Tuttugu útköll vegna elds og fimmtíu sjúkraflutningar í nótt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. janúar 2020 14:30 Að vanda var annríki hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu á nýársnótt. Lögregla og slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast á nýársnótt. Slökkviliðið sinnti alls tuttugu minniháttar útköllum vegna elds og um fimmtíu sjúkraflutningum. Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir og þar af eina alvarlega. Víða þurfti að sinna útköllum vegna hávaða á skemmtistöðum eða í heimahúsum. Alls voru 122 mál skráð hjá lögreglunni frá því klukkan fimm í gær til klukkan fimm í nótt samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan sinnti þrettán tilkynningum um lausan eld eftir notkun flugeld og í flestum tilfellum kom slökkvilið einnig að verkefninu. Jónas Árnason er aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Nóttin var náttúrlega bara eins og oft vill verða á gamlárs, það var náttúrlega mikið um smáelda utandyra. Við fórum í einhver ein tuttugu útköll í nótt, nánast allt utandyra, gámar eða rusl sem hafði verið kveikt í. Þess á milli sinntum við einhverjum fimmtíu sjúkraflutningum,“ segir Jónas. Hann segir engin alvarleg slys hafa komið upp sem tengjast flugeldum sem slökkvilið hafi þurft að sinna. „Það virðist vera sem svo að fólk hafi bara farið nokkuð varlega með skoteldana þetta árið og við náttúrlega þökkum fyrir það að það var náttúrlega blautt yfir öllu þannig að við vorum ekki að fá þessa sinuelda sem oft vill verða í þurru veðri. Og eins og ég segi, engin meiriháttar óhöpp,“ segir Jónas. Þá fékk lögregla tilkynningu um nokkrar líkamsárásir, þá fyrstu skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi um alvarlega líkamsárás í hverfi 108. Meintur gerandi var handtekinn á vettvangi og þolandi fluttur á sjúkrahús. Þá var einnig tilkynnt um líkamsárásir í miðbænum, í Breiðholti, Hafnarfirði og í Kópavogi og voru meintir gerendur vistaðir í fangageymslu. Alls voru tíu vistaðir í fangageymslu á Hverfisgötu vegna ýmissa mála. Þá var töluvert um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Áramót Flugeldar Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir 122 mál skráð hjá lögreglu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa fyrstu nótt ársins. 1. janúar 2020 08:16 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Lögregla og slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast á nýársnótt. Slökkviliðið sinnti alls tuttugu minniháttar útköllum vegna elds og um fimmtíu sjúkraflutningum. Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir og þar af eina alvarlega. Víða þurfti að sinna útköllum vegna hávaða á skemmtistöðum eða í heimahúsum. Alls voru 122 mál skráð hjá lögreglunni frá því klukkan fimm í gær til klukkan fimm í nótt samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan sinnti þrettán tilkynningum um lausan eld eftir notkun flugeld og í flestum tilfellum kom slökkvilið einnig að verkefninu. Jónas Árnason er aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Nóttin var náttúrlega bara eins og oft vill verða á gamlárs, það var náttúrlega mikið um smáelda utandyra. Við fórum í einhver ein tuttugu útköll í nótt, nánast allt utandyra, gámar eða rusl sem hafði verið kveikt í. Þess á milli sinntum við einhverjum fimmtíu sjúkraflutningum,“ segir Jónas. Hann segir engin alvarleg slys hafa komið upp sem tengjast flugeldum sem slökkvilið hafi þurft að sinna. „Það virðist vera sem svo að fólk hafi bara farið nokkuð varlega með skoteldana þetta árið og við náttúrlega þökkum fyrir það að það var náttúrlega blautt yfir öllu þannig að við vorum ekki að fá þessa sinuelda sem oft vill verða í þurru veðri. Og eins og ég segi, engin meiriháttar óhöpp,“ segir Jónas. Þá fékk lögregla tilkynningu um nokkrar líkamsárásir, þá fyrstu skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi um alvarlega líkamsárás í hverfi 108. Meintur gerandi var handtekinn á vettvangi og þolandi fluttur á sjúkrahús. Þá var einnig tilkynnt um líkamsárásir í miðbænum, í Breiðholti, Hafnarfirði og í Kópavogi og voru meintir gerendur vistaðir í fangageymslu. Alls voru tíu vistaðir í fangageymslu á Hverfisgötu vegna ýmissa mála. Þá var töluvert um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Áramót Flugeldar Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir 122 mál skráð hjá lögreglu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa fyrstu nótt ársins. 1. janúar 2020 08:16 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
122 mál skráð hjá lögreglu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa fyrstu nótt ársins. 1. janúar 2020 08:16