Segir son sinn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. janúar 2020 07:21 Strandborgin Torrevieja er vinsæll áfangastaður. Getty/Alex Tihonovs Kristín Guðmundsdóttir, móðir mannsins sem nú liggur undir grun um að hafa banað sambýlismanni hennar á Spáni, segir soninn hafa brotist inn í íbúð þeirra. Það hafi hann gert með því að kasta 14 kílóa gaskút í gegn um rúðu, aðfaranótt sunnudagsins síðastliðins. Hann ruddist síðan inn í húsið, vopnaður hnífi, og stakk sambýlismann Kristínar ítrekað. Fjölmiðlar greindu frá því í gær að hinn grunaði væri Guðmundur Freyr Magnússon, síbrotamaður um fertugt. Brotaferill hans er langur eins og rakið var hér. Kristín segir í samtali við Fréttablaðið að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem Guðmundur veittist að sambýlismanni hennar. Fyrri viðskipti þeirra hafi endað með því að leggja þurfti sambýlismanninn inn á spítala eftir höfuðhögg. Við það hafi Guðmundur verið úrskurðaður í nálgunarbann.Sjá einnig: Hinn grunaði á Spáni á langan sakaferil að bakiKristín segir frásögn spænska miðilsins Informacion, sem fyrstu fréttir íslenskra miðla byggðu á, hafa verið ónákvæma. Þannig sé ekki rétt að Guðmundur hafi klifrað yfir vegg og komist þannig inn á heimilið. Ekki sé heldur sannleikanum samkvæmt að til átaka hafi komið á milli Guðmundar og sambýlismannsins, sem sagður var hafa fallið á rúðu þannig að hún brotnaði. Við það hafi maðurinn skorist illa og blætt út. Hið rétta í málinu, að sögn Kristínar í Fréttablaðinu, var að Guðmundur hafi kastað fyrrnefndum gaskút í gegnum rúðuna. Það skýri glerbrotin sem lögreglan fann á víð og dreif um íbúðina. Engin átök hafi átt sér stað, sonur hennar hafi haft sambýlismanninn undir á skömmum tíma og lagt til hans með hnífnum. Hún segir son sinn hafa verið handtekinn á vettvangi og hrósar hún spænskum lögreglumönnum fyrir snör viðbrögð og nærgætni. „Einn þeirra tók utan um mig og hann grét með mér. Annar færði mér kex og kaffi. Þetta fékk mikið á þá,“ segir Kristín. Tekin var skýrsla af henni í gær og er önnur skýrslutaka fyrirhuguð fyrir hádegi í dag. Lögreglan á Spáni verst allra fregna af málinu. Í svari við fyrirspurn Vísis fengust þær upplýsingar að málið væri varið rannsóknarhagsmunum samkvæmt dómsúrskurði og því væri lögreglunni óheimilt að veita nokkrar upplýsingar um rannsókn málsins. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis er bent á lögregluyfirvöld á Spáni þar sem málið sé á forræði þeirra. Íslendingar erlendis Manndráp í Torrevieja Spánn Tengdar fréttir Hinn grunaði á Spáni á langan sakaferil að baki Íslendingurinn sem handtekinn var á Spáni um helgina, grunaður um að hafa orðið stjúpföður sínum að bana aðfaranótt sunnudags, heitir Guðmundur Freyr Magnússon. 13. janúar 2020 16:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Kristín Guðmundsdóttir, móðir mannsins sem nú liggur undir grun um að hafa banað sambýlismanni hennar á Spáni, segir soninn hafa brotist inn í íbúð þeirra. Það hafi hann gert með því að kasta 14 kílóa gaskút í gegn um rúðu, aðfaranótt sunnudagsins síðastliðins. Hann ruddist síðan inn í húsið, vopnaður hnífi, og stakk sambýlismann Kristínar ítrekað. Fjölmiðlar greindu frá því í gær að hinn grunaði væri Guðmundur Freyr Magnússon, síbrotamaður um fertugt. Brotaferill hans er langur eins og rakið var hér. Kristín segir í samtali við Fréttablaðið að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem Guðmundur veittist að sambýlismanni hennar. Fyrri viðskipti þeirra hafi endað með því að leggja þurfti sambýlismanninn inn á spítala eftir höfuðhögg. Við það hafi Guðmundur verið úrskurðaður í nálgunarbann.Sjá einnig: Hinn grunaði á Spáni á langan sakaferil að bakiKristín segir frásögn spænska miðilsins Informacion, sem fyrstu fréttir íslenskra miðla byggðu á, hafa verið ónákvæma. Þannig sé ekki rétt að Guðmundur hafi klifrað yfir vegg og komist þannig inn á heimilið. Ekki sé heldur sannleikanum samkvæmt að til átaka hafi komið á milli Guðmundar og sambýlismannsins, sem sagður var hafa fallið á rúðu þannig að hún brotnaði. Við það hafi maðurinn skorist illa og blætt út. Hið rétta í málinu, að sögn Kristínar í Fréttablaðinu, var að Guðmundur hafi kastað fyrrnefndum gaskút í gegnum rúðuna. Það skýri glerbrotin sem lögreglan fann á víð og dreif um íbúðina. Engin átök hafi átt sér stað, sonur hennar hafi haft sambýlismanninn undir á skömmum tíma og lagt til hans með hnífnum. Hún segir son sinn hafa verið handtekinn á vettvangi og hrósar hún spænskum lögreglumönnum fyrir snör viðbrögð og nærgætni. „Einn þeirra tók utan um mig og hann grét með mér. Annar færði mér kex og kaffi. Þetta fékk mikið á þá,“ segir Kristín. Tekin var skýrsla af henni í gær og er önnur skýrslutaka fyrirhuguð fyrir hádegi í dag. Lögreglan á Spáni verst allra fregna af málinu. Í svari við fyrirspurn Vísis fengust þær upplýsingar að málið væri varið rannsóknarhagsmunum samkvæmt dómsúrskurði og því væri lögreglunni óheimilt að veita nokkrar upplýsingar um rannsókn málsins. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis er bent á lögregluyfirvöld á Spáni þar sem málið sé á forræði þeirra.
Íslendingar erlendis Manndráp í Torrevieja Spánn Tengdar fréttir Hinn grunaði á Spáni á langan sakaferil að baki Íslendingurinn sem handtekinn var á Spáni um helgina, grunaður um að hafa orðið stjúpföður sínum að bana aðfaranótt sunnudags, heitir Guðmundur Freyr Magnússon. 13. janúar 2020 16:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Hinn grunaði á Spáni á langan sakaferil að baki Íslendingurinn sem handtekinn var á Spáni um helgina, grunaður um að hafa orðið stjúpföður sínum að bana aðfaranótt sunnudags, heitir Guðmundur Freyr Magnússon. 13. janúar 2020 16:00