Jonni: Er hreinn og beinn með það Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 29. janúar 2020 22:53 Jón Halldór Eðvaldsson. vísir/skjáskot Keflavík tapaði gegn Val í seinni leik tvíhöfða í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn fór að lokum 80-67 fyrir Val en var á köflum miklu jafnari en svo. Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Keflavíkur, títt nefndur Jonni, ræddi um hvað hefði gerst í leiknum, en hans stúlkur komust nálægt því að taka forystuna í þriðja leihluta áður en þær misstu Valsara of langt frá sér enn á ný. Jonni vildi ekki gera of mikið úr þeim leikhluta. „Gerist svo sem ekki neitt. Valur var ekki að spila eins vel og þær voru að spila í fyrri hálfleik og við gengum á lagið. Svo hrukku þær bara aftur í gírinn,“ sagði hann um upp og niður leik beggja liða í þriðja leikhluta. „Eins og ég hef sagt áður, þær eru með besta liðið. Við þurfum að eiga ofboðslega góðan leik ef að við ætlum að vinna þær, það er bara þannig. Það vantaði herslumuninn, ég er þar.“ Keflavík átti afleitan skotleik í kvöld og þurftu að sætta sig við tap en Jonni hafði trú á sínu liði allt til enda. „Þetta er ekki nema þrettán stig, þær eru búnar að skipta helstu leikmönnum sínum út af í lokin og ég hélt áfram að keyra á mínu liði. Það vantaði bara herslumuninn, hann er þarna og við erum búin að sýna það einu sinni í vetur og við verðum bara að trúa því að þetta sé hægt,“ sagði hann og vísaði í sigur Keflavíkur á Val fyrr í vetur í framlengdum leik í Keflavík. „Ef við gerum það þá geta fallegir hlutir gerst. Erum með krosslagða fingur og sjáum hvað gerist.“ Í stöðunni 52-47 skipti Jonni á nokkrum leikmönnum sínum og spil liðsins hrundi í nokkrar mínútur. Jonni vildi samt ekki kenna því um, né slakri byrjun. „Þetta er ungt lið og við erum með óreyndar stelpur í stórum hlutverkum sem þær hafa ekki verið í áður. Við erum að spila við langbesta liðið á Íslandi og það er bara eðlilegt að hökta í þessu.“ Jonni hélt áfram að tala vel um sínar stelpur og fann ljósu punktana nokkuð hæglega. „Maður átti alveg von á því að þetta yrði erfitt í byrjun en við komum til baka. Það finnst mér skipta máli,“ sagði hann og hélt síðar áfram: „Við erum að reyna að byggja ofan á það sem við höfum verið að vinna með í vetur og mér finnst það vera að takast.“ Lið Keflavíkur er það eina í deildinni sem er aðeins að spila á einum erlendum leikmanni og félagaskiptaglugginn mun lokast á næstu dögum. Er enginn hugur í Keflvíkingum að styrkja liðið? „Nei, alls ekki. Ég er hreinn og beinn með það, sagði það í byrjun tímabilsins. Við erum að byggja upp lið. Það er staðan,“ sagði Jonni og fór yfir að Keflavík væri með tvö lið, Keflavík og Keflavík b í efstu deild og 1. deild. „Okkur gengur vel að byggja upp. Við þurfum að treysta þessum stelpum. Við erum að gera það. Tuttugu tapaðir boltar? Mér er skítsama. Það verður að koma og ef við trúum á þær þá trúi ég því að það á eftir að skila okkur góðum leikmönnum,“ sagði Jonni, fullviss um ágæti sinna uppöldu stelpna. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Keflavík 80-67 | Auðvelt hjá meisturunum Valur hefur unnið fimm leiki í röð og trónir á toppi Dominos-deildar kvenna. 