Tuttugu útköll vegna elds og fimmtíu sjúkraflutningar í nótt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. janúar 2020 14:30 Að vanda var annríki hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu á nýársnótt. Lögregla og slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast á nýársnótt. Slökkviliðið sinnti alls tuttugu minniháttar útköllum vegna elds og um fimmtíu sjúkraflutningum. Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir og þar af eina alvarlega. Víða þurfti að sinna útköllum vegna hávaða á skemmtistöðum eða í heimahúsum. Alls voru 122 mál skráð hjá lögreglunni frá því klukkan fimm í gær til klukkan fimm í nótt samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan sinnti þrettán tilkynningum um lausan eld eftir notkun flugeld og í flestum tilfellum kom slökkvilið einnig að verkefninu. Jónas Árnason er aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Nóttin var náttúrlega bara eins og oft vill verða á gamlárs, það var náttúrlega mikið um smáelda utandyra. Við fórum í einhver ein tuttugu útköll í nótt, nánast allt utandyra, gámar eða rusl sem hafði verið kveikt í. Þess á milli sinntum við einhverjum fimmtíu sjúkraflutningum,“ segir Jónas. Hann segir engin alvarleg slys hafa komið upp sem tengjast flugeldum sem slökkvilið hafi þurft að sinna. „Það virðist vera sem svo að fólk hafi bara farið nokkuð varlega með skoteldana þetta árið og við náttúrlega þökkum fyrir það að það var náttúrlega blautt yfir öllu þannig að við vorum ekki að fá þessa sinuelda sem oft vill verða í þurru veðri. Og eins og ég segi, engin meiriháttar óhöpp,“ segir Jónas. Þá fékk lögregla tilkynningu um nokkrar líkamsárásir, þá fyrstu skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi um alvarlega líkamsárás í hverfi 108. Meintur gerandi var handtekinn á vettvangi og þolandi fluttur á sjúkrahús. Þá var einnig tilkynnt um líkamsárásir í miðbænum, í Breiðholti, Hafnarfirði og í Kópavogi og voru meintir gerendur vistaðir í fangageymslu. Alls voru tíu vistaðir í fangageymslu á Hverfisgötu vegna ýmissa mála. Þá var töluvert um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Áramót Flugeldar Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir 122 mál skráð hjá lögreglu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa fyrstu nótt ársins. 1. janúar 2020 08:16 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Lögregla og slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast á nýársnótt. Slökkviliðið sinnti alls tuttugu minniháttar útköllum vegna elds og um fimmtíu sjúkraflutningum. Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir og þar af eina alvarlega. Víða þurfti að sinna útköllum vegna hávaða á skemmtistöðum eða í heimahúsum. Alls voru 122 mál skráð hjá lögreglunni frá því klukkan fimm í gær til klukkan fimm í nótt samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan sinnti þrettán tilkynningum um lausan eld eftir notkun flugeld og í flestum tilfellum kom slökkvilið einnig að verkefninu. Jónas Árnason er aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Nóttin var náttúrlega bara eins og oft vill verða á gamlárs, það var náttúrlega mikið um smáelda utandyra. Við fórum í einhver ein tuttugu útköll í nótt, nánast allt utandyra, gámar eða rusl sem hafði verið kveikt í. Þess á milli sinntum við einhverjum fimmtíu sjúkraflutningum,“ segir Jónas. Hann segir engin alvarleg slys hafa komið upp sem tengjast flugeldum sem slökkvilið hafi þurft að sinna. „Það virðist vera sem svo að fólk hafi bara farið nokkuð varlega með skoteldana þetta árið og við náttúrlega þökkum fyrir það að það var náttúrlega blautt yfir öllu þannig að við vorum ekki að fá þessa sinuelda sem oft vill verða í þurru veðri. Og eins og ég segi, engin meiriháttar óhöpp,“ segir Jónas. Þá fékk lögregla tilkynningu um nokkrar líkamsárásir, þá fyrstu skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi um alvarlega líkamsárás í hverfi 108. Meintur gerandi var handtekinn á vettvangi og þolandi fluttur á sjúkrahús. Þá var einnig tilkynnt um líkamsárásir í miðbænum, í Breiðholti, Hafnarfirði og í Kópavogi og voru meintir gerendur vistaðir í fangageymslu. Alls voru tíu vistaðir í fangageymslu á Hverfisgötu vegna ýmissa mála. Þá var töluvert um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Áramót Flugeldar Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir 122 mál skráð hjá lögreglu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa fyrstu nótt ársins. 1. janúar 2020 08:16 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
122 mál skráð hjá lögreglu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa fyrstu nótt ársins. 1. janúar 2020 08:16