Breikkun sjö kílómetra kafla milli Selfoss og Hveragerðis boðin út Kristján Már Unnarsson skrifar 12. janúar 2020 22:00 Byrjað verður á kaflanum næst Selfossi. Ingólfsfjall til vinstri og Ölfusá til hægri. Mynd/Vegagerðin. Vegagerðin hyggst fyrir lok mánaðarins bjóða út stærsta útboðsverk sitt á árinu, breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar um Ölfus. Þegar framkvæmdum lýkur eftir þrjú ár verður kominn 2+1 vegur með aðskildum akstursstefnum alla leið milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband frá Vegagerðinni af væntanlegri legu vegarins var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Fyrsti áfanginn, tveggja og hálfs kílómetra kafli austan Hveragerðis, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt tengivegum, var unninn á síðasta ári og opnaður umferð í haust. Séð austur í átt til Ingólfsfjalls og Kögunarhóls.Mynd/Vegagerðin. En núna er komið að því að halda verkinu áfram og er stefnt að því að sjö kílómetra kafli milli Gljúfurholtsár og gatnamóta Biskupstungnabrautar við Selfoss verði boðinn út fyrir lok mánaðarins á evrópska efnahagssvæðinu. Tilboð verða opnuð í byrjun mars og eiga framkvæmdir að vera komnar á fullt í vor, að sögn Óskar Arnar Jónssonar, forstöðumanns framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Byrjað verður sunnan Ingólfsfjalls, á gerð hringtorgs norðan Selfoss, á gatnamótum þjóðvegarins í átt að Sogsbrú. Verktakarnir munu svo færa sig vestar. Þeir fara síðan í áfanga milli Ingólfsfjalls og Kögunarhóls, en verkinu verður skipt upp í sex verkhluta, og þeir teknir í notkun í áföngum á tímabilinu. Veglínu verður breytt milli Kotstrandar og Kögunarhóls.Mynd/Vegagerðin. Mesta breytingin á veglínu verður á kaflanum vestan Ingólfsfjalls. Þar verður vegurinn lagður fjær Ingólfshvoli og hlykkur austan Kotstrandar tekinn af. Þar kemur nýr innansveitarvegur að Gljúfurárholti, sem liggja mun í göngum undir Suðurlandsveg skammt frá Kotströnd. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 5,5 milljörðum króna í þetta sjö kílómetra verk en því á að öllu að vera lokið árið 2022. Við Hveragerði, milli Varmár og Kamba, verður þjóðvegurinn færður fjær bænum.Mynd/Vegagerðin. Í framhaldi af því verður síðasti áfanginn boðinn út, kaflinn milli Varmár og Kamba, en þar á færa veginn fjær Hveragerði. Þeim kafla eru eyrnamerkir 2,4 milljarðar króna á samgönguáætlun á árunum 2023 og 2024. Þegar því lýkur verður búið að breikka allan veginn um Ölfus milli Kamba og Selfoss. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árborg Hveragerði Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Tengdar fréttir Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss er komin vel á veg og stefnt að því að fyrsta áfanga ljúki í haust. Umferð á hringveginum er beint tímabundið um nýjan innansveitarveg. 29. maí 2019 21:27 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Vegagerðin hyggst fyrir lok mánaðarins bjóða út stærsta útboðsverk sitt á árinu, breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar um Ölfus. Þegar framkvæmdum lýkur eftir þrjú ár verður kominn 2+1 vegur með aðskildum akstursstefnum alla leið milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband frá Vegagerðinni af væntanlegri legu vegarins var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Fyrsti áfanginn, tveggja og hálfs kílómetra kafli austan Hveragerðis, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt tengivegum, var unninn á síðasta ári og opnaður umferð í haust. Séð austur í átt til Ingólfsfjalls og Kögunarhóls.Mynd/Vegagerðin. En núna er komið að því að halda verkinu áfram og er stefnt að því að sjö kílómetra kafli milli Gljúfurholtsár og gatnamóta Biskupstungnabrautar við Selfoss verði boðinn út fyrir lok mánaðarins á evrópska efnahagssvæðinu. Tilboð verða opnuð í byrjun mars og eiga framkvæmdir að vera komnar á fullt í vor, að sögn Óskar Arnar Jónssonar, forstöðumanns framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Byrjað verður sunnan Ingólfsfjalls, á gerð hringtorgs norðan Selfoss, á gatnamótum þjóðvegarins í átt að Sogsbrú. Verktakarnir munu svo færa sig vestar. Þeir fara síðan í áfanga milli Ingólfsfjalls og Kögunarhóls, en verkinu verður skipt upp í sex verkhluta, og þeir teknir í notkun í áföngum á tímabilinu. Veglínu verður breytt milli Kotstrandar og Kögunarhóls.Mynd/Vegagerðin. Mesta breytingin á veglínu verður á kaflanum vestan Ingólfsfjalls. Þar verður vegurinn lagður fjær Ingólfshvoli og hlykkur austan Kotstrandar tekinn af. Þar kemur nýr innansveitarvegur að Gljúfurárholti, sem liggja mun í göngum undir Suðurlandsveg skammt frá Kotströnd. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 5,5 milljörðum króna í þetta sjö kílómetra verk en því á að öllu að vera lokið árið 2022. Við Hveragerði, milli Varmár og Kamba, verður þjóðvegurinn færður fjær bænum.Mynd/Vegagerðin. Í framhaldi af því verður síðasti áfanginn boðinn út, kaflinn milli Varmár og Kamba, en þar á færa veginn fjær Hveragerði. Þeim kafla eru eyrnamerkir 2,4 milljarðar króna á samgönguáætlun á árunum 2023 og 2024. Þegar því lýkur verður búið að breikka allan veginn um Ölfus milli Kamba og Selfoss. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Árborg Hveragerði Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Tengdar fréttir Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss er komin vel á veg og stefnt að því að fyrsta áfanga ljúki í haust. Umferð á hringveginum er beint tímabundið um nýjan innansveitarveg. 29. maí 2019 21:27 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss er komin vel á veg og stefnt að því að fyrsta áfanga ljúki í haust. Umferð á hringveginum er beint tímabundið um nýjan innansveitarveg. 29. maí 2019 21:27