29. janúar 2020 22:00 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Tiger syrgir móður sína Golf Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Keflavík tapaði gegn Val í seinni leik tvíhöfða í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn fór að lokum 80-67 fyrir Val en var á köflum miklu jafnari en svo. Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Keflavíkur, títt nefndur Jonni, ræddi um hvað hefði gerst í leiknum, en hans stúlkur komust nálægt því að taka forystuna í þriðja leihluta áður en þær misstu Valsara of langt frá sér enn á ný. Jonni vildi ekki gera of mikið úr þeim leikhluta. „Gerist svo sem ekki neitt. Valur var ekki að spila eins vel og þær voru að spila í fyrri hálfleik og við gengum á lagið. Svo hrukku þær bara aftur í gírinn,“ sagði hann um upp og niður leik beggja liða í þriðja leikhluta. „Eins og ég hef sagt áður, þær eru með besta liðið. Við þurfum að eiga ofboðslega góðan leik ef að við ætlum að vinna þær, það er bara þannig. Það vantaði herslumuninn, ég er þar.“ Keflavík átti afleitan skotleik í kvöld og þurftu að sætta sig við tap en Jonni hafði trú á sínu liði allt til enda. „Þetta er ekki nema þrettán stig, þær eru búnar að skipta helstu leikmönnum sínum út af í lokin og ég hélt áfram að keyra á mínu liði. Það vantaði bara herslumuninn, hann er þarna og við erum búin að sýna það einu sinni í vetur og við verðum bara að trúa því að þetta sé hægt,“ sagði hann og vísaði í sigur Keflavíkur á Val fyrr í vetur í framlengdum leik í Keflavík. „Ef við gerum það þá geta fallegir hlutir gerst. Erum með krosslagða fingur og sjáum hvað gerist.“ Í stöðunni 52-47 skipti Jonni á nokkrum leikmönnum sínum og spil liðsins hrundi í nokkrar mínútur. Jonni vildi samt ekki kenna því um, né slakri byrjun. „Þetta er ungt lið og við erum með óreyndar stelpur í stórum hlutverkum sem þær hafa ekki verið í áður. Við erum að spila við langbesta liðið á Íslandi og það er bara eðlilegt að hökta í þessu.“ Jonni hélt áfram að tala vel um sínar stelpur og fann ljósu punktana nokkuð hæglega. „Maður átti alveg von á því að þetta yrði erfitt í byrjun en við komum til baka. Það finnst mér skipta máli,“ sagði hann og hélt síðar áfram: „Við erum að reyna að byggja ofan á það sem við höfum verið að vinna með í vetur og mér finnst það vera að takast.“ Lið Keflavíkur er það eina í deildinni sem er aðeins að spila á einum erlendum leikmanni og félagaskiptaglugginn mun lokast á næstu dögum. Er enginn hugur í Keflvíkingum að styrkja liðið? „Nei, alls ekki. Ég er hreinn og beinn með það, sagði það í byrjun tímabilsins. Við erum að byggja upp lið. Það er staðan,“ sagði Jonni og fór yfir að Keflavík væri með tvö lið, Keflavík og Keflavík b í efstu deild og 1. deild. „Okkur gengur vel að byggja upp. Við þurfum að treysta þessum stelpum. Við erum að gera það. Tuttugu tapaðir boltar? Mér er skítsama. Það verður að koma og ef við trúum á þær þá trúi ég því að það á eftir að skila okkur góðum leikmönnum,“ sagði Jonni, fullviss um ágæti sinna uppöldu stelpna.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Keflavík 80-67 | Auðvelt hjá meisturunum Valur hefur unnið fimm leiki í röð og trónir á toppi Dominos-deildar kvenna. 29. janúar 2020 22:00 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Tiger syrgir móður sína Golf Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Leik lokið: Valur - Keflavík 80-67 | Auðvelt hjá meisturunum Valur hefur unnið fimm leiki í röð og trónir á toppi Dominos-deildar kvenna. 29. janúar 2020 22:00