Heimsókn með Sindra Sindrasyni fór af stað á nýjan leik á Stöð 2 í gærkvöldi og er hægt að sjá þáttinn í heild sinni hér á Vísi.
Í þessum fyrsta þætti bankar Sindri upp á hjá Súsönnu Heiðarsdóttur sem er hönnunarráðgjafi og hefur búið í Dulwich í London í fjölda ára.
Súsanna sem býr ásamt eiginmanni og börnum í einu af fínni hverfum Lundúna, hefur gert húsið algerlega eftir sínu höfði. Húsið er stórt, þriggja hæða einbýlishús og er vægast sagt glæsilegt.
Súsanna nýtir bæði eldri og nýja hluti á sínu heimili og hefur tekist vel til.
Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.