skref í átt að sorpfríu fyrirtæki (zero waste) á komandi ári. Starfsfólk við stjórnvölinn Þriðji áhersluþátturinn er aukin krafa frá starfsfólki um að leiðtogar fyrirtækja taki þátt í umræðu um opinbera stefnumótun í sínu nærsamfélagi og standi skil á gerðum sínum (eða aðgerðaleysi) gagnvart starfsfólki. Fyrirtæki stuðli að ávinningi fyrir samfélagið í heild. Sérfræðingar eru að sjá fyrir sér að á árinu 2020 verði viðskiptalífið í sviðsljósinu og áhersla verði á umræðu um hlutverk fyrirtækja í samfélaginu og framtíð kapítalismans. Það reynir á okkur sem störfum að þessum málaflokki að láta í okkur heyra. Tilgangur Fjórði áhersluþátturinn fyrir árið 2020 er leit fólks að tilgangi.Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að starfsmenn vilja helst vinna fyrir fyrirtæki sem trúa á málstað eða hafa tilgang. Rannsóknir hafa einnig sýnt að ef fyrirtæki gera starfsfólki kleift að sinna sjálfboðastarfi eykur það starfsánægju. Starfsfólk mun gera kröfu um að vinnuveitendur aðstoði við að uppfylla víðtækari tilgang þeirra. Áhrif Að lokum er gert ráð fyrir að samfélagsábyrgðin haldi áfram að þroskast og muni endurspeglast sterkar í heildarstefnu fyrirtækja og skýrslugjöf þeirra. Margir telja þó að skýrslugerðin sé orðin of fræðileg fyrir hagaðila svo það megi búast við nýjum leiðum til að setja gögn fram á einfaldari hátt t.d. gera þau sjónrænni. Það eru aðeins tíu ár þangað til að við eigum að vera búin að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Það kallar á að fyrirtæki taki sig á og það kallar á djörf markmið. Næsti áratugur mun einkennast af endurskilgreiningu kapítalismans þar sem neytendur, stjórnvöld og almennir borgarar munu krefjast þess að fyrirtæki endurskoði hefðbundin viðskiptamódel. Fyrirtæki sem taka upp viðskiptamódel sem eru hönnuð með sjálfbærni í huga og sem vaxa á sjálfbæran hátt mun farnast best. Vinnum saman að betri heimi. Tökum góðar ákvarðanir fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Höfundur er stjórnarformaður Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun