Trommari Rush látinn Andri Eysteinsson skrifar 11. janúar 2020 08:27 Peart lemur húðirnar árið 2012. Getty/Mike Lawrie Kanadíski trommarinn Neil Ellwood Peart lést á dögunum á heimili sínu í Santa Monica í Bandaríkjunum, 67 ára að aldri. Peart gerði garðinn frægan sem trommari og textahöfundur hljómsveitarinnar Rush en hana skipuðu, auk Peart, Alex Lifeson og Geddy Lee. Opinber Twitteraðgangur sveitarinnar greindi aðdáendum frá andláti Peart í gær. Sagði þar að „sálarbróðir“ þeirra Lifeson og Lee hafi glímt við krabbamein í heila undanfarin þrjú og hálft ár. Peart gekk til liðs við Rush árið 1974 og lék með þeim til ársins 2015 þegar hann ákvað að draga sig í hlé. Þá hafði sveitin þegar verið tekin inn í frægðarhöll rokksins árið 2013 en Peart sjálfur var tekinn inn í frægðarhöll trommara árið 1983 og er hann sá yngsti til að hljóta þar inngöngu. Peart var giftur ljósmyndaranum Carrie Nuttall og eiga þau eina dóttur, Oliviu Peart sem fædd er árið 2009. Neil Peart September 12, 1952 - January 7, 2020 pic.twitter.com/NivX2RhiB8— Rush (@rushtheband) January 10, 2020 Andlát Kanada Tónlist Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Kanadíski trommarinn Neil Ellwood Peart lést á dögunum á heimili sínu í Santa Monica í Bandaríkjunum, 67 ára að aldri. Peart gerði garðinn frægan sem trommari og textahöfundur hljómsveitarinnar Rush en hana skipuðu, auk Peart, Alex Lifeson og Geddy Lee. Opinber Twitteraðgangur sveitarinnar greindi aðdáendum frá andláti Peart í gær. Sagði þar að „sálarbróðir“ þeirra Lifeson og Lee hafi glímt við krabbamein í heila undanfarin þrjú og hálft ár. Peart gekk til liðs við Rush árið 1974 og lék með þeim til ársins 2015 þegar hann ákvað að draga sig í hlé. Þá hafði sveitin þegar verið tekin inn í frægðarhöll rokksins árið 2013 en Peart sjálfur var tekinn inn í frægðarhöll trommara árið 1983 og er hann sá yngsti til að hljóta þar inngöngu. Peart var giftur ljósmyndaranum Carrie Nuttall og eiga þau eina dóttur, Oliviu Peart sem fædd er árið 2009. Neil Peart September 12, 1952 - January 7, 2020 pic.twitter.com/NivX2RhiB8— Rush (@rushtheband) January 10, 2020
Andlát Kanada Tónlist Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira