Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Kristján Már Unnarsson skrifar 14. janúar 2020 12:15 Fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson stýrir loðnuleitinni um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna enda sé hún ekki aðeins verðmætur nytjastofn heldur einnig mikilvæg fæða í vistkerfinu við landið. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði úr höfn í Reykjavík í gær en skipið er nú statt austur af Kötlutanga á leið austur á firði. Minnst tvö og hugsanlega þrjú fiskiskip taka einnig þátt í leitinni. Hákon EA siglir í kjölfar Árna og var kominn austur fyrir Vestmannaeyjar nú laust fyrir fréttir. Grænlenska skipið Polar Amaroq bíður hinna í höfn á Norðfirði og fjórða skipið gæti orðið Bjarni Ólafsson AK, sem nú er á Seyðisfirði. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi frá Reykjavík um þrjúleytið í gær. Áætlað er leiðangurinn taki nítján daga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson er leiðangursstjóri og við spurðum hvar hann teldi að loðnu væri helst að finna núna: „Núna má ætla að við myndum helst vera að finna hana með landgrunnsbrúnum fyrir austan land og norðaustan og norðan land. Það er svona, aðalfókusinn verður þar.“ Hann vill þó ekki gefa mönnum miklar vonir um loðnuvertíð. „Við höfum ekki mikla bjartsýni í brjósti núna.“ -Hvað hefur eiginlega breyst? „Það sem hefur breyst fyrir loðnuna er aðallega umhverfið, væntanlega. Við höfum séð miklar breytingar í hafinu undanfarin ár og áratugi og þar hefur til að mynda verið hlýnun á hafsvæðunum hér í kring.“ -Þetta er sem sagt dæmi um loftlagshlýnun? „Já, það má segja það. Svoleiðis hefur náttúrlega áhrif á hluti eins og loðnu.“ Hákon EA siglir inn í Norðfjarðarhöfn.Stöð 2/Einar Árnason. -Menn meta lélega loðnuvertíð upp á 15-20 milljarða. Þetta er kannski hálft til eitt prósent í hagvexti. Þið finnið pressuna, þið eruð undir þrýstingi að finna eitthvað? „Já, já. Við gerum okkur fullkomlega grein fyrir alvöru málsins. Og það hefur svo sem alltaf verið mikilvægt fyrir okkur, mælingin á þessum stofni. Þetta er bæði mikilvæg afurð og þetta er líka mikilvæg fæða í vistkerfinu hérna í kring. Þannig að við þurfum að vanda vel til verks alltaf þegar við mælum þennan stofn,“ segir Birkir Bárðarson fiskifræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá upphafi loðnuleitarinnar í gær: Fjarðabyggð Hornafjörður Langanesbyggð Loftslagsmál Seyðisfjörður Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Veiðiskipin Hákon og Bjarni Ólafsson í loðnuleitina með Árna Friðrikssyni Hafrannsóknastofnun stýrir leitinni og mælingum. Kostnaður útgerðanna er um 60 milljónir króna og leggur Hafrannsóknastofnun fram 30 milljónir. 9. janúar 2020 17:25 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna enda sé hún ekki aðeins verðmætur nytjastofn heldur einnig mikilvæg fæða í vistkerfinu við landið. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði úr höfn í Reykjavík í gær en skipið er nú statt austur af Kötlutanga á leið austur á firði. Minnst tvö og hugsanlega þrjú fiskiskip taka einnig þátt í leitinni. Hákon EA siglir í kjölfar Árna og var kominn austur fyrir Vestmannaeyjar nú laust fyrir fréttir. Grænlenska skipið Polar Amaroq bíður hinna í höfn á Norðfirði og fjórða skipið gæti orðið Bjarni Ólafsson AK, sem nú er á Seyðisfirði. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi frá Reykjavík um þrjúleytið í gær. Áætlað er leiðangurinn taki nítján daga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson er leiðangursstjóri og við spurðum hvar hann teldi að loðnu væri helst að finna núna: „Núna má ætla að við myndum helst vera að finna hana með landgrunnsbrúnum fyrir austan land og norðaustan og norðan land. Það er svona, aðalfókusinn verður þar.“ Hann vill þó ekki gefa mönnum miklar vonir um loðnuvertíð. „Við höfum ekki mikla bjartsýni í brjósti núna.“ -Hvað hefur eiginlega breyst? „Það sem hefur breyst fyrir loðnuna er aðallega umhverfið, væntanlega. Við höfum séð miklar breytingar í hafinu undanfarin ár og áratugi og þar hefur til að mynda verið hlýnun á hafsvæðunum hér í kring.“ -Þetta er sem sagt dæmi um loftlagshlýnun? „Já, það má segja það. Svoleiðis hefur náttúrlega áhrif á hluti eins og loðnu.“ Hákon EA siglir inn í Norðfjarðarhöfn.Stöð 2/Einar Árnason. -Menn meta lélega loðnuvertíð upp á 15-20 milljarða. Þetta er kannski hálft til eitt prósent í hagvexti. Þið finnið pressuna, þið eruð undir þrýstingi að finna eitthvað? „Já, já. Við gerum okkur fullkomlega grein fyrir alvöru málsins. Og það hefur svo sem alltaf verið mikilvægt fyrir okkur, mælingin á þessum stofni. Þetta er bæði mikilvæg afurð og þetta er líka mikilvæg fæða í vistkerfinu hérna í kring. Þannig að við þurfum að vanda vel til verks alltaf þegar við mælum þennan stofn,“ segir Birkir Bárðarson fiskifræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá upphafi loðnuleitarinnar í gær:
Fjarðabyggð Hornafjörður Langanesbyggð Loftslagsmál Seyðisfjörður Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Veiðiskipin Hákon og Bjarni Ólafsson í loðnuleitina með Árna Friðrikssyni Hafrannsóknastofnun stýrir leitinni og mælingum. Kostnaður útgerðanna er um 60 milljónir króna og leggur Hafrannsóknastofnun fram 30 milljónir. 9. janúar 2020 17:25 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Veiðiskipin Hákon og Bjarni Ólafsson í loðnuleitina með Árna Friðrikssyni Hafrannsóknastofnun stýrir leitinni og mælingum. Kostnaður útgerðanna er um 60 milljónir króna og leggur Hafrannsóknastofnun fram 30 milljónir. 9. janúar 2020 17:25
Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15
Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00