Lagði af stað frá Keflavík til Alicante en lenti í Valencia Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2020 22:57 Ferill flugvélarinnar frá Keflavík til Valencia sést hér. Valencia er svo rauðmerkt á kortinu og Alicante, upphaflegur áfangastaður, merktur með bláu. Skjáskot/Flightradar Flugvél norska flugfélagsins Norwegian, sem lagði af stað til Alicante á Spáni frá Keflavíkurflugvelli á sjöunda tímanum, var lent í spænsku borginni Valencia nú skömmu fyrir klukkan ellefu að íslenskum tíma. Flugvellinum í Alicante var lokað í dag vegna elds sem þar kom upp og verður ekki starfhæfur fyrr en á morgun. Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia fór vélin frá Keflavíkurflugvelli klukkan 18:05 og var áfangastaður þá Alicante samkvæmt áætlun. Samkvæmt upplýsingum í hópi Íslendinga á Costa Blanca-svæðinu á Spáni var farþegum gert viðvart um breyttan áfangastað í kvöld en ætla má að nokkur fjöldi Íslendinga hafi verið um borð í vélinni. Vél Norwegian lenti svo á flugvellinum í Valencia nú á ellefta tímanum, ef marka má feril vélarinnar á vefsíðunni Flightradar. Valencia er í um 160 kílómetra fjarlægð frá Alicante. Flugvöllurinn í Alicante var rýmdur í morgun þegar eldur kviknaði í þaki flugstöðvarbyggingarinnar. Slökkviliðsmenn náðu að endingu tökum á eldinum og reykræstu. Flugvélum sem lenda áttu á vellinum hefur ýmist verið beint til Valencia eða Murcia, nærliggjandi borga. Í frétt Independent um málið segir að upptök eldsins séu ekki kunn. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna reyk leggja frá flugvellinum og farþega bíða fyrir utan flugstöðvarbygginguna. #Alicanteairport on fire at mo pic.twitter.com/DDV9mdTmRL— Jerry Stevens (@jerry_stevens) January 15, 2020 Fram kemur í tísti Aena, sem rekur tugi flugvalla á Spáni og þar á meðal völlinn á Alicante, að flugvöllurinn verði ekki kominn í gagnið að nýju fyrr en á hádegi á morgun, 16. janúar. Því er beint til farþega að koma ekki á völlinn heldur hafa samband við flugfélagið sem þeir hyggjast fljúga með. #ActualizaciónEl Aeropuerto de #Alicante-#Elche no estará operativo hasta las 12:00 horas de mañana 16 de enero.Por favor, no te dirijas al Aeropuerto y contacta con tu aerolínea.— Aena (@aena) January 15, 2020 Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Spánn Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Flugvél norska flugfélagsins Norwegian, sem lagði af stað til Alicante á Spáni frá Keflavíkurflugvelli á sjöunda tímanum, var lent í spænsku borginni Valencia nú skömmu fyrir klukkan ellefu að íslenskum tíma. Flugvellinum í Alicante var lokað í dag vegna elds sem þar kom upp og verður ekki starfhæfur fyrr en á morgun. Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia fór vélin frá Keflavíkurflugvelli klukkan 18:05 og var áfangastaður þá Alicante samkvæmt áætlun. Samkvæmt upplýsingum í hópi Íslendinga á Costa Blanca-svæðinu á Spáni var farþegum gert viðvart um breyttan áfangastað í kvöld en ætla má að nokkur fjöldi Íslendinga hafi verið um borð í vélinni. Vél Norwegian lenti svo á flugvellinum í Valencia nú á ellefta tímanum, ef marka má feril vélarinnar á vefsíðunni Flightradar. Valencia er í um 160 kílómetra fjarlægð frá Alicante. Flugvöllurinn í Alicante var rýmdur í morgun þegar eldur kviknaði í þaki flugstöðvarbyggingarinnar. Slökkviliðsmenn náðu að endingu tökum á eldinum og reykræstu. Flugvélum sem lenda áttu á vellinum hefur ýmist verið beint til Valencia eða Murcia, nærliggjandi borga. Í frétt Independent um málið segir að upptök eldsins séu ekki kunn. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna reyk leggja frá flugvellinum og farþega bíða fyrir utan flugstöðvarbygginguna. #Alicanteairport on fire at mo pic.twitter.com/DDV9mdTmRL— Jerry Stevens (@jerry_stevens) January 15, 2020 Fram kemur í tísti Aena, sem rekur tugi flugvalla á Spáni og þar á meðal völlinn á Alicante, að flugvöllurinn verði ekki kominn í gagnið að nýju fyrr en á hádegi á morgun, 16. janúar. Því er beint til farþega að koma ekki á völlinn heldur hafa samband við flugfélagið sem þeir hyggjast fljúga með. #ActualizaciónEl Aeropuerto de #Alicante-#Elche no estará operativo hasta las 12:00 horas de mañana 16 de enero.Por favor, no te dirijas al Aeropuerto y contacta con tu aerolínea.— Aena (@aena) January 15, 2020
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Spánn Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent