Lögreglustjórinn ekki vanhæfur í nágrannadeilumáli í Flóanum Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2020 14:21 Hreggviður Hermannsson segir lögregluembættið á Suðurlandi leggja sig í einelti. Mál sem snýr að illvígum nágrannadeilum í Flóahreppi verður tekið til efnislegrar meðferðar í Héraðsdómi Suðurlands. Þetta varð ljóst eftir að Landsréttur felldi úr gildi úrskurð dómstólsins um að embætti lögreglustjórans á Suðurlandi væri vanhæft til að fara með mál gegn Hreggviði Hermannssyni, bónda í Langholti 1 í Flóahreppi. Lögregluembættið gaf út ákæru á hendur Hreggviði í mars á síðasta ári fyrir eignaspjöll og brot á vega- og umferðarlögum, en málið er angi af illvígum nágrannadeilum sem staðið hafa um árabil á milli Hreggviðs annars vegar og Ragnars Vals Björnssonar og Fríðar Sólveigar Hannesdóttur, bænda í Langholti 2, hins vegar. Verjandi Hreggviðs fór fram á á vanhæfi lögreglustjórans á þeim grundvelli að tveir af þremur starfsmönnum á ákærusviði embættisins tengist hjónunum að Langholti 2. Dóttir Fríðar sé löglærður fulltrúi á sviðinu og kollegi hennar tók að sér verkefni sem tengdust deilunum fyrir Ragnar Val þegar hann vann sjálfstætt. Sagði verjandi Hreggviðs að Hreggviður hafi verið lagður í einelti af lögreglunni svo árum skipti vegna fyrrnefndra tengsla. Hafi áhugi embættisins á honum jaðrað við þráhyggju. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið frá árinu 2014. Í úrskurði Landsréttar er hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnislegrar meðferðar. Segir að ekki væru að finna nein gögn sem bæru með sér að fulltrúarnir væru vanhæfir til að annast rannsókn á málinu. Þá hefði mögulegt vanhæfi fulltrúa eitt og sér ekki áhrif á hæfi lögreglustjóra samkvæmt stjórnsýslulögum. „Þá yrði ekki séð að fyrir hendi væru önnur atvik eða aðstæður sem fallnar væru til að draga óhlutdrægni lögreglustjórans með réttu í efa,“ segir í úrskurðarorðum. Deilt um landspildu Umræddar deilur í Flóanum hafa oft ratað í fjölmiðla, en á síðasta ári var Ragnar Valur dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka á Hreggvið í desember 2017. Dómnum var áfrýjað til Landsréttar. Deilan snýst í grunninn um landspildu eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987 og hafa ásakanir gegnið á víxl æ síðan. Flóahreppur Lögreglan Lögreglumál Nágrannadeilur Nágrannadeilur í Flóahreppi Tengdar fréttir Lögreglustjórinn vanhæfur í illvígum nágrannadeilum í Flóahreppi Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað að embætti lögreglustjórans á Suðurlandi sé vanhæft til þess að fara með mál gegn Hermanni Hreggviðssyni, bónda í Langholti 1 í Flóahreppi. 30. desember 2019 06:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Mál sem snýr að illvígum nágrannadeilum í Flóahreppi verður tekið til efnislegrar meðferðar í Héraðsdómi Suðurlands. Þetta varð ljóst eftir að Landsréttur felldi úr gildi úrskurð dómstólsins um að embætti lögreglustjórans á Suðurlandi væri vanhæft til að fara með mál gegn Hreggviði Hermannssyni, bónda í Langholti 1 í Flóahreppi. Lögregluembættið gaf út ákæru á hendur Hreggviði í mars á síðasta ári fyrir eignaspjöll og brot á vega- og umferðarlögum, en málið er angi af illvígum nágrannadeilum sem staðið hafa um árabil á milli Hreggviðs annars vegar og Ragnars Vals Björnssonar og Fríðar Sólveigar Hannesdóttur, bænda í Langholti 2, hins vegar. Verjandi Hreggviðs fór fram á á vanhæfi lögreglustjórans á þeim grundvelli að tveir af þremur starfsmönnum á ákærusviði embættisins tengist hjónunum að Langholti 2. Dóttir Fríðar sé löglærður fulltrúi á sviðinu og kollegi hennar tók að sér verkefni sem tengdust deilunum fyrir Ragnar Val þegar hann vann sjálfstætt. Sagði verjandi Hreggviðs að Hreggviður hafi verið lagður í einelti af lögreglunni svo árum skipti vegna fyrrnefndra tengsla. Hafi áhugi embættisins á honum jaðrað við þráhyggju. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið frá árinu 2014. Í úrskurði Landsréttar er hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnislegrar meðferðar. Segir að ekki væru að finna nein gögn sem bæru með sér að fulltrúarnir væru vanhæfir til að annast rannsókn á málinu. Þá hefði mögulegt vanhæfi fulltrúa eitt og sér ekki áhrif á hæfi lögreglustjóra samkvæmt stjórnsýslulögum. „Þá yrði ekki séð að fyrir hendi væru önnur atvik eða aðstæður sem fallnar væru til að draga óhlutdrægni lögreglustjórans með réttu í efa,“ segir í úrskurðarorðum. Deilt um landspildu Umræddar deilur í Flóanum hafa oft ratað í fjölmiðla, en á síðasta ári var Ragnar Valur dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka á Hreggvið í desember 2017. Dómnum var áfrýjað til Landsréttar. Deilan snýst í grunninn um landspildu eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987 og hafa ásakanir gegnið á víxl æ síðan.
Flóahreppur Lögreglan Lögreglumál Nágrannadeilur Nágrannadeilur í Flóahreppi Tengdar fréttir Lögreglustjórinn vanhæfur í illvígum nágrannadeilum í Flóahreppi Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað að embætti lögreglustjórans á Suðurlandi sé vanhæft til þess að fara með mál gegn Hermanni Hreggviðssyni, bónda í Langholti 1 í Flóahreppi. 30. desember 2019 06:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Lögreglustjórinn vanhæfur í illvígum nágrannadeilum í Flóahreppi Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað að embætti lögreglustjórans á Suðurlandi sé vanhæft til þess að fara með mál gegn Hermanni Hreggviðssyni, bónda í Langholti 1 í Flóahreppi. 30. desember 2019 06:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent