Ágúst: Þurfum að finna meiri gleði og ástríðu Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 29. janúar 2020 20:20 Ágúst og hans menn eru í vandræðum. vísir/bára Valsmenn töpuðu 96-68 í Dominos deild karla í kvöld á heimavelli á móti Keflavík. Valsmenn komu ekki tánum þar sem gestirnir höfðu hælana en þeir voru að elta allan leikinn án árangurs. Valsmenn eru búnir að vera í miklu basli í Dominos deildinni uppá síðkastið en þeir eru bara búnir að vinna 2 af seinustu 12 leikjum sínum í deildinni eftir góða byrjun. „Við byrjuðum mjög illa og urðum bara fljótt litlir í okkur. Við vorum bara að elta allan leikinn,” sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals svekktur eftir leik kvöldsins. Það mætti halda að Keflvíkingar hafi verið að skjóta í stærri körfu en þeir settu meira en 50% af þriggja stigum sínum í leiknum. Varnarleikur Vals var fyrir neðan allar hellur en Keflvíkingar voru sömuleiðis að nýta færin sín vel. „Þeir hitta náttúrulega vel á móti okkur. Þeir hitta vel yfir 50% úr þristunum sínum. Síðan má líka spyrja sig hvort þetta sé bara góð hittni hjá þeim eða bara slæmur varnarleikur hjá okkur. Við vorum að hjálpa af stöðum sem við áttum ekki að vera að hjálpa svo þetta skrifast að miklu leyti bara á lélelgan varnarleik hjá okkur.” Keflvíkingar voru ekki bara að hitta vel úr þristum heldur voru þeir líka að fá fullt af opnum sniðskotum. Ágúst hefur alltaf lagt upp með að sín lið spili góðan varnarleik og verji körfuna. Liðið gerði það hinsvegar alls ekki í kvöld en gestirnir komust oftar en ekki í nákvæmlegu þau skot sem þeir vildu. „Ég er bara langt því frá að vera sáttur með okkar leik hérna í kvöld. Við getum spilað miklu betur en við gerðum. Við þurfum að finna miklu meiri gleði og ástríðu fyrir því sem við erum að gera. Það kemur þarna kafli í lok þriðja þar sem við vorum fínir. Þriðji leikhluti var svo sem allt í lagi hjá okkur. Við unnum hann og náðum þessu síðan niður í 12 stig í upphafi fjórða. Síðan skoruðu þeir bara einhverjar 4-5 körfur í röð og klára leikinn.” Það tóku eflaust einhverjir glöggir áhorfendur eftir því að Pavel Ermolinskij spilaði ekkert í fjórða leikhluta í kvöld. Pavel er á sínum degi einn besti leikmaður deildarinnar en hann hefur ekki alveg verið að hitta á sína besta daga síðan að flutti sig yfir Vatnsmýrina úr Vesturbænum. „Ég var að fara að setja hann aftur inná þegar við náðum þessu niður í 12 stig en síðan skoruðu þessar 4-5 körfur í röð. Þá var maður bara að hugsa um að það er stutt í næsta leik og maður þarf að halda mönnum ferskum.” Félagsskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin. Sumir eru pottþétt að spá í því hvort Valsmenn munu ekki reyna að bæta við sig leikmanni áður en glugginn lokar til að styrkja sig í baráttunni. Gústi staðfesti aftur á móti að það kemur enginn liðsstyrkur í Valsliðið áður en glugginn lokar. „Við erum bara að hugsa um það sem við getum gert. Við erum að bæta okkar leik þrátt fyrir að þetta hafi verið skref aftur á bak. Vonandi getum þá bara tekið tvö skref áfram í næsta leik, en hann er bara á næsta mánudag. ” Dominos-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira
Valsmenn töpuðu 96-68 í Dominos deild karla í kvöld á heimavelli á móti Keflavík. Valsmenn komu ekki tánum þar sem gestirnir höfðu hælana en þeir voru að elta allan leikinn án árangurs. Valsmenn eru búnir að vera í miklu basli í Dominos deildinni uppá síðkastið en þeir eru bara búnir að vinna 2 af seinustu 12 leikjum sínum í deildinni eftir góða byrjun. „Við byrjuðum mjög illa og urðum bara fljótt litlir í okkur. Við vorum bara að elta allan leikinn,” sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals svekktur eftir leik kvöldsins. Það mætti halda að Keflvíkingar hafi verið að skjóta í stærri körfu en þeir settu meira en 50% af þriggja stigum sínum í leiknum. Varnarleikur Vals var fyrir neðan allar hellur en Keflvíkingar voru sömuleiðis að nýta færin sín vel. „Þeir hitta náttúrulega vel á móti okkur. Þeir hitta vel yfir 50% úr þristunum sínum. Síðan má líka spyrja sig hvort þetta sé bara góð hittni hjá þeim eða bara slæmur varnarleikur hjá okkur. Við vorum að hjálpa af stöðum sem við áttum ekki að vera að hjálpa svo þetta skrifast að miklu leyti bara á lélelgan varnarleik hjá okkur.” Keflvíkingar voru ekki bara að hitta vel úr þristum heldur voru þeir líka að fá fullt af opnum sniðskotum. Ágúst hefur alltaf lagt upp með að sín lið spili góðan varnarleik og verji körfuna. Liðið gerði það hinsvegar alls ekki í kvöld en gestirnir komust oftar en ekki í nákvæmlegu þau skot sem þeir vildu. „Ég er bara langt því frá að vera sáttur með okkar leik hérna í kvöld. Við getum spilað miklu betur en við gerðum. Við þurfum að finna miklu meiri gleði og ástríðu fyrir því sem við erum að gera. Það kemur þarna kafli í lok þriðja þar sem við vorum fínir. Þriðji leikhluti var svo sem allt í lagi hjá okkur. Við unnum hann og náðum þessu síðan niður í 12 stig í upphafi fjórða. Síðan skoruðu þeir bara einhverjar 4-5 körfur í röð og klára leikinn.” Það tóku eflaust einhverjir glöggir áhorfendur eftir því að Pavel Ermolinskij spilaði ekkert í fjórða leikhluta í kvöld. Pavel er á sínum degi einn besti leikmaður deildarinnar en hann hefur ekki alveg verið að hitta á sína besta daga síðan að flutti sig yfir Vatnsmýrina úr Vesturbænum. „Ég var að fara að setja hann aftur inná þegar við náðum þessu niður í 12 stig en síðan skoruðu þessar 4-5 körfur í röð. Þá var maður bara að hugsa um að það er stutt í næsta leik og maður þarf að halda mönnum ferskum.” Félagsskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin. Sumir eru pottþétt að spá í því hvort Valsmenn munu ekki reyna að bæta við sig leikmanni áður en glugginn lokar til að styrkja sig í baráttunni. Gústi staðfesti aftur á móti að það kemur enginn liðsstyrkur í Valsliðið áður en glugginn lokar. „Við erum bara að hugsa um það sem við getum gert. Við erum að bæta okkar leik þrátt fyrir að þetta hafi verið skref aftur á bak. Vonandi getum þá bara tekið tvö skref áfram í næsta leik, en hann er bara á næsta mánudag. ”
Dominos-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira