Stjarnan hefur fengið kanadíska markvörðinn Erin McLeod á láni frá Orlando Pride út tímabilið.
McLeod er þrautreyndur markvörður og hefur leikið 118 landsleiki fyrir Kanada. Hún hefur farið á fjögur heimsmeistaramót og tvenna Ólympíuleika. Hún vann brons með Kanada á Ólympíuleikunum í London 2012.
McLeod er kærasta Gunnhildar Yrsu Jónsdóttir sem gekk nýverið í raðir Vals á láni frá Utah Royals.
Hin 37 ára McLeod hefur komið víða við á ferlinum. Hún hefur leikið í Bandaríkjunum, Svíþjóð, Þýskalandi og nú Íslandi.
Auk McLeods hefur Stjarnan fengið ítalska framherjann Angelu Piu Caloia til liðs við sig.
Stjarnan er í 8. sæti Pepsi Max-deildar kvenna með sjö stig. Næsti leikur Stjörnunnar er gegn Þór/KA á heimavelli á sunnudaginn.
Birta Guðlaugsdóttir hefur varið mark Stjörnunnar í sumar en í mörgum leikjum hefur liðið ekki verið með varamarkvörð á bekknum.