Stytting leikskólanna bitni illa á fjölda foreldra og sérstaklega konum Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 15. janúar 2020 22:28 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Stytting á opnunartíma leikskóla borgarinnar bitnar illa á fjölda foreldra að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Eftir 1. apríl verða leikskólar borgarinnar opnir hálftíma skemur en í dag. Frá og með 1. apríl verða leikskólar borgarinnar opnir til hálf fimm, eða hálftíma skemur en í dag. Þó verður hægt að sækja um aðlögunarfrest til 1. ágúst vegna sérstakra aðstæðna. Þá er börnunum að hámarki heimilt að dvelja í leikskólanum í níu klukkustundir, sem er einnig hálftímaskerðing. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagðist gegn tillögunni. Hún segir byrjað á öfugum enda þar sem vinnudagur fjölda foreldra sé enn til klukkan fimm. „Við vitum það að fæstir foreldrar ráða sínum vinnutíma eða hafa sveigjanlegan vinnutíma þannig að þetta mun setja mjög margar fjölskyldur í vanda, og ég tala nú ekki um að ferðatími fólks til og frá vinnu hefur verið að lengjast á undanförnum árum.“ Hún telur að þetta muni bitna sérstaklega á konum. „Sagan sýnir okkur það að þegar hefur komið einhver skerðing á leikskólaþjónustu þá bitnar það frekar á konum.“ Skóla- og frístundaráð byggir ákvörðun sína á tillögum stýrihóps um umbætur í leikskólamálum. Í skýrslu hópsins kemur fram að foreldrar ríflega níu hundruð barna séu með dvalarsamning sem lýkur eftir klukkan hálf fimm. Það er tæpur fimmtungur leikskólabarna. Einungis um helmingur þeirra séu hins vegar almennt sótt á þeim tíma. Marta segist ekki hafa heyrt nokkurt foreldri kalla eftir styttingu á tíma. Sjálfstæðisflokkurinn lagð til að dagvistunartíminn yrði sveigjanlegur. „Að leikskólarnir hafi sjálfstæði til þess að hafa sveigjanlegan opnunartíma hver á sínum leikskóla þannig að hægt sé að mæta þörfum barnanna og fjölskyldna þeirra.“ Reykjavík Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stytta opnunartíma leikskóla í Reykjavík Almennur opnunartími verður þannig frá klukkan 07:30 til 16:30 í stað 17:00. 14. janúar 2020 18:04 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Stytting á opnunartíma leikskóla borgarinnar bitnar illa á fjölda foreldra að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Eftir 1. apríl verða leikskólar borgarinnar opnir hálftíma skemur en í dag. Frá og með 1. apríl verða leikskólar borgarinnar opnir til hálf fimm, eða hálftíma skemur en í dag. Þó verður hægt að sækja um aðlögunarfrest til 1. ágúst vegna sérstakra aðstæðna. Þá er börnunum að hámarki heimilt að dvelja í leikskólanum í níu klukkustundir, sem er einnig hálftímaskerðing. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagðist gegn tillögunni. Hún segir byrjað á öfugum enda þar sem vinnudagur fjölda foreldra sé enn til klukkan fimm. „Við vitum það að fæstir foreldrar ráða sínum vinnutíma eða hafa sveigjanlegan vinnutíma þannig að þetta mun setja mjög margar fjölskyldur í vanda, og ég tala nú ekki um að ferðatími fólks til og frá vinnu hefur verið að lengjast á undanförnum árum.“ Hún telur að þetta muni bitna sérstaklega á konum. „Sagan sýnir okkur það að þegar hefur komið einhver skerðing á leikskólaþjónustu þá bitnar það frekar á konum.“ Skóla- og frístundaráð byggir ákvörðun sína á tillögum stýrihóps um umbætur í leikskólamálum. Í skýrslu hópsins kemur fram að foreldrar ríflega níu hundruð barna séu með dvalarsamning sem lýkur eftir klukkan hálf fimm. Það er tæpur fimmtungur leikskólabarna. Einungis um helmingur þeirra séu hins vegar almennt sótt á þeim tíma. Marta segist ekki hafa heyrt nokkurt foreldri kalla eftir styttingu á tíma. Sjálfstæðisflokkurinn lagð til að dagvistunartíminn yrði sveigjanlegur. „Að leikskólarnir hafi sjálfstæði til þess að hafa sveigjanlegan opnunartíma hver á sínum leikskóla þannig að hægt sé að mæta þörfum barnanna og fjölskyldna þeirra.“
Reykjavík Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stytta opnunartíma leikskóla í Reykjavík Almennur opnunartími verður þannig frá klukkan 07:30 til 16:30 í stað 17:00. 14. janúar 2020 18:04 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Stytta opnunartíma leikskóla í Reykjavík Almennur opnunartími verður þannig frá klukkan 07:30 til 16:30 í stað 17:00. 14. janúar 2020 18:04