Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri Jakob Bjarnar skrifar 28. janúar 2020 14:30 Stefán Eiríksson. Svo virðist sem stjórnin hafi litið til þess að ákjósanlegt sé að embættismaður sé ráðinn í Útvarpshúsið. Stefán Eiríksson, borgarritari Reykjavíkur og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, er nýr útvarpsstjóri. Þetta kom fram í tilkynningu sem stjórn Ríkisútvarpsins sendi frá sér nú rétt í þessu.Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. kom saman í gærkvöldi og réði ráðum sínum. Samkvæmt heimildum var þá búið að þrengja hringinn; eftir stóðu þrír umsækjendur af 41; þau Stefán, Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri útgáfufélags DV og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðarhreppi hefur verið nefndur sem sá fjórði sem kom til álita. Karl Garðarsson sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn kjörtímabilið 2013-2016.Vísir/vilhelm Meðal umsækjendanna 41 um starfið voru Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, Svanhildur Hólm Valsdóttir aðstoðarmaður fjármálaráðherra, Elín Hirst fyrrverandi þingkona og fréttastjóri, Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur, Herdís Kjerúlf Þorgeirsdóttir lögfræðingur, Baldvin Þór Bergsson dagskrárstjóri nýmiðla RÚV, Kristín Þorsteinsdóttir fyrrverandi útgefandi og ritstjóri og Steinunn Ólín Þorsteinsdóttir leikkona. Þá hefur fréttastofa reynt ítrekað að ná í Þóru Arnórsdóttur sem hefur verið nefnd í samhengi við umsóknarferlið, en án árangurs. Leynd yfir nöfnum umsækjenda Samkvæmt heimildum Vísis var nokkur einhugur um valið þegar til kastanna kom en þó var einn stjórnarmanna sem greiddi ekki atkvæði sitt með því að Stefán yrði ráðinn. Vandséð er að flokkspólitískar línur hafi ráðið þegar og reyndar heldur heimildarmaður Vísis innan úr stjórn því fram að það hafi alls ekki verið uppleggið. Lengi var talið að Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, hefði sitt um það að segja en formaður stjórnarinnar, Kári Jónasson, er skipuð af henni. Þeir hinir sömu töldu einnig víst að kona yrði fyrir valinu. En, svo virðist sem stjórnin hafi tekið þá stefnu að standa sjálfstæð að valinu. Þóra Arnórsdóttir hefur forðast spurninguna hvort hún hafi sótt um starfið. Talsvert hefur verið fjallað um þessa ráðningu en staðan varð óvænt laus þegar Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, ákvað að sækja um stöðu þjóðleikhússtjóra og fékk. Hann hafði þá nýverið skrifað undir endurnýjaðan samning við Ríkisútvarpið ohf. Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ákvað að halda því leyndu hverjir sóttu um stöðuna en það hefur reynst afar umdeilt. Samkvæmt heimildum Vísis var Lára Hanna Einarsdóttir eini stjórnarmaður Ríkisútvarpsins sem greiddi atkvæði gegn þeirri tilhögun. Þó úrskurðarnefnd um upplýsingamál telji að stjórninni hafi verðið það heimilt er ekki annað að sjá að umboðsmaður Alþingis leyfi sér að efast um það en málið er til umfjöllunar þar á bæ. Tilkynningu frá RÚV má sjá hér að neðan. Stefán tekur til starfa í Efstaleiti þann 1. mars næstkomandi. Þangað til ræður Margrét Magnúsdóttir ríkjum hjá Ríkisútvarpinu.Vísir/Vilhelm Stjórn Ríkisútvarpsins hefur ákveðið að ráða Stefán Eiríksson sem útvarpsstjóra til næstu fimm ára. Ákvörðunin var tekin samhljóða á fundi stjórnar í gærkvöldi. Hann tekur til starfa 1. mars næstkomandi. Stjórn Ríkisútvarpsins ræður útvarpsstjóra, ber ábyrgð á ráðningarferlinu og öllum ákvörðunum því tengdu. Stjórnin lagði áherslu á faglegt og vandað ráðningarferli og naut liðsinnis ráðgjafa Capacent. Í ráðningarferlinu umsækjendur metnir út frá þeim hæfniskröfum sem fram voru settar í auglýsingunni um starfið. Þar var rík áhersla lögð á þekkingu, reynslu og færni í stjórnun og rekstri og leitað eftir öflugum leiðtoga til að stýra RÚV inn í nýja tíma miðlunar. Svona hljóðuðu umsóknarkröfurnar þegar starfið var auglýst laust til umsóknar í desember. Stefán hefur umfangsmikla reynsla af stjórnun og rekstri, sem stjórnandi opinberrar stofnunar um árabil, sem skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra, sem stjórnarmaður og stjórnarformaður í opinberu hlutafélagi, sem sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og nú síðast sem borgarritari og staðgengill borgarstjóra. Stefán lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og hdl. árið 1997. Þá hefur hann sótt ýmis námskeið tengd stjórnun og lokið sérhæfðu stjórnendanámi Bloomberg Harvard City Leadership Initiative. Staða útvarpsstjóra var auglýst 15. nóvember sl. í kjölfar þess að Magnús Geir Þórðarson lét af störfum. Alls barst 41 umsókn um stöðuna. Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Nýr útvarpsstjóri kynntur innan stundar Valið stóð milli fjögurra einstaklinga. 28. janúar 2020 12:26 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Stefán Eiríksson, borgarritari Reykjavíkur og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, er nýr útvarpsstjóri. Þetta kom fram í tilkynningu sem stjórn Ríkisútvarpsins sendi frá sér nú rétt í þessu.Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. kom saman í gærkvöldi og réði ráðum sínum. Samkvæmt heimildum var þá búið að þrengja hringinn; eftir stóðu þrír umsækjendur af 41; þau Stefán, Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri útgáfufélags DV og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðarhreppi hefur verið nefndur sem sá fjórði sem kom til álita. Karl Garðarsson sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn kjörtímabilið 2013-2016.Vísir/vilhelm Meðal umsækjendanna 41 um starfið voru Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, Svanhildur Hólm Valsdóttir aðstoðarmaður fjármálaráðherra, Elín Hirst fyrrverandi þingkona og fréttastjóri, Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur, Herdís Kjerúlf Þorgeirsdóttir lögfræðingur, Baldvin Þór Bergsson dagskrárstjóri nýmiðla RÚV, Kristín Þorsteinsdóttir fyrrverandi útgefandi og ritstjóri og Steinunn Ólín Þorsteinsdóttir leikkona. Þá hefur fréttastofa reynt ítrekað að ná í Þóru Arnórsdóttur sem hefur verið nefnd í samhengi við umsóknarferlið, en án árangurs. Leynd yfir nöfnum umsækjenda Samkvæmt heimildum Vísis var nokkur einhugur um valið þegar til kastanna kom en þó var einn stjórnarmanna sem greiddi ekki atkvæði sitt með því að Stefán yrði ráðinn. Vandséð er að flokkspólitískar línur hafi ráðið þegar og reyndar heldur heimildarmaður Vísis innan úr stjórn því fram að það hafi alls ekki verið uppleggið. Lengi var talið að Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, hefði sitt um það að segja en formaður stjórnarinnar, Kári Jónasson, er skipuð af henni. Þeir hinir sömu töldu einnig víst að kona yrði fyrir valinu. En, svo virðist sem stjórnin hafi tekið þá stefnu að standa sjálfstæð að valinu. Þóra Arnórsdóttir hefur forðast spurninguna hvort hún hafi sótt um starfið. Talsvert hefur verið fjallað um þessa ráðningu en staðan varð óvænt laus þegar Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, ákvað að sækja um stöðu þjóðleikhússtjóra og fékk. Hann hafði þá nýverið skrifað undir endurnýjaðan samning við Ríkisútvarpið ohf. Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ákvað að halda því leyndu hverjir sóttu um stöðuna en það hefur reynst afar umdeilt. Samkvæmt heimildum Vísis var Lára Hanna Einarsdóttir eini stjórnarmaður Ríkisútvarpsins sem greiddi atkvæði gegn þeirri tilhögun. Þó úrskurðarnefnd um upplýsingamál telji að stjórninni hafi verðið það heimilt er ekki annað að sjá að umboðsmaður Alþingis leyfi sér að efast um það en málið er til umfjöllunar þar á bæ. Tilkynningu frá RÚV má sjá hér að neðan. Stefán tekur til starfa í Efstaleiti þann 1. mars næstkomandi. Þangað til ræður Margrét Magnúsdóttir ríkjum hjá Ríkisútvarpinu.Vísir/Vilhelm Stjórn Ríkisútvarpsins hefur ákveðið að ráða Stefán Eiríksson sem útvarpsstjóra til næstu fimm ára. Ákvörðunin var tekin samhljóða á fundi stjórnar í gærkvöldi. Hann tekur til starfa 1. mars næstkomandi. Stjórn Ríkisútvarpsins ræður útvarpsstjóra, ber ábyrgð á ráðningarferlinu og öllum ákvörðunum því tengdu. Stjórnin lagði áherslu á faglegt og vandað ráðningarferli og naut liðsinnis ráðgjafa Capacent. Í ráðningarferlinu umsækjendur metnir út frá þeim hæfniskröfum sem fram voru settar í auglýsingunni um starfið. Þar var rík áhersla lögð á þekkingu, reynslu og færni í stjórnun og rekstri og leitað eftir öflugum leiðtoga til að stýra RÚV inn í nýja tíma miðlunar. Svona hljóðuðu umsóknarkröfurnar þegar starfið var auglýst laust til umsóknar í desember. Stefán hefur umfangsmikla reynsla af stjórnun og rekstri, sem stjórnandi opinberrar stofnunar um árabil, sem skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra, sem stjórnarmaður og stjórnarformaður í opinberu hlutafélagi, sem sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og nú síðast sem borgarritari og staðgengill borgarstjóra. Stefán lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og hdl. árið 1997. Þá hefur hann sótt ýmis námskeið tengd stjórnun og lokið sérhæfðu stjórnendanámi Bloomberg Harvard City Leadership Initiative. Staða útvarpsstjóra var auglýst 15. nóvember sl. í kjölfar þess að Magnús Geir Þórðarson lét af störfum. Alls barst 41 umsókn um stöðuna.
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Nýr útvarpsstjóri kynntur innan stundar Valið stóð milli fjögurra einstaklinga. 28. janúar 2020 12:26 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Nýr útvarpsstjóri kynntur innan stundar Valið stóð milli fjögurra einstaklinga. 28. janúar 2020 12:26