Annað snjóflóð féll í Súgandafirði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2020 14:07 Frá Suðureyri í gærkvöldi eftir að flóðbylgjan skall á bænum í kjölfar snjóflóðs hinu megin í firðinum. einar ómarsson Annað snjóflóð hefur fallið í Súgandafirði að sögn Vals Sæþórs Valgeirssonar, formanns Björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri. Hann segir ekki ljóst hvenær það hafi fallið en að því er fram kemur á mbl, sem greindi fyrst frá flóðinu, gæti það hafa gerst í nótt. Flóði féll fyrir innan Norðureyri, handan Suðureyrar. „Það hefur fallið flóð hér innar í firðinum, en hvenær það var það veit ég ekki en það eru greinileg ummerki hérna í firðinum að það hefur fallið flóð. Það er eiginlega bara góðs viti, þá er hlíðin að hreinsa sig, það er það sem menn eru að bíða eftir,“ segir Valur í samtali við Vísi. Valur segir ekki þetta flóð ekki jafn stórt og flóðið sem kom niður í gærkvöldi. Því flóði fylgdi flóðbylgja á sjó en Valur segir ekkert slíkt hafa komið með þessu flóði. Hins vegar séu mikill krapi á firðinum. Spurður út í það hvernig veðrið er nú á Suðureyri og hvort það sé eitthvað að ganga niður segir hann að veðrinu sé að slota. „Við hefðum viljað fá betra skyggni til að geta kíkt betur yfir fjörðinn, sjá hvaðan flóðið í gærkvöldi kom nákvæmlega. Við erum að bíða eftir því að það rofi meira til. En hann er orðinn hægur hérna og nánast úrkomulaus þannig að þetta er bara að ganga niður.“ Spurður út í tjón vegna flóðbylgjunnar sem fylgdi snjóflóðinu í gærkvöldi segir Valur að ekki sé enn búið að meta það. Tjónið í höfninni þó verið sáralítið. „Það gekk eitthvað yfir höfnina en mestur sjórinn er á þessum húsum sem liggja hérna við sjóvarnargarðinn sem er meðfram allri Suðureyri. Það eru bæði íbúðarhúsnæði og geymsluhúsnæði og iðnaðarhúsnæði,“ segir Valur. Hann segir sjó hafa farið inn í geymsluhúsnæðið og að gaflinn á því húsi sé farinn úr að stórum hluta. Þá brotnaði rúða í einu íbúðarhúsi svo sjór flæddi inn á gólf. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Annað snjóflóð hefur fallið í Súgandafirði að sögn Vals Sæþórs Valgeirssonar, formanns Björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri. Hann segir ekki ljóst hvenær það hafi fallið en að því er fram kemur á mbl, sem greindi fyrst frá flóðinu, gæti það hafa gerst í nótt. Flóði féll fyrir innan Norðureyri, handan Suðureyrar. „Það hefur fallið flóð hér innar í firðinum, en hvenær það var það veit ég ekki en það eru greinileg ummerki hérna í firðinum að það hefur fallið flóð. Það er eiginlega bara góðs viti, þá er hlíðin að hreinsa sig, það er það sem menn eru að bíða eftir,“ segir Valur í samtali við Vísi. Valur segir ekki þetta flóð ekki jafn stórt og flóðið sem kom niður í gærkvöldi. Því flóði fylgdi flóðbylgja á sjó en Valur segir ekkert slíkt hafa komið með þessu flóði. Hins vegar séu mikill krapi á firðinum. Spurður út í það hvernig veðrið er nú á Suðureyri og hvort það sé eitthvað að ganga niður segir hann að veðrinu sé að slota. „Við hefðum viljað fá betra skyggni til að geta kíkt betur yfir fjörðinn, sjá hvaðan flóðið í gærkvöldi kom nákvæmlega. Við erum að bíða eftir því að það rofi meira til. En hann er orðinn hægur hérna og nánast úrkomulaus þannig að þetta er bara að ganga niður.“ Spurður út í tjón vegna flóðbylgjunnar sem fylgdi snjóflóðinu í gærkvöldi segir Valur að ekki sé enn búið að meta það. Tjónið í höfninni þó verið sáralítið. „Það gekk eitthvað yfir höfnina en mestur sjórinn er á þessum húsum sem liggja hérna við sjóvarnargarðinn sem er meðfram allri Suðureyri. Það eru bæði íbúðarhúsnæði og geymsluhúsnæði og iðnaðarhúsnæði,“ segir Valur. Hann segir sjó hafa farið inn í geymsluhúsnæðið og að gaflinn á því húsi sé farinn úr að stórum hluta. Þá brotnaði rúða í einu íbúðarhúsi svo sjór flæddi inn á gólf.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira