Elísabet og Björgvin fundu hvort annað aftur eftir 25 ár Stefán Árni Pálsson skrifar 17. janúar 2020 10:30 Björgvin og Elísabet fundu hvort annað aftur. Myndlistarkonan Elísabet Ásberg og framkvæmdastjórinn Guðmundur Björgvin Baldursson voru kærustupar sem táningar. „Sem barn bjó ég í Keflavík en síðan flytjum við fjölskyldan til Reykjavíkur og kaupum okkur hús þar. Foreldrar mínir kaupa semsagt húsið af foreldrum Björgvins og þegar við erum að skoða húsið sé ég einhvern sætan strák þarna,“ segir Elísabet en Björgvin manaði sig upp í það að bjóða Elísabetu á stefnumót stuttu seinna. Þarna eru þau 18 og 19 ára. „Ég var að vinna í bíóinu og hann býður mér einn daginn út að borða.“ „Ég var rosalega skotinn í Elísabetu á þessum tíma og fór og keypti mér alveg nýtt dress og fór með hana á Hótel Holt sem var langflottasti staðurinn á þeim tíma. Hún er reyndar búin að gera grín að þessu kvöldi við mig, þar sem ég var svo leiðinlegur,“ segir Björgvin sem sagði víst voðalega lítið á stefnumótinu. „Það var ekki að ég var eitthvað rosalega feiminn, ég var bara svo skotinn í henni og vildi ekki segja neitt heimskulegt. Ég vildi virkilega vera ég sjálfur en eiginlega kunni það ekki.“ Leiðir skildu þó og hittust þau ekki næstu 25 árin. Björgvin sendi svo Elísabetu vinabeiðni á Facebook öllum þessum árum eftir og nokkru seinna giftust þau, reyndar tvisvar. Undanfarin ár hefur Björgvin þyngst mikið og alltaf verið mikið jójó í þeim málum. Hann fór að lokum í magabandsaðgerð og hefur nú misst 50 kíló. Vala Matt hitti hjónin í Íslandi í dag á dögunum og fékk að heyra allt um nýja lífið og ástina. Ástin og lífið Ísland í dag Myndlist Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
Myndlistarkonan Elísabet Ásberg og framkvæmdastjórinn Guðmundur Björgvin Baldursson voru kærustupar sem táningar. „Sem barn bjó ég í Keflavík en síðan flytjum við fjölskyldan til Reykjavíkur og kaupum okkur hús þar. Foreldrar mínir kaupa semsagt húsið af foreldrum Björgvins og þegar við erum að skoða húsið sé ég einhvern sætan strák þarna,“ segir Elísabet en Björgvin manaði sig upp í það að bjóða Elísabetu á stefnumót stuttu seinna. Þarna eru þau 18 og 19 ára. „Ég var að vinna í bíóinu og hann býður mér einn daginn út að borða.“ „Ég var rosalega skotinn í Elísabetu á þessum tíma og fór og keypti mér alveg nýtt dress og fór með hana á Hótel Holt sem var langflottasti staðurinn á þeim tíma. Hún er reyndar búin að gera grín að þessu kvöldi við mig, þar sem ég var svo leiðinlegur,“ segir Björgvin sem sagði víst voðalega lítið á stefnumótinu. „Það var ekki að ég var eitthvað rosalega feiminn, ég var bara svo skotinn í henni og vildi ekki segja neitt heimskulegt. Ég vildi virkilega vera ég sjálfur en eiginlega kunni það ekki.“ Leiðir skildu þó og hittust þau ekki næstu 25 árin. Björgvin sendi svo Elísabetu vinabeiðni á Facebook öllum þessum árum eftir og nokkru seinna giftust þau, reyndar tvisvar. Undanfarin ár hefur Björgvin þyngst mikið og alltaf verið mikið jójó í þeim málum. Hann fór að lokum í magabandsaðgerð og hefur nú misst 50 kíló. Vala Matt hitti hjónin í Íslandi í dag á dögunum og fékk að heyra allt um nýja lífið og ástina.
Ástin og lífið Ísland í dag Myndlist Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira