Hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson kom, sá og sigraði í fyrsta bardaga sínum í Bandaríkjunum í nótt.
Kolbeinn hafði betur gegn heimamanninum Tristan James en Íslendingurinn afgreiddi Bandaríkjamanninn með svo kölluðu tæknilegu rothöggi (TKO).
US debut
— Kolbeinn Kristinsson (@IceBearBoxing) January 18, 2020
TKO 2nd round
12-0 6 KOs#Kronk#Showtimeboxing#Salitapromotions
Kolbeinn skrifaði í byrjun árs undir samning við bandaríska hnefaleikafyrirtækið Salita Promotions.
Þetta var tólfti sigur Kolbeins í tólf viðureignum og er hann því enn ósigraður. Magnaður árangur.