Segir son sinn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. janúar 2020 07:21 Strandborgin Torrevieja er vinsæll áfangastaður. Getty/Alex Tihonovs Kristín Guðmundsdóttir, móðir mannsins sem nú liggur undir grun um að hafa banað sambýlismanni hennar á Spáni, segir soninn hafa brotist inn í íbúð þeirra. Það hafi hann gert með því að kasta 14 kílóa gaskút í gegn um rúðu, aðfaranótt sunnudagsins síðastliðins. Hann ruddist síðan inn í húsið, vopnaður hnífi, og stakk sambýlismann Kristínar ítrekað. Fjölmiðlar greindu frá því í gær að hinn grunaði væri Guðmundur Freyr Magnússon, síbrotamaður um fertugt. Brotaferill hans er langur eins og rakið var hér. Kristín segir í samtali við Fréttablaðið að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem Guðmundur veittist að sambýlismanni hennar. Fyrri viðskipti þeirra hafi endað með því að leggja þurfti sambýlismanninn inn á spítala eftir höfuðhögg. Við það hafi Guðmundur verið úrskurðaður í nálgunarbann.Sjá einnig: Hinn grunaði á Spáni á langan sakaferil að bakiKristín segir frásögn spænska miðilsins Informacion, sem fyrstu fréttir íslenskra miðla byggðu á, hafa verið ónákvæma. Þannig sé ekki rétt að Guðmundur hafi klifrað yfir vegg og komist þannig inn á heimilið. Ekki sé heldur sannleikanum samkvæmt að til átaka hafi komið á milli Guðmundar og sambýlismannsins, sem sagður var hafa fallið á rúðu þannig að hún brotnaði. Við það hafi maðurinn skorist illa og blætt út. Hið rétta í málinu, að sögn Kristínar í Fréttablaðinu, var að Guðmundur hafi kastað fyrrnefndum gaskút í gegnum rúðuna. Það skýri glerbrotin sem lögreglan fann á víð og dreif um íbúðina. Engin átök hafi átt sér stað, sonur hennar hafi haft sambýlismanninn undir á skömmum tíma og lagt til hans með hnífnum. Hún segir son sinn hafa verið handtekinn á vettvangi og hrósar hún spænskum lögreglumönnum fyrir snör viðbrögð og nærgætni. „Einn þeirra tók utan um mig og hann grét með mér. Annar færði mér kex og kaffi. Þetta fékk mikið á þá,“ segir Kristín. Tekin var skýrsla af henni í gær og er önnur skýrslutaka fyrirhuguð fyrir hádegi í dag. Lögreglan á Spáni verst allra fregna af málinu. Í svari við fyrirspurn Vísis fengust þær upplýsingar að málið væri varið rannsóknarhagsmunum samkvæmt dómsúrskurði og því væri lögreglunni óheimilt að veita nokkrar upplýsingar um rannsókn málsins. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis er bent á lögregluyfirvöld á Spáni þar sem málið sé á forræði þeirra. Íslendingar erlendis Manndráp í Torrevieja Spánn Tengdar fréttir Hinn grunaði á Spáni á langan sakaferil að baki Íslendingurinn sem handtekinn var á Spáni um helgina, grunaður um að hafa orðið stjúpföður sínum að bana aðfaranótt sunnudags, heitir Guðmundur Freyr Magnússon. 13. janúar 2020 16:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Kristín Guðmundsdóttir, móðir mannsins sem nú liggur undir grun um að hafa banað sambýlismanni hennar á Spáni, segir soninn hafa brotist inn í íbúð þeirra. Það hafi hann gert með því að kasta 14 kílóa gaskút í gegn um rúðu, aðfaranótt sunnudagsins síðastliðins. Hann ruddist síðan inn í húsið, vopnaður hnífi, og stakk sambýlismann Kristínar ítrekað. Fjölmiðlar greindu frá því í gær að hinn grunaði væri Guðmundur Freyr Magnússon, síbrotamaður um fertugt. Brotaferill hans er langur eins og rakið var hér. Kristín segir í samtali við Fréttablaðið að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem Guðmundur veittist að sambýlismanni hennar. Fyrri viðskipti þeirra hafi endað með því að leggja þurfti sambýlismanninn inn á spítala eftir höfuðhögg. Við það hafi Guðmundur verið úrskurðaður í nálgunarbann.Sjá einnig: Hinn grunaði á Spáni á langan sakaferil að bakiKristín segir frásögn spænska miðilsins Informacion, sem fyrstu fréttir íslenskra miðla byggðu á, hafa verið ónákvæma. Þannig sé ekki rétt að Guðmundur hafi klifrað yfir vegg og komist þannig inn á heimilið. Ekki sé heldur sannleikanum samkvæmt að til átaka hafi komið á milli Guðmundar og sambýlismannsins, sem sagður var hafa fallið á rúðu þannig að hún brotnaði. Við það hafi maðurinn skorist illa og blætt út. Hið rétta í málinu, að sögn Kristínar í Fréttablaðinu, var að Guðmundur hafi kastað fyrrnefndum gaskút í gegnum rúðuna. Það skýri glerbrotin sem lögreglan fann á víð og dreif um íbúðina. Engin átök hafi átt sér stað, sonur hennar hafi haft sambýlismanninn undir á skömmum tíma og lagt til hans með hnífnum. Hún segir son sinn hafa verið handtekinn á vettvangi og hrósar hún spænskum lögreglumönnum fyrir snör viðbrögð og nærgætni. „Einn þeirra tók utan um mig og hann grét með mér. Annar færði mér kex og kaffi. Þetta fékk mikið á þá,“ segir Kristín. Tekin var skýrsla af henni í gær og er önnur skýrslutaka fyrirhuguð fyrir hádegi í dag. Lögreglan á Spáni verst allra fregna af málinu. Í svari við fyrirspurn Vísis fengust þær upplýsingar að málið væri varið rannsóknarhagsmunum samkvæmt dómsúrskurði og því væri lögreglunni óheimilt að veita nokkrar upplýsingar um rannsókn málsins. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis er bent á lögregluyfirvöld á Spáni þar sem málið sé á forræði þeirra.
Íslendingar erlendis Manndráp í Torrevieja Spánn Tengdar fréttir Hinn grunaði á Spáni á langan sakaferil að baki Íslendingurinn sem handtekinn var á Spáni um helgina, grunaður um að hafa orðið stjúpföður sínum að bana aðfaranótt sunnudags, heitir Guðmundur Freyr Magnússon. 13. janúar 2020 16:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hinn grunaði á Spáni á langan sakaferil að baki Íslendingurinn sem handtekinn var á Spáni um helgina, grunaður um að hafa orðið stjúpföður sínum að bana aðfaranótt sunnudags, heitir Guðmundur Freyr Magnússon. 13. janúar 2020 16:00