Segir son sinn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. janúar 2020 07:21 Strandborgin Torrevieja er vinsæll áfangastaður. Getty/Alex Tihonovs Kristín Guðmundsdóttir, móðir mannsins sem nú liggur undir grun um að hafa banað sambýlismanni hennar á Spáni, segir soninn hafa brotist inn í íbúð þeirra. Það hafi hann gert með því að kasta 14 kílóa gaskút í gegn um rúðu, aðfaranótt sunnudagsins síðastliðins. Hann ruddist síðan inn í húsið, vopnaður hnífi, og stakk sambýlismann Kristínar ítrekað. Fjölmiðlar greindu frá því í gær að hinn grunaði væri Guðmundur Freyr Magnússon, síbrotamaður um fertugt. Brotaferill hans er langur eins og rakið var hér. Kristín segir í samtali við Fréttablaðið að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem Guðmundur veittist að sambýlismanni hennar. Fyrri viðskipti þeirra hafi endað með því að leggja þurfti sambýlismanninn inn á spítala eftir höfuðhögg. Við það hafi Guðmundur verið úrskurðaður í nálgunarbann.Sjá einnig: Hinn grunaði á Spáni á langan sakaferil að bakiKristín segir frásögn spænska miðilsins Informacion, sem fyrstu fréttir íslenskra miðla byggðu á, hafa verið ónákvæma. Þannig sé ekki rétt að Guðmundur hafi klifrað yfir vegg og komist þannig inn á heimilið. Ekki sé heldur sannleikanum samkvæmt að til átaka hafi komið á milli Guðmundar og sambýlismannsins, sem sagður var hafa fallið á rúðu þannig að hún brotnaði. Við það hafi maðurinn skorist illa og blætt út. Hið rétta í málinu, að sögn Kristínar í Fréttablaðinu, var að Guðmundur hafi kastað fyrrnefndum gaskút í gegnum rúðuna. Það skýri glerbrotin sem lögreglan fann á víð og dreif um íbúðina. Engin átök hafi átt sér stað, sonur hennar hafi haft sambýlismanninn undir á skömmum tíma og lagt til hans með hnífnum. Hún segir son sinn hafa verið handtekinn á vettvangi og hrósar hún spænskum lögreglumönnum fyrir snör viðbrögð og nærgætni. „Einn þeirra tók utan um mig og hann grét með mér. Annar færði mér kex og kaffi. Þetta fékk mikið á þá,“ segir Kristín. Tekin var skýrsla af henni í gær og er önnur skýrslutaka fyrirhuguð fyrir hádegi í dag. Lögreglan á Spáni verst allra fregna af málinu. Í svari við fyrirspurn Vísis fengust þær upplýsingar að málið væri varið rannsóknarhagsmunum samkvæmt dómsúrskurði og því væri lögreglunni óheimilt að veita nokkrar upplýsingar um rannsókn málsins. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis er bent á lögregluyfirvöld á Spáni þar sem málið sé á forræði þeirra. Íslendingar erlendis Manndráp í Torrevieja Spánn Tengdar fréttir Hinn grunaði á Spáni á langan sakaferil að baki Íslendingurinn sem handtekinn var á Spáni um helgina, grunaður um að hafa orðið stjúpföður sínum að bana aðfaranótt sunnudags, heitir Guðmundur Freyr Magnússon. 13. janúar 2020 16:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
Kristín Guðmundsdóttir, móðir mannsins sem nú liggur undir grun um að hafa banað sambýlismanni hennar á Spáni, segir soninn hafa brotist inn í íbúð þeirra. Það hafi hann gert með því að kasta 14 kílóa gaskút í gegn um rúðu, aðfaranótt sunnudagsins síðastliðins. Hann ruddist síðan inn í húsið, vopnaður hnífi, og stakk sambýlismann Kristínar ítrekað. Fjölmiðlar greindu frá því í gær að hinn grunaði væri Guðmundur Freyr Magnússon, síbrotamaður um fertugt. Brotaferill hans er langur eins og rakið var hér. Kristín segir í samtali við Fréttablaðið að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem Guðmundur veittist að sambýlismanni hennar. Fyrri viðskipti þeirra hafi endað með því að leggja þurfti sambýlismanninn inn á spítala eftir höfuðhögg. Við það hafi Guðmundur verið úrskurðaður í nálgunarbann.Sjá einnig: Hinn grunaði á Spáni á langan sakaferil að bakiKristín segir frásögn spænska miðilsins Informacion, sem fyrstu fréttir íslenskra miðla byggðu á, hafa verið ónákvæma. Þannig sé ekki rétt að Guðmundur hafi klifrað yfir vegg og komist þannig inn á heimilið. Ekki sé heldur sannleikanum samkvæmt að til átaka hafi komið á milli Guðmundar og sambýlismannsins, sem sagður var hafa fallið á rúðu þannig að hún brotnaði. Við það hafi maðurinn skorist illa og blætt út. Hið rétta í málinu, að sögn Kristínar í Fréttablaðinu, var að Guðmundur hafi kastað fyrrnefndum gaskút í gegnum rúðuna. Það skýri glerbrotin sem lögreglan fann á víð og dreif um íbúðina. Engin átök hafi átt sér stað, sonur hennar hafi haft sambýlismanninn undir á skömmum tíma og lagt til hans með hnífnum. Hún segir son sinn hafa verið handtekinn á vettvangi og hrósar hún spænskum lögreglumönnum fyrir snör viðbrögð og nærgætni. „Einn þeirra tók utan um mig og hann grét með mér. Annar færði mér kex og kaffi. Þetta fékk mikið á þá,“ segir Kristín. Tekin var skýrsla af henni í gær og er önnur skýrslutaka fyrirhuguð fyrir hádegi í dag. Lögreglan á Spáni verst allra fregna af málinu. Í svari við fyrirspurn Vísis fengust þær upplýsingar að málið væri varið rannsóknarhagsmunum samkvæmt dómsúrskurði og því væri lögreglunni óheimilt að veita nokkrar upplýsingar um rannsókn málsins. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis er bent á lögregluyfirvöld á Spáni þar sem málið sé á forræði þeirra.
Íslendingar erlendis Manndráp í Torrevieja Spánn Tengdar fréttir Hinn grunaði á Spáni á langan sakaferil að baki Íslendingurinn sem handtekinn var á Spáni um helgina, grunaður um að hafa orðið stjúpföður sínum að bana aðfaranótt sunnudags, heitir Guðmundur Freyr Magnússon. 13. janúar 2020 16:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
Hinn grunaði á Spáni á langan sakaferil að baki Íslendingurinn sem handtekinn var á Spáni um helgina, grunaður um að hafa orðið stjúpföður sínum að bana aðfaranótt sunnudags, heitir Guðmundur Freyr Magnússon. 13. janúar 2020 16:00