Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en margar viðureignirnar voru ansi áhugaverðar.
Indiana marði Minnesota á heimavelli, 116-114, og frábær þriðji leikluti tryggði Philadelphia sigur gegn Chicago, 100-89.
Toronto gerði sér lítið fyrir og skoraði 140 stig gegn Washington á heimavelli en Miami lagði Oklahoma með sjö stiga mun, 115-108.
Don't jump with Ben Simmons pic.twitter.com/xhfq00afp3
— NBA TV (@NBATV) January 18, 2020
Þriðja tap Cleveland í röð kom gegn Memphis á heimavelli er þeir töpuðu 113-109 og Atlanta unnu sinn tíunda leik í vetur er þeir höfðu betur gegn San Antonio, 121-120.
Luka Doncic heldur áfram að skila frábærum tölum. Hann skoraði 35 stig, tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar í sigri Dallas á Portland, 120-112.
Hann setti niður átta þriggja stiga körfur en hann hefur aldrei sett niður fleiri þrista á ferlinum.
Luka (35 PTS & 8 REB) had the hot hand from start to finish as he recorded a career-high 8 3PM ! pic.twitter.com/hQWfiO7dA3
— NBA TV (@NBATV) January 18, 2020
Úrslit næturinnar:
Minnesota- Indiana 114-116
Chicago - Philadelphia 89-100
Washington - Toronto 111-140
Miami - Oklahoma 115-108
Cleveland - Memphis 109-113
Atlanta - San Antonio 121-120
Portland - Dallas 112-120
Justin Holiday’s clever strategy to end the game earns your Heads Up Play of the Day! pic.twitter.com/tTwLb0XZUd
— NBA TV (@NBATV) January 18, 2020