Missti hátt í hundrað kíló með breyttum lífstíl Sylvía Hall skrifar 12. janúar 2020 13:20 Ethan Suplee sem Randy Hickey í þáttunum My Name Is Earl. Leikarinn Ethan Suplee segir kraftlyftingar og betra mataræði vera ástæðuna fyrir mun betri heilsu en áður fyrr. Margir þekkja leikarann úr þáttum á borð við My Name Is Earl og Santa Clarita Diet. Suplee hefur misst hátt í hundrað kíló undanfarin ár og stjórnar nú hlaðvarpi um offitu sem heitir American Glutton. Í fyrsta þætti segir Suplee frá sinni eigin reynslu. Hann segist alltaf átt í flóknu sambandi við mat og leið oft eins og matur væri eitthvað sem fólk vildi ekki að hann fengi. „Ef ég vildi fá mér meira, þá þurfti ég að gera það í einrúmi og það varð að einhverju sem ég faldi fyrir fólki,“ segir Suplee. Hann hafi seinna meir áttað sig á því að vandamálið væri hans eigið viðhorf. View this post on Instagram A post shared by Ethan Suplee (@ethansuplee) on Jan 6, 2020 at 4:51pm PST „Þegar ég var unglingur fór ég á skemmtistaði með vinum mínum og mér fannst óþægilegt að borða fyrir framan fólk. Á leiðinni heim leitaði ég að bílalúgu sem væri opin allan sólarhringinn og borðaði þrjár máltíðir rétt áður en ég fór að sofa.“ Suplee segist hafa áttað sig á því að hann þyrfti að breyta lífsstíl sínum. Í kjölfarið fór hann að innbyrða færri kaloríur og leitaði í næringarríkari mat en áður. Sem dæmi nefnir hann gríska jógúrt og fitulítið kjöt. Samhliða þessu fór hann að stunda líkamsrækt og æfir sex sinnum í viku. Þá er hann duglegur að deila æfingum með aðdáendum sínum á Instagram. Hann segist vilja kenna hlustendum hlaðvarpsins að lifa heilbrigðara lífi án öfga og hvetja þau til þess að læra inn á mataræði sem hægt sé að fylgja í stað þess að leita skyndilausna. Heilsa Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira
Leikarinn Ethan Suplee segir kraftlyftingar og betra mataræði vera ástæðuna fyrir mun betri heilsu en áður fyrr. Margir þekkja leikarann úr þáttum á borð við My Name Is Earl og Santa Clarita Diet. Suplee hefur misst hátt í hundrað kíló undanfarin ár og stjórnar nú hlaðvarpi um offitu sem heitir American Glutton. Í fyrsta þætti segir Suplee frá sinni eigin reynslu. Hann segist alltaf átt í flóknu sambandi við mat og leið oft eins og matur væri eitthvað sem fólk vildi ekki að hann fengi. „Ef ég vildi fá mér meira, þá þurfti ég að gera það í einrúmi og það varð að einhverju sem ég faldi fyrir fólki,“ segir Suplee. Hann hafi seinna meir áttað sig á því að vandamálið væri hans eigið viðhorf. View this post on Instagram A post shared by Ethan Suplee (@ethansuplee) on Jan 6, 2020 at 4:51pm PST „Þegar ég var unglingur fór ég á skemmtistaði með vinum mínum og mér fannst óþægilegt að borða fyrir framan fólk. Á leiðinni heim leitaði ég að bílalúgu sem væri opin allan sólarhringinn og borðaði þrjár máltíðir rétt áður en ég fór að sofa.“ Suplee segist hafa áttað sig á því að hann þyrfti að breyta lífsstíl sínum. Í kjölfarið fór hann að innbyrða færri kaloríur og leitaði í næringarríkari mat en áður. Sem dæmi nefnir hann gríska jógúrt og fitulítið kjöt. Samhliða þessu fór hann að stunda líkamsrækt og æfir sex sinnum í viku. Þá er hann duglegur að deila æfingum með aðdáendum sínum á Instagram. Hann segist vilja kenna hlustendum hlaðvarpsins að lifa heilbrigðara lífi án öfga og hvetja þau til þess að læra inn á mataræði sem hægt sé að fylgja í stað þess að leita skyndilausna.
Heilsa Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira