Annað snjóflóð féll í Súgandafirði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2020 14:07 Frá Suðureyri í gærkvöldi eftir að flóðbylgjan skall á bænum í kjölfar snjóflóðs hinu megin í firðinum. einar ómarsson Annað snjóflóð hefur fallið í Súgandafirði að sögn Vals Sæþórs Valgeirssonar, formanns Björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri. Hann segir ekki ljóst hvenær það hafi fallið en að því er fram kemur á mbl, sem greindi fyrst frá flóðinu, gæti það hafa gerst í nótt. Flóði féll fyrir innan Norðureyri, handan Suðureyrar. „Það hefur fallið flóð hér innar í firðinum, en hvenær það var það veit ég ekki en það eru greinileg ummerki hérna í firðinum að það hefur fallið flóð. Það er eiginlega bara góðs viti, þá er hlíðin að hreinsa sig, það er það sem menn eru að bíða eftir,“ segir Valur í samtali við Vísi. Valur segir ekki þetta flóð ekki jafn stórt og flóðið sem kom niður í gærkvöldi. Því flóði fylgdi flóðbylgja á sjó en Valur segir ekkert slíkt hafa komið með þessu flóði. Hins vegar séu mikill krapi á firðinum. Spurður út í það hvernig veðrið er nú á Suðureyri og hvort það sé eitthvað að ganga niður segir hann að veðrinu sé að slota. „Við hefðum viljað fá betra skyggni til að geta kíkt betur yfir fjörðinn, sjá hvaðan flóðið í gærkvöldi kom nákvæmlega. Við erum að bíða eftir því að það rofi meira til. En hann er orðinn hægur hérna og nánast úrkomulaus þannig að þetta er bara að ganga niður.“ Spurður út í tjón vegna flóðbylgjunnar sem fylgdi snjóflóðinu í gærkvöldi segir Valur að ekki sé enn búið að meta það. Tjónið í höfninni þó verið sáralítið. „Það gekk eitthvað yfir höfnina en mestur sjórinn er á þessum húsum sem liggja hérna við sjóvarnargarðinn sem er meðfram allri Suðureyri. Það eru bæði íbúðarhúsnæði og geymsluhúsnæði og iðnaðarhúsnæði,“ segir Valur. Hann segir sjó hafa farið inn í geymsluhúsnæðið og að gaflinn á því húsi sé farinn úr að stórum hluta. Þá brotnaði rúða í einu íbúðarhúsi svo sjór flæddi inn á gólf. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Annað snjóflóð hefur fallið í Súgandafirði að sögn Vals Sæþórs Valgeirssonar, formanns Björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri. Hann segir ekki ljóst hvenær það hafi fallið en að því er fram kemur á mbl, sem greindi fyrst frá flóðinu, gæti það hafa gerst í nótt. Flóði féll fyrir innan Norðureyri, handan Suðureyrar. „Það hefur fallið flóð hér innar í firðinum, en hvenær það var það veit ég ekki en það eru greinileg ummerki hérna í firðinum að það hefur fallið flóð. Það er eiginlega bara góðs viti, þá er hlíðin að hreinsa sig, það er það sem menn eru að bíða eftir,“ segir Valur í samtali við Vísi. Valur segir ekki þetta flóð ekki jafn stórt og flóðið sem kom niður í gærkvöldi. Því flóði fylgdi flóðbylgja á sjó en Valur segir ekkert slíkt hafa komið með þessu flóði. Hins vegar séu mikill krapi á firðinum. Spurður út í það hvernig veðrið er nú á Suðureyri og hvort það sé eitthvað að ganga niður segir hann að veðrinu sé að slota. „Við hefðum viljað fá betra skyggni til að geta kíkt betur yfir fjörðinn, sjá hvaðan flóðið í gærkvöldi kom nákvæmlega. Við erum að bíða eftir því að það rofi meira til. En hann er orðinn hægur hérna og nánast úrkomulaus þannig að þetta er bara að ganga niður.“ Spurður út í tjón vegna flóðbylgjunnar sem fylgdi snjóflóðinu í gærkvöldi segir Valur að ekki sé enn búið að meta það. Tjónið í höfninni þó verið sáralítið. „Það gekk eitthvað yfir höfnina en mestur sjórinn er á þessum húsum sem liggja hérna við sjóvarnargarðinn sem er meðfram allri Suðureyri. Það eru bæði íbúðarhúsnæði og geymsluhúsnæði og iðnaðarhúsnæði,“ segir Valur. Hann segir sjó hafa farið inn í geymsluhúsnæðið og að gaflinn á því húsi sé farinn úr að stórum hluta. Þá brotnaði rúða í einu íbúðarhúsi svo sjór flæddi inn á gólf.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